Erlent

Lést af náttúru­legum or­sökum

Tómas Arnar Þorláksson skrifar
Michael Mosley sjónvarpslæknir lést á miðvikudaginn.
Michael Mosley sjónvarpslæknir lést á miðvikudaginn. Getty/Brook Mitchell

Breski sjónvarpslæknirinn, Michael Mosley, sem fannst látinn í gær á grísku eyjunni Symi lést af náttúrulegum orsökum samkvæmt fyrstu krufningu sem var framkvæmd á líki hans í dag. 

Eins og greint hefur verið frá stóð leit yfir að Mosley í fjóra daga á grísku eyjunni Symi en eiginkona hans tilkynnti hvarf hans eftir að hann skilaði sér ekki úr gönguferð að miðri eyjunni. Mosley skildi síma sinn eftir á herbergi hjónanna og hélt í einn í ferðina sem varð hans síðasta. Lík hans fannst við grýtta kletta á strandlengju í grennd við krá.

Yfirmaður á krá fann lík Mosley

Upplýsingafulltrúi lögreglu á svæðinu sagði í samtali við fréttastofu BBC að engir áverkar fundust á líki Mosley í krufningunni sem gætu útskýrt andlát læknisins. Samkvæmt krufningunni lést Mosley klukkan fjögur að degi til á miðvikudaginn, stuttu eftir að hann kvaddi eiginkonu sína.

Horft er yfir Agia Marina á ejunni Symi en lík Mosley fannst í grennd við kránna sem sést neðarlega á myndinni. Getty/Yui Mok

Upptaka úr öryggismyndavél á vettvangi sýnir síðustu stundir Mosley en þar sést hann ganga niður brekku áður en hann hverfur á bak við vegg en stutt frá brekkunni fannst lík Mosley.  

Yfirmaður á krá, skammt frá strandlengjunni þar sem lík Mosley fannst, kom að líkinu eftir að bæjarstjóri eyjunnar tilkynnti starfsfólki að hann hafi séð eitthvað fyrir utan grindverk við kránna.


Tengdar fréttir

Minnist ævintýragjarna og dásamlega mannsins síns

Yf­ir­völd á grísku eyj­unni Symi hafa staðfest að lík sem fannst í morg­un sé af breska sjón­varps­lækn­in­um Michael Mosley. Eiginkona hans minnist hans og segist niðurbrotin. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×