Körfubolti

LeBron fær Barbie dúkku af sér

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hér má sjá nýju Barbie dúkkuna af LeBron James.
Hér má sjá nýju Barbie dúkkuna af LeBron James. Mattel

Bandaríski körfuboltamaðurinn LeBron James skrifar ekki aðeins nýja kafla í söguna í raunheimi því hann gerir það einnig í heimi Barbie dúkknanna.

Nú er hinn venjulegi Ken nefnilega kominn með samkeppni frá einum besta körfuboltamanni allra tíma.

LeBron er nefnilega fyrsti íþróttakarlinn til að fá gerða af sér Barbie dúkku.

LeBron James er stigahæsti NBA leikmaður sögunnar og er enn að skora 24,5 stig í leik í NBA þrátt fyirr að vera kominn á fimmtugaldurinn.

Mattel, framleiðandi Ken og Barvie, hefur nú sett Lebron dúkku á markað en körfuboltamaðurinn verður fyrsti “Kenbassador” fyrirtækisins.

Eins og sjá má hér fyrir neðan þá virðist LeBron sjálfur bara vera mjög sáttur með nýju dúkkuna af sér.

Dúkkan mun kosta 75 dollara hver og fer í sölu í Bandaríkjunum 23. apríl næstkomandi. 75 dollarar eru tæpar tíu þúsund íslenskar krónur.

Dúkkan á að sýna framlög Lebrons á mörgum sviðum, eins og inn á körfuboltavellinum, sem og sem rithöfundur, aðgerðasinni og mannvinur. Klæðaburður dúkkunnar á að sýna dæmi um fatastíl Lebrons.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×