Erlent

Talið að lík Mosley sé fundið

Margrét Björk Jónsdóttir skrifar
Mosley er þekktur fyrir að stýra sjónvarpsþáttum sem sýndir voru á breska ríkisútvarpinu undir nafninu „Trust Me, I'm a Doctor.“
Mosley er þekktur fyrir að stýra sjónvarpsþáttum sem sýndir voru á breska ríkisútvarpinu undir nafninu „Trust Me, I'm a Doctor.“ Getty

Lík af manni hefur fundist í helli við grísku eyjuna Symi. Talið er að þar sé um að ræða breska sjónvarpsmanninn Michael Mosley sem hefur verið saknað síðan á miðvikudag.

BBC greinir frá líkfundinum og segir upplýsingarnar koma frá björgunarsveitamanni. Grísk yfirvöld hafa ekki staðfest að líkið sé af Mosley. Sky news hefur eftir varaborgarstjóra að líkið hafi fundist í grýttum helli. 

Umfangsmikil leit hefur staðið yfir undanfarna daga að lækninum sem er 67 ára gamall. Hann skilaði sér ekki úr göngu sem hann var í þar sem hann var staddur í fríi ásamt eiginkonu sinni á Symi, einni Tylftareyjanna í Eyjahafi. Hann hafði ætlað að ganga að miðju eyjarinnar yfir hrjóstrugt landslag en skilaði sér aldrei. Sími hans fannst í herberginu sem hjónin dvöldu í.

Mikill hiti er á grísku eyjunni og meðal kenninga sem hafa komið upp í tengslum við leitina er að Mosley hafi fengið sólsting, ráfað í burtu og týnst í kjölfarið. 

Starfsmaður BBC sem staddur er á eyjunni hefur birt myndbönd frá vettvangi á samfélagsmiðlinum X. Í morgun birti hann myndband þar sem verið er að flytja leitarhund burt en hundurinn var brenndur á þófunum eftir leit á heitum steinum undanfarna daga.


Tengdar fréttir

Frægs sjónvarpslæknis leitað

Frægur sjónvarpslæknir sem skrifaði bók um 5:2 mataræðið , Michael Mosley, er nú leitað á grísku eyjunni Symi. Viðbragðsaðilar á svæðinu leggja nú allt kapp á að finna Mosley en við leitirnar er notast við leitarhunda og dróna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×