Dýr Fundu 21 geitungabú í vegg: „Við vorum grenjandi úr hlátri að halda tölunni“ Íbúi í Neskaupstað auglýsti nýverið eftir einhverjum sem gæti fjarlægt geitungbú af bílskúr hennar. Fráfluttur sonur Neskaupstaðar bauð fram þjónustu sína og fékk aðstoð frá dönskum mjólkurfræðingi. Saman fjarlægðu þeir minnst 21 geitingabú innan úr vegg bílskúrsins. Innlent 24.7.2023 15:24 Kona drepin af birni Grábjörn virðist hafa banað konu í Yellowstone þjóðgarðinum í Bandaríkjunum um helgina. Lík konunnar fannst á laugardaginn, nærri vinsælli gönguleið en atvikið er enn til rannsóknar. Erlent 24.7.2023 10:25 Stal brimbretti af barni og almennt með stæla Ágengur otur hefur verið til vandræða á Santa Cruz ströndinni í Kaliforníu í Bandaríkjunum. Oturinn stelur brimbrettum af fólki sem hann svo nagar sér til skemmtunar. Erlent 23.7.2023 22:40 Hnýðingskálfur í fylgd með háhyrningum Dýraverndunarsamtökin Orca Guardians Iceland, sem berjast fyrir verndun háhyrninga við Íslands strendur, birtu í gær mynd af hnýðingskálfi í för með háhyrningum. Virtist sem svo að háhyrningarnir hefðu tekið kálfinn í fóstur um stund. Innlent 23.7.2023 08:19 Varðskip Færeyinga eltu skip Watsons úr lögsögu Færeyja Færeyingum virðist hafa tekist að hrekja Paul Watson, stofnanda Sea Shepherd-samtakanna, burt frá Færeyjum þetta sumarið eftir að skip hans gerði tvær misheppnaðar tilraunir til að hindra grindhvalaveiðar Færeyinga. Erlent 21.7.2023 23:44 Ljónið sennilega svín Lögreglan í Berlín og Brandenburg er hætt að leita að ljóni í suðurhluta borgarinnar og úthverfum hennar. Líklegt þykir að ljón hafi ekki gengið laust heldur hafi hræddir íbúar séð stórt villisvín. Erlent 21.7.2023 11:44 Búfé gengið laust öldum saman og engin lög sett sem breyta því Bændasamtök Íslands hafa sent sveitarfélögum landsins bréf til að skýra sína afstöðu varðandi umræðuna um ágangsfé. Samtökin segja nýlega úrskurði og álit ekki breyta því að fé megi ganga laust. Innlent 21.7.2023 07:45 Hafa enn ekki fundið ljónið Lögreglan í Berlín og Brandenburg hefur enn ekki fundið ljónið sem talið er að gangi lausum hala í suðurhluta borgarinnar og úthverfum. Til stendur að auka viðbúnað og umfang leitarinnar í dag. Erlent 21.7.2023 07:44 Þriðjungur katta á eyjunni drepist vegna kórónuveiru Talið er að um 300 þúsund kettir á eyjunni Kýpur hafi drepist á liðnu ári vegna kórónuveiru. Þetta eru um þriðjungur því að heildarfjöldi katta var í kringum eina milljón. Erlent 20.7.2023 13:49 Ljón leikur lausum hala í Berlín Lögreglan Í Berlín hefur beðið íbúa í úthverfum borgarinnar um að halda sig heima eftir að stórt kattardýr, sem talið er vera ljónynja, sást á svæðinu í gærkvöldi. Þá eru gæludýraeigendur beðnir um að halda dýrum sínum innandyra. Erlent 20.7.2023 08:07 Fjórir slösuðust í árásarhrinu höfrunga Fjórir sundgarpar slösuðust í árás höfrunga í Japan. Þrátt fyrir að höfrungar séu almennt ekki árásargjarnir eiga þeir það til að ráðast á fólk sem stingur sér til sunds. Erlent 16.7.2023 23:39 Reyna að góma ágengan og þjófóttan otur Embættismenn í Kaliforníu vinna nú að því að handsama ágengan sæotur sem hefur verið að áreita fólk á brimbrettum og kajökum og jafnvel stolið brettum af fólki. Oturinn er fimm ára gamall og kvenkyns hefur hagað sér á ágengan hátt undan ströndum Santa Cruz. Erlent 14.7.2023 08:35 Eru góðar vinkonur en rífast líka eins og systur Eftir stutt veikindi er Litla Grá á batavegi og fer fljótt út í Klettsvík aftur með systur sinni. Þær una sér þó nokkuð vel á meðan í Mjaldrasafninu í Vestmanneyjum. Lífið 7.7.2023 20:00 Breytir hundum í listaverk Á snyrtistofu Gabriel Feitosa getur allt gerst. Bernedoodles hundar umbreytast í gíraffa og kjölturakkar líkjast Pokémon. Upphalningarnar kosta frá 500 til 1200 Bandaríkjadala. Hundasnyrtistofan er staðsett í San Diego en sjálfur er Gabriel ættaður frá Brasilíu. Stofuna opnaði hann árið 2018 og hefur tíu starfsmenn á sínum snærum sem snyrta að meðaltali tuttugu hunda á degi hverjum. Lífið 7.7.2023 16:23 „Ég held að hann sé með einhverja sýniþörf“ Rostungurinn sem gerði sig heimakæran í smábátahöfninni á Sauðárkróki á föstudaginn í síðustu viku er mættur aftur. Hann kom sér aftur fyrir á bryggjunni í morgun. Innlent 6.7.2023 11:33 Veiðitímabilið óhreyft þrátt fyrir tilmæli fagráðs Hreindýraveiðitímabilið verður óbreytt í ár að sögn Bjarna Jónassonar teymisstjóra hjá Umhverfisstofnun. Fagráð um velferð dýra vill seinka tímabilinu vegna velferðar hreindýrskálfa. Innlent 5.7.2023 21:02 Ekki ástæða til að vara íslenska hundaeigendur við Matvælastofnun sér ekki ástæðu til að vara hundaeigendur sérstaklega við smitandi hósta meðal hunda að óbreyttu. Ekki eru fleiri tilvik um smitaða hunda nú en áður. Langstærstur hluti hunda hér á landi er bólusettur gegn flestum veirum. Innlent 4.7.2023 06:46 Heimiliskötturinn gaf eigendur sína saman Bandaríska parið Amanda Terry og Steve Terry gekk í hjónaband fyrir skömmu en óhætt er að segja að athöfnin hafi farið fram með óvenjulegum hætti. Vígsluvotturinn var nefnilega heimiliskötturinn þeirra. Lífið 3.7.2023 20:01 Kríuvarp á Snæfellsnesi minnkað stórlega Kríuvarp á Snæfellsnesi hafa minnkað stórlega á rúmum áratug samkvæmt úttekt Náttúrustofu Vesturlands. Talið er að fæðuskortur við varpstöðvarnar árin 2004 til 2017 spili stórt hlutverk en sjófuglar hafi einnig komið illa út úr fuglaflensu á undanförnum árum. Innlent 1.7.2023 17:38 Páfagaukar geta nú hringt í vini sína Tekist hefur að kenna páfagaukum að hringja í aðra páfagauka. Þetta dregur úr einmanaleika páfagauka sem verja ævinni einir í búri. Erlent 1.7.2023 14:30 Vill nefna rostunginn Lalla Ágúst Kárason, hafnarvörður á Sauðárkróki, vill nefna rostung, sem flatmagar nú á höfninni, í höfuðið á fyrrverandi hafnarverði. Starfsmenn hafnarinnar eru þegar farnir að kalla rostunginn nafninu Lárus, eða Lalli. Innlent 30.6.2023 16:33 Rostungur flatmagar á Króknum: „Hann hefur bryggjuna út af fyrir sig alla helgina“ Stærðarinnar rostungur flatmagar nú á smábátabryggju á Sauðárkróki. Smábátaeigendur urðu varir við rostunginn í gærkvöldi og er búið að girða af svæðið. Innlent 30.6.2023 08:35 „Það er ekkert grín fyrir hundana að fá þetta“ Hundaeigandi sem missti einn hund sinn sem veiktist af svokölluðum hótelhósta og á tvo hunda til viðbótar sem eru veikir vill vara hundaeigendur við að fara með dýr sín á fjölfarin hundasvæði á meðan pestin gengur yfir. Hann segist hafa átt hunda í mörg ár en aldrei lent í slíkum veikindum líkt og nú. Innlent 30.6.2023 06:46 Gekk hreindýrunum í móðurstað Hreindýrin Mosi og Garpur vita ekkert betra en að fá hreindýramosa, salt og drekka vatn úr pela. Þau þekkja eiganda sinn í sjón sem hefur gengið þeim í móðurstað eftir að þeim var bjargað móðurlausum uppi á heiði. Innlent 29.6.2023 10:13 Ríkisfjölmiðill áminntur vegna myndskeiðs af kynlífi höfrunga Fjölmiðlaeftirlitsstofnun Nýja-Sjálands hefur veitt ríkisfjölmiðlinum TVNZ áminningu fyrir að heimila náttúrulífsþátt fyrir alla aldurshópa. Ákvörðunin var tekin eftir að einn áhorfandi kvartaði undan atriði sem sýndi mökun höfrunga. Erlent 29.6.2023 07:56 Dorrit fagnar hvalveiðibanninu og lýsir eigin reynslu af dýrunum Dorrit Moussaieff, fyrrverandi forsetafrú, er ánægð með ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur, matvælaráðherra, að stöðva hvalveiðar. Hún segir þó rétt að greiða hvalveiðimönnum bætur. Innlent 24.6.2023 17:31 Schäfer-ræktunar mæðgur reyna aftur að hnekkja úrskurði siðanefndar Mál mæðgnanna í Schäfer-hunda ræktuninni Gjósku gegn Hundaræktunarfélagi Íslands (HRFÍ) er enn á ný komið til héraðsdóms. Krefjast þær að úrskurði um fimmtán ára bann verði hnekkt. Innlent 22.6.2023 12:41 Æðarkolla ver hreiður sitt með goggi og klóm Æðarkolla í Fremri-Langey á Breiðafirði var ekki alvel á því að fara af hreiðri sínu þegar Snorri Pétur Eggertsson æðarbóndi vildi taka hjá henni dúninn í vikunni. Hann segir kollurnar hvektar á tófu og örnum sem hafi af þeim eggin og þessi hafi reynst einstaklega baráttuglöð. Innlent 21.6.2023 20:00 Lögmaður Stjörnugríss segir innanbúðarlýsingar ekki réttar Svín öskra og ærast í gasklefa hjá Stjörnugrís áður en þau taka síðasta andardráttinn samkvæmt innanbúðarupplýsingum hjá fyrirtækinu. Lögmaður Stjörnugríss segir lýsingarnar ekki réttar. Dýraverndunarsamband Íslands fer fram á að gasdeyfing svína verði bönnuð með lögum. Innlent 20.6.2023 13:21 Alþjóðleg samtök skora á ráðherra að stoppa bátana Dýraverndunarsamtökin Hard to Port og Whale and Dolphin Conservation hafa sent frá sér fréttatilkynningu þar sem þau kalla eftir því að stjórnvöld á Íslandi afturkalli heimild Hvals hf. til hvalveiða og komi í veg fyrir að bátar fyrirtækisins leggi úr höfn á morgun. Innlent 20.6.2023 10:28 « ‹ 10 11 12 13 14 15 16 17 18 … 68 ›
Fundu 21 geitungabú í vegg: „Við vorum grenjandi úr hlátri að halda tölunni“ Íbúi í Neskaupstað auglýsti nýverið eftir einhverjum sem gæti fjarlægt geitungbú af bílskúr hennar. Fráfluttur sonur Neskaupstaðar bauð fram þjónustu sína og fékk aðstoð frá dönskum mjólkurfræðingi. Saman fjarlægðu þeir minnst 21 geitingabú innan úr vegg bílskúrsins. Innlent 24.7.2023 15:24
Kona drepin af birni Grábjörn virðist hafa banað konu í Yellowstone þjóðgarðinum í Bandaríkjunum um helgina. Lík konunnar fannst á laugardaginn, nærri vinsælli gönguleið en atvikið er enn til rannsóknar. Erlent 24.7.2023 10:25
Stal brimbretti af barni og almennt með stæla Ágengur otur hefur verið til vandræða á Santa Cruz ströndinni í Kaliforníu í Bandaríkjunum. Oturinn stelur brimbrettum af fólki sem hann svo nagar sér til skemmtunar. Erlent 23.7.2023 22:40
Hnýðingskálfur í fylgd með háhyrningum Dýraverndunarsamtökin Orca Guardians Iceland, sem berjast fyrir verndun háhyrninga við Íslands strendur, birtu í gær mynd af hnýðingskálfi í för með háhyrningum. Virtist sem svo að háhyrningarnir hefðu tekið kálfinn í fóstur um stund. Innlent 23.7.2023 08:19
Varðskip Færeyinga eltu skip Watsons úr lögsögu Færeyja Færeyingum virðist hafa tekist að hrekja Paul Watson, stofnanda Sea Shepherd-samtakanna, burt frá Færeyjum þetta sumarið eftir að skip hans gerði tvær misheppnaðar tilraunir til að hindra grindhvalaveiðar Færeyinga. Erlent 21.7.2023 23:44
Ljónið sennilega svín Lögreglan í Berlín og Brandenburg er hætt að leita að ljóni í suðurhluta borgarinnar og úthverfum hennar. Líklegt þykir að ljón hafi ekki gengið laust heldur hafi hræddir íbúar séð stórt villisvín. Erlent 21.7.2023 11:44
Búfé gengið laust öldum saman og engin lög sett sem breyta því Bændasamtök Íslands hafa sent sveitarfélögum landsins bréf til að skýra sína afstöðu varðandi umræðuna um ágangsfé. Samtökin segja nýlega úrskurði og álit ekki breyta því að fé megi ganga laust. Innlent 21.7.2023 07:45
Hafa enn ekki fundið ljónið Lögreglan í Berlín og Brandenburg hefur enn ekki fundið ljónið sem talið er að gangi lausum hala í suðurhluta borgarinnar og úthverfum. Til stendur að auka viðbúnað og umfang leitarinnar í dag. Erlent 21.7.2023 07:44
Þriðjungur katta á eyjunni drepist vegna kórónuveiru Talið er að um 300 þúsund kettir á eyjunni Kýpur hafi drepist á liðnu ári vegna kórónuveiru. Þetta eru um þriðjungur því að heildarfjöldi katta var í kringum eina milljón. Erlent 20.7.2023 13:49
Ljón leikur lausum hala í Berlín Lögreglan Í Berlín hefur beðið íbúa í úthverfum borgarinnar um að halda sig heima eftir að stórt kattardýr, sem talið er vera ljónynja, sást á svæðinu í gærkvöldi. Þá eru gæludýraeigendur beðnir um að halda dýrum sínum innandyra. Erlent 20.7.2023 08:07
Fjórir slösuðust í árásarhrinu höfrunga Fjórir sundgarpar slösuðust í árás höfrunga í Japan. Þrátt fyrir að höfrungar séu almennt ekki árásargjarnir eiga þeir það til að ráðast á fólk sem stingur sér til sunds. Erlent 16.7.2023 23:39
Reyna að góma ágengan og þjófóttan otur Embættismenn í Kaliforníu vinna nú að því að handsama ágengan sæotur sem hefur verið að áreita fólk á brimbrettum og kajökum og jafnvel stolið brettum af fólki. Oturinn er fimm ára gamall og kvenkyns hefur hagað sér á ágengan hátt undan ströndum Santa Cruz. Erlent 14.7.2023 08:35
Eru góðar vinkonur en rífast líka eins og systur Eftir stutt veikindi er Litla Grá á batavegi og fer fljótt út í Klettsvík aftur með systur sinni. Þær una sér þó nokkuð vel á meðan í Mjaldrasafninu í Vestmanneyjum. Lífið 7.7.2023 20:00
Breytir hundum í listaverk Á snyrtistofu Gabriel Feitosa getur allt gerst. Bernedoodles hundar umbreytast í gíraffa og kjölturakkar líkjast Pokémon. Upphalningarnar kosta frá 500 til 1200 Bandaríkjadala. Hundasnyrtistofan er staðsett í San Diego en sjálfur er Gabriel ættaður frá Brasilíu. Stofuna opnaði hann árið 2018 og hefur tíu starfsmenn á sínum snærum sem snyrta að meðaltali tuttugu hunda á degi hverjum. Lífið 7.7.2023 16:23
„Ég held að hann sé með einhverja sýniþörf“ Rostungurinn sem gerði sig heimakæran í smábátahöfninni á Sauðárkróki á föstudaginn í síðustu viku er mættur aftur. Hann kom sér aftur fyrir á bryggjunni í morgun. Innlent 6.7.2023 11:33
Veiðitímabilið óhreyft þrátt fyrir tilmæli fagráðs Hreindýraveiðitímabilið verður óbreytt í ár að sögn Bjarna Jónassonar teymisstjóra hjá Umhverfisstofnun. Fagráð um velferð dýra vill seinka tímabilinu vegna velferðar hreindýrskálfa. Innlent 5.7.2023 21:02
Ekki ástæða til að vara íslenska hundaeigendur við Matvælastofnun sér ekki ástæðu til að vara hundaeigendur sérstaklega við smitandi hósta meðal hunda að óbreyttu. Ekki eru fleiri tilvik um smitaða hunda nú en áður. Langstærstur hluti hunda hér á landi er bólusettur gegn flestum veirum. Innlent 4.7.2023 06:46
Heimiliskötturinn gaf eigendur sína saman Bandaríska parið Amanda Terry og Steve Terry gekk í hjónaband fyrir skömmu en óhætt er að segja að athöfnin hafi farið fram með óvenjulegum hætti. Vígsluvotturinn var nefnilega heimiliskötturinn þeirra. Lífið 3.7.2023 20:01
Kríuvarp á Snæfellsnesi minnkað stórlega Kríuvarp á Snæfellsnesi hafa minnkað stórlega á rúmum áratug samkvæmt úttekt Náttúrustofu Vesturlands. Talið er að fæðuskortur við varpstöðvarnar árin 2004 til 2017 spili stórt hlutverk en sjófuglar hafi einnig komið illa út úr fuglaflensu á undanförnum árum. Innlent 1.7.2023 17:38
Páfagaukar geta nú hringt í vini sína Tekist hefur að kenna páfagaukum að hringja í aðra páfagauka. Þetta dregur úr einmanaleika páfagauka sem verja ævinni einir í búri. Erlent 1.7.2023 14:30
Vill nefna rostunginn Lalla Ágúst Kárason, hafnarvörður á Sauðárkróki, vill nefna rostung, sem flatmagar nú á höfninni, í höfuðið á fyrrverandi hafnarverði. Starfsmenn hafnarinnar eru þegar farnir að kalla rostunginn nafninu Lárus, eða Lalli. Innlent 30.6.2023 16:33
Rostungur flatmagar á Króknum: „Hann hefur bryggjuna út af fyrir sig alla helgina“ Stærðarinnar rostungur flatmagar nú á smábátabryggju á Sauðárkróki. Smábátaeigendur urðu varir við rostunginn í gærkvöldi og er búið að girða af svæðið. Innlent 30.6.2023 08:35
„Það er ekkert grín fyrir hundana að fá þetta“ Hundaeigandi sem missti einn hund sinn sem veiktist af svokölluðum hótelhósta og á tvo hunda til viðbótar sem eru veikir vill vara hundaeigendur við að fara með dýr sín á fjölfarin hundasvæði á meðan pestin gengur yfir. Hann segist hafa átt hunda í mörg ár en aldrei lent í slíkum veikindum líkt og nú. Innlent 30.6.2023 06:46
Gekk hreindýrunum í móðurstað Hreindýrin Mosi og Garpur vita ekkert betra en að fá hreindýramosa, salt og drekka vatn úr pela. Þau þekkja eiganda sinn í sjón sem hefur gengið þeim í móðurstað eftir að þeim var bjargað móðurlausum uppi á heiði. Innlent 29.6.2023 10:13
Ríkisfjölmiðill áminntur vegna myndskeiðs af kynlífi höfrunga Fjölmiðlaeftirlitsstofnun Nýja-Sjálands hefur veitt ríkisfjölmiðlinum TVNZ áminningu fyrir að heimila náttúrulífsþátt fyrir alla aldurshópa. Ákvörðunin var tekin eftir að einn áhorfandi kvartaði undan atriði sem sýndi mökun höfrunga. Erlent 29.6.2023 07:56
Dorrit fagnar hvalveiðibanninu og lýsir eigin reynslu af dýrunum Dorrit Moussaieff, fyrrverandi forsetafrú, er ánægð með ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur, matvælaráðherra, að stöðva hvalveiðar. Hún segir þó rétt að greiða hvalveiðimönnum bætur. Innlent 24.6.2023 17:31
Schäfer-ræktunar mæðgur reyna aftur að hnekkja úrskurði siðanefndar Mál mæðgnanna í Schäfer-hunda ræktuninni Gjósku gegn Hundaræktunarfélagi Íslands (HRFÍ) er enn á ný komið til héraðsdóms. Krefjast þær að úrskurði um fimmtán ára bann verði hnekkt. Innlent 22.6.2023 12:41
Æðarkolla ver hreiður sitt með goggi og klóm Æðarkolla í Fremri-Langey á Breiðafirði var ekki alvel á því að fara af hreiðri sínu þegar Snorri Pétur Eggertsson æðarbóndi vildi taka hjá henni dúninn í vikunni. Hann segir kollurnar hvektar á tófu og örnum sem hafi af þeim eggin og þessi hafi reynst einstaklega baráttuglöð. Innlent 21.6.2023 20:00
Lögmaður Stjörnugríss segir innanbúðarlýsingar ekki réttar Svín öskra og ærast í gasklefa hjá Stjörnugrís áður en þau taka síðasta andardráttinn samkvæmt innanbúðarupplýsingum hjá fyrirtækinu. Lögmaður Stjörnugríss segir lýsingarnar ekki réttar. Dýraverndunarsamband Íslands fer fram á að gasdeyfing svína verði bönnuð með lögum. Innlent 20.6.2023 13:21
Alþjóðleg samtök skora á ráðherra að stoppa bátana Dýraverndunarsamtökin Hard to Port og Whale and Dolphin Conservation hafa sent frá sér fréttatilkynningu þar sem þau kalla eftir því að stjórnvöld á Íslandi afturkalli heimild Hvals hf. til hvalveiða og komi í veg fyrir að bátar fyrirtækisins leggi úr höfn á morgun. Innlent 20.6.2023 10:28