Verða stundum pirraðar á hvor annarri í Vestmannaeyjum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 9. október 2023 20:31 Systrunum líður vel í Vestmannaeyjum en verða þó stunduð aðeins pirraðar á hvor annarri. Aðsend Mjaltrasysturnar Litla Hvít og Litla Grá í Vestmannaeyjum þurfa ekki að kvarta undan svengd því þær fá 60 kíló af fisk á hverjum degi. Þær eru orðnar 15 ára og leika við hvern sinn fingur í Vestmannaeyjum þó þær verði stundum pirraðar á hvor annarri. Það fer vel um Litlu Hvít og Litlu Grá á safninu í Vestmannaeyjum og það er alltaf mikill fjöldi ferðamanna, sem fer sérstaklega í safnið til að sjá þær. Vel er hugsað um þær af sérfræðingum til að gæta að vellíðan þeirra. En systrunum líður mjög vel á safninu en þær þurfa mikið að borða en hvor þeirra fær 30 kíló af fisk á hverjum einasta degi. Já, þær fá 60 kíló saman af fiski, aðallega síld, loðnu, kolmunna og makríl. „Þær eru bara voðalega kátar alltaf. Litla Grá var að glíma við smá magasár, sem olli því að við urðum að taka þær inn til okkar aftur. Hún er öll að koma til, hún er orðinn miklu frískari og þær eru bara voðalega kátar. Fólki finnst þær náttúrulega alveg ótrúlegar. Þær eru náttúrulega stórar og þær eru svo leikglaðar, það eru allir, sem falla fyrir þeim, allir, sem koma hingað,“ segir Þóra Gísladóttir, framkvæmdastjóri Sea Life Trust í Vestmannaeyjum. Systurnar fá samtal 60 kíló af fiski á dag til að éta.Aðsend Þóra segir systurnar vera táninga því þær séu ekki nema 15 ára gamlar en þær geti vel orðið 60 til 70 ára. En verða þær þá í Vestmannaeyjum þar til yfir lýkur? „Við reiknum með því. Það er náttúrlega þannig að þú getur aldrei sleppt dýrum, sem hafa verið í haldi lengi hjá mannfólki, það gengur bara ekki að sleppa þeim fyllilega aftur endilega en draumurinn væri auðvitað að geta leyft þeim að fara en það er kannski ekkert raunsær draumur en vonandi geta þær verið út í Klettsvík, sem mest,“ segir Þóra. En eru Litla Hvít og Lita Grá miklar vinkonur eða pirraðar á hvor annarri ? „Þær eru rosalega miklar vinkonur. Þær eiga erfitt þegar annarri líður illa og þannig en það kemur alveg upp á að þær verði svolítið pirraðar kannski eins og gerist hjá vinum eða systkinum. Þær eru aldar upp eins og systkini, það kemur alveg upp hjá þeim svona pirringur en þær eru fljótar að sættast,“ segir Þóra að lokum. Þóra Gísladóttir, sem er framkvæmdastjóri Sea Life Trust í Vestmannaeyjum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Vestmannaeyjar Mjaldrar í Eyjum Hvalir Dýr Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Fleiri fréttir Veðmálasíður „heillandi heimur“ fyrir börnin Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Sjá meira
Það fer vel um Litlu Hvít og Litlu Grá á safninu í Vestmannaeyjum og það er alltaf mikill fjöldi ferðamanna, sem fer sérstaklega í safnið til að sjá þær. Vel er hugsað um þær af sérfræðingum til að gæta að vellíðan þeirra. En systrunum líður mjög vel á safninu en þær þurfa mikið að borða en hvor þeirra fær 30 kíló af fisk á hverjum einasta degi. Já, þær fá 60 kíló saman af fiski, aðallega síld, loðnu, kolmunna og makríl. „Þær eru bara voðalega kátar alltaf. Litla Grá var að glíma við smá magasár, sem olli því að við urðum að taka þær inn til okkar aftur. Hún er öll að koma til, hún er orðinn miklu frískari og þær eru bara voðalega kátar. Fólki finnst þær náttúrulega alveg ótrúlegar. Þær eru náttúrulega stórar og þær eru svo leikglaðar, það eru allir, sem falla fyrir þeim, allir, sem koma hingað,“ segir Þóra Gísladóttir, framkvæmdastjóri Sea Life Trust í Vestmannaeyjum. Systurnar fá samtal 60 kíló af fiski á dag til að éta.Aðsend Þóra segir systurnar vera táninga því þær séu ekki nema 15 ára gamlar en þær geti vel orðið 60 til 70 ára. En verða þær þá í Vestmannaeyjum þar til yfir lýkur? „Við reiknum með því. Það er náttúrlega þannig að þú getur aldrei sleppt dýrum, sem hafa verið í haldi lengi hjá mannfólki, það gengur bara ekki að sleppa þeim fyllilega aftur endilega en draumurinn væri auðvitað að geta leyft þeim að fara en það er kannski ekkert raunsær draumur en vonandi geta þær verið út í Klettsvík, sem mest,“ segir Þóra. En eru Litla Hvít og Lita Grá miklar vinkonur eða pirraðar á hvor annarri ? „Þær eru rosalega miklar vinkonur. Þær eiga erfitt þegar annarri líður illa og þannig en það kemur alveg upp á að þær verði svolítið pirraðar kannski eins og gerist hjá vinum eða systkinum. Þær eru aldar upp eins og systkini, það kemur alveg upp hjá þeim svona pirringur en þær eru fljótar að sættast,“ segir Þóra að lokum. Þóra Gísladóttir, sem er framkvæmdastjóri Sea Life Trust í Vestmannaeyjum.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Vestmannaeyjar Mjaldrar í Eyjum Hvalir Dýr Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Fleiri fréttir Veðmálasíður „heillandi heimur“ fyrir börnin Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Sjá meira