EM 2015 í Berlín

Fréttamynd

Mig hefur dreymt um þetta lengi

Ragnar Nathanaelsson var að vonum spenntur fyrir lokaundirbúningi íslenska landsliðsins í körfubolta fyrir Eurobasket en hann sagði að eldri leikmenn liðsins væru að halda yngri leikmönnum liðsins á jörðinni.

Körfubolti
Fréttamynd

Pavel meiddur í nára | EM í hættu

Pavel Ermonlinskij, leikstjórnandi íslenska karlalandsliðsins í körfubolta, er meiddur í nára og fer ekki með liðinu til Póllands þar sem það tekur þátt í æfingamóti.

Körfubolti
Fréttamynd

Annar sigur Íslands í Eistlandi

Ísland vann tíu stiga sigur, 86-76, á Filipseyjum á æfingarmóti í Eistlandi í dag, en þetta var annar sigur Íslands af þremur á mótinu. Ísland tapaði einungis fyrir heimamönnum á mótinu og lenda að öllum líkindum í öðru sæti á mótinu.

Körfubolti
Fréttamynd

Það mest spennandi í stöðunni

Hörður Axel Vilhjálmsson leikur í grísku úrvalsdeildinni í körfubolta í vetur. Þjálfarinn hefur lengi reynt að fá Hörð til liðs við sig sem segist vera spenntur fyrir því að leika í Grikklandi en einbeitir sér fyrst að EM.

Körfubolti
Fréttamynd

Jón Arnór: Ekki mín ákvörðun

Jón Arnór Stefánsson, körfuknattleiksmanni, var ekki boðinn áframhaldandi samningur hjá Unicaja Málaga á Spáni, en Jón Arnór lék þar á síðasta tímabili.

Körfubolti