Jákvætt að aðrir leikmenn stigu upp í fjarveru Jóns og Hauks Kristinn Páll Teitsson skrifar 24. ágúst 2015 06:00 Pedersen ræðir hér við leikmenn sína á dögunum. Vísir/Ernir Íslenska landsliðið í körfuknattleik lauk leik á æfingarmóti í Eistlandi um helgina en íslenska liðinu tókst að vinna tvo leiki eftir að hafa tapað fyrsta leiknum. Fylgdu þeir tapi gegn heimamönnum með sigrum gegn Hollandi og Filippseyjum þrátt fyrir að einn besti leikmaður liðsins, Jón Arnór Stefánsson, hefði ekkert tekið þátt í leikjunum vegna meiðsla. Craig Pedersen, þjálfari íslenska landsliðsins, var skiljanlega sáttur með mótið sem undirbúning en Ísland á fyrsta leik á Eurobasket gegn Þýskalandi eftir tæplega tvær vikur. „Ég er mjög ánægður með spilamennskuna á mótinu, flæðið í leik liðsins var mun betra heldur en í fyrstu tveimur æfingarleikjunum. Fyrir vikið vorum við að fá mikið af opnum skotum sem við þurfum að treysta á, sama hvort við séum að hitta úr þeim eða ekki þá þurfum við að fá þessi skot.“ Craig var ánægður með viðbrögð leikmanna sinna við tapinu í fyrsta leiknum en Ísland tapaði með 20 stigum gegn heimamönnum í fyrsta leik. „Það var mjög jákvætt að aðrir leikmenn stigu upp í fjarveru Jóns og Hauks í leikjunum gegn Hollandi og Filippseyjum. Mér fannst úrslitin gegn Eistlandi ekki gefa rétta mynd af leiknum vegna þess hversu illa við hittum af vítalíunni.Strákarnir eru hinsvegar allir að spila betur og betur með hverjum leik svo ég get ekki séð neitt neikvætt við þessa leiki.“Jón Arnór er heill heilsu Það munaði um að Jón Arnór Stefánsson, einn besti leikmaður liðsins, gæti ekki tekið þátt í leikjunum en hann hefur hvílt undanfarna fjóra leiki. „Hann gat alveg verið með okkur í seinustu tveimur leikjunum en við vildum leyfa honum að hvíla sig og að gefa öðrum leikmönnum tækifæri. Hann er hinsvegar heill heilsu og gæti leikið leik á morgun,“ sagði Craig sem hrósaði Jóni Arnóri. „Hann er svo reynslumikill og gáfaður körfuboltamaður að hann er að meðtaka allt sem við viljum gera á æfingunum. Hann skilur hvernig við viljum spila og ég á ekki von á öðru en að hann muni bara koma vel inn í þetta.“ Craig var ánægður með viðbrögð annarra leikmanna liðsins gegn Filippseyjum og Hollandi þrátt fyrir að hvorki Jón Arnór né Haukur Helgi Pálsson hafi verið með liðinu. „Það var frábært að vinna þessa leiki en fyrst og fremst tókst okkur það sem við lögðum upp með og það var að þróa leikinn okkar til hins betra. Strákarnir sýndu frábæran karakter með að ná í þessa tvo sigra gegn liðum sem innihéldu meðal annars leikmann úr NBA-deildinni.“Þurfum að passa upp á boltann Íslenska liðið er töluvert lágvaxnara en mótherjar þess á Eurobasket en Craig sagðist ekki hafa of miklar áhyggjur yfir því. „Það er það sem maður tekur strax eftir. Við vorum að taka fæst fráköst á mótinu en það var ekkert afgerandi. Þetta jafnast síðan út með töpuðum boltum en við komum vel út í því,“ sagði Craig sem fagnað því að leikmenn liðsins hefðu fengið að upplifa þetta. „Það er frábært að sýna að við getum unnið land eins og Holland um helgina. Þeir vita hvernig við viljum spila enda í þriðja sinn sem við mætumst en það var frábært að geta þrátt fyrir það strítt þeim í varnarleiknum.“ Craig tók undir að íslenska víkingablóðið myndi ekki gefast upp í frákastabaráttunni undir körfunni. „Ég var mjög hrifinn af viðhorfi strákanna, þeir munu berjast um alla bolta og gefa sig alla í þetta. Það er frábært að sjá þetta sem þjálfari.“ EM 2015 í Berlín Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Þurfti að fljúga heim í keppnisbúningnum Sport Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Fótbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Sjá meira
Íslenska landsliðið í körfuknattleik lauk leik á æfingarmóti í Eistlandi um helgina en íslenska liðinu tókst að vinna tvo leiki eftir að hafa tapað fyrsta leiknum. Fylgdu þeir tapi gegn heimamönnum með sigrum gegn Hollandi og Filippseyjum þrátt fyrir að einn besti leikmaður liðsins, Jón Arnór Stefánsson, hefði ekkert tekið þátt í leikjunum vegna meiðsla. Craig Pedersen, þjálfari íslenska landsliðsins, var skiljanlega sáttur með mótið sem undirbúning en Ísland á fyrsta leik á Eurobasket gegn Þýskalandi eftir tæplega tvær vikur. „Ég er mjög ánægður með spilamennskuna á mótinu, flæðið í leik liðsins var mun betra heldur en í fyrstu tveimur æfingarleikjunum. Fyrir vikið vorum við að fá mikið af opnum skotum sem við þurfum að treysta á, sama hvort við séum að hitta úr þeim eða ekki þá þurfum við að fá þessi skot.“ Craig var ánægður með viðbrögð leikmanna sinna við tapinu í fyrsta leiknum en Ísland tapaði með 20 stigum gegn heimamönnum í fyrsta leik. „Það var mjög jákvætt að aðrir leikmenn stigu upp í fjarveru Jóns og Hauks í leikjunum gegn Hollandi og Filippseyjum. Mér fannst úrslitin gegn Eistlandi ekki gefa rétta mynd af leiknum vegna þess hversu illa við hittum af vítalíunni.Strákarnir eru hinsvegar allir að spila betur og betur með hverjum leik svo ég get ekki séð neitt neikvætt við þessa leiki.“Jón Arnór er heill heilsu Það munaði um að Jón Arnór Stefánsson, einn besti leikmaður liðsins, gæti ekki tekið þátt í leikjunum en hann hefur hvílt undanfarna fjóra leiki. „Hann gat alveg verið með okkur í seinustu tveimur leikjunum en við vildum leyfa honum að hvíla sig og að gefa öðrum leikmönnum tækifæri. Hann er hinsvegar heill heilsu og gæti leikið leik á morgun,“ sagði Craig sem hrósaði Jóni Arnóri. „Hann er svo reynslumikill og gáfaður körfuboltamaður að hann er að meðtaka allt sem við viljum gera á æfingunum. Hann skilur hvernig við viljum spila og ég á ekki von á öðru en að hann muni bara koma vel inn í þetta.“ Craig var ánægður með viðbrögð annarra leikmanna liðsins gegn Filippseyjum og Hollandi þrátt fyrir að hvorki Jón Arnór né Haukur Helgi Pálsson hafi verið með liðinu. „Það var frábært að vinna þessa leiki en fyrst og fremst tókst okkur það sem við lögðum upp með og það var að þróa leikinn okkar til hins betra. Strákarnir sýndu frábæran karakter með að ná í þessa tvo sigra gegn liðum sem innihéldu meðal annars leikmann úr NBA-deildinni.“Þurfum að passa upp á boltann Íslenska liðið er töluvert lágvaxnara en mótherjar þess á Eurobasket en Craig sagðist ekki hafa of miklar áhyggjur yfir því. „Það er það sem maður tekur strax eftir. Við vorum að taka fæst fráköst á mótinu en það var ekkert afgerandi. Þetta jafnast síðan út með töpuðum boltum en við komum vel út í því,“ sagði Craig sem fagnað því að leikmenn liðsins hefðu fengið að upplifa þetta. „Það er frábært að sýna að við getum unnið land eins og Holland um helgina. Þeir vita hvernig við viljum spila enda í þriðja sinn sem við mætumst en það var frábært að geta þrátt fyrir það strítt þeim í varnarleiknum.“ Craig tók undir að íslenska víkingablóðið myndi ekki gefast upp í frákastabaráttunni undir körfunni. „Ég var mjög hrifinn af viðhorfi strákanna, þeir munu berjast um alla bolta og gefa sig alla í þetta. Það er frábært að sjá þetta sem þjálfari.“
EM 2015 í Berlín Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Þurfti að fljúga heim í keppnisbúningnum Sport Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Fótbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Sjá meira