„Gærdagurinn var bæði ljótur og fallegur“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 17. október 2023 12:34 Sigríður hefur deilt myndum frá leitinni á Facebook en hún segir öll hræin hafa verið með svipaða áverka. Sigríður Jónsdóttir „Gærdagurinn var bæði ljótur og fallegur,“ segir Sigríður Jónsdóttir, dóttir bændanna á Efra-Apavatni í Bláskógarbyggð, en í gær fór fram umfangsmikil leit að sauðfé bæjarins eftir að komið var að dýrbítum í fénu fyrir rúmri viku. „Í heildina eru þetta fjórtán skepnur sem eru dauðar, það er að segja sem við höfum fundið, en ég er handviss að við séum ekki búin að finna þær allar,“ segir Sigríður en stefnt er að því að halda leit áfram seinna í vikunni ef veður og aðstæður leyfa. Töluvert af fé bændanna á Efra-Apavatni er nú komið í hús en Sigríður segir ekki á það hættandi að hleypa því út á meðan óljóst er hvað verður með hundana sem taldir eru hafa farið í féð. Þeir eru af næsta bæ og búið að tilkynna málið til lögreglu og Matvælastofnunar en óvíst um framhaldið. Fyrir um það bil viku síðan komu Sigríður og aðrir að þar sem þrír hundanna voru að atast í fé og reyndust nokkrar rollur ýmist dauðar eða illa særðar. Þá var málið borið upp við eigendur hundana en svo virðist sem þeir hafi gengið lausir síðan, þar sem för sáust í snjónum í gær. „Þetta eru greinilega ný för og ég fann skepnur dauðar á stöðum þar sem ekki voru skepnur þegar ég var að smala á sunnudag og mánudag fyrir viku,“ segir Sigríður. „Það voru skepnur út í á og búið að króa þær af á litlum syllum út í á og allar voru með samskonar áverka,“ bætir hún við. Sigríður segir biðina eftir úrlausn erfiða en um sé að ræða bæði fjárhagslegt og tilfinningalegt tjón. Það sé ekki auðvelt að koma að skepnunum illa útleiknum. Hún segist hins vegar óendanlega þakklát öllum þeim sem lögðu lið við leitina í gær. Það séu enn að berast skilaboð um stuðning og aðstoð. „Þetta er algjörlega ómetanlegt og ég er ekki viss um að ég hafi náð að skila nægu þakklæti í gær frá mér og okkur,“ segir Sigríður. „Fólk tók sér frí í vinnu til að leita og aðstoða. Við höfum fundið þvílíkan stuðning frá samfélaginu og erum algjörlega orðlaus. Til allra þeirra sem hafa verið að senda skilaboð og bjóða hjálp... þetta er ómetanlegt.“ Dýr Dýraheilbrigði Bláskógabyggð Landbúnaður Tengdar fréttir „Þeir voru eiginlega búnir að éta það lifandi“ „Það hefur verið að heimtast ofboðslega illa í haust. Féð er ekki að láta sjá sig, það er ekki að koma heim og meira að segja þegar við höfum fundið fé þá hefur það flæmst í burtu.“ 16. október 2023 11:14 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
„Í heildina eru þetta fjórtán skepnur sem eru dauðar, það er að segja sem við höfum fundið, en ég er handviss að við séum ekki búin að finna þær allar,“ segir Sigríður en stefnt er að því að halda leit áfram seinna í vikunni ef veður og aðstæður leyfa. Töluvert af fé bændanna á Efra-Apavatni er nú komið í hús en Sigríður segir ekki á það hættandi að hleypa því út á meðan óljóst er hvað verður með hundana sem taldir eru hafa farið í féð. Þeir eru af næsta bæ og búið að tilkynna málið til lögreglu og Matvælastofnunar en óvíst um framhaldið. Fyrir um það bil viku síðan komu Sigríður og aðrir að þar sem þrír hundanna voru að atast í fé og reyndust nokkrar rollur ýmist dauðar eða illa særðar. Þá var málið borið upp við eigendur hundana en svo virðist sem þeir hafi gengið lausir síðan, þar sem för sáust í snjónum í gær. „Þetta eru greinilega ný för og ég fann skepnur dauðar á stöðum þar sem ekki voru skepnur þegar ég var að smala á sunnudag og mánudag fyrir viku,“ segir Sigríður. „Það voru skepnur út í á og búið að króa þær af á litlum syllum út í á og allar voru með samskonar áverka,“ bætir hún við. Sigríður segir biðina eftir úrlausn erfiða en um sé að ræða bæði fjárhagslegt og tilfinningalegt tjón. Það sé ekki auðvelt að koma að skepnunum illa útleiknum. Hún segist hins vegar óendanlega þakklát öllum þeim sem lögðu lið við leitina í gær. Það séu enn að berast skilaboð um stuðning og aðstoð. „Þetta er algjörlega ómetanlegt og ég er ekki viss um að ég hafi náð að skila nægu þakklæti í gær frá mér og okkur,“ segir Sigríður. „Fólk tók sér frí í vinnu til að leita og aðstoða. Við höfum fundið þvílíkan stuðning frá samfélaginu og erum algjörlega orðlaus. Til allra þeirra sem hafa verið að senda skilaboð og bjóða hjálp... þetta er ómetanlegt.“
Dýr Dýraheilbrigði Bláskógabyggð Landbúnaður Tengdar fréttir „Þeir voru eiginlega búnir að éta það lifandi“ „Það hefur verið að heimtast ofboðslega illa í haust. Féð er ekki að láta sjá sig, það er ekki að koma heim og meira að segja þegar við höfum fundið fé þá hefur það flæmst í burtu.“ 16. október 2023 11:14 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
„Þeir voru eiginlega búnir að éta það lifandi“ „Það hefur verið að heimtast ofboðslega illa í haust. Féð er ekki að láta sjá sig, það er ekki að koma heim og meira að segja þegar við höfum fundið fé þá hefur það flæmst í burtu.“ 16. október 2023 11:14