Körfubolti

Haukur Helgi og Jón Arnór ekki með gegn Hollandi

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ísland tapaði fyrir Eistlandi í gær.
Ísland tapaði fyrir Eistlandi í gær. vísir/ernir
Íslenska karlalandsliðið í körfubolta leikur sinn annan leik á Toyota Four Nations Cup, æfingamóti í Eistlandi, í dag. Mótherji Íslands er Holland en þessi lið mættust í tveimur vináttuleikjum hér á landi í byrjun mánaðarins.

Ísland tapaði fyrir Eistlandi með 20 stigum, 85-65, í fyrsta leik sínum á mótinu í gær. Á morgun mætir íslenska liðið svo Filippseyjum.

Leikurinn í dag hefst klukkan 14:30 að íslenskum tíma en hægt verður að fylgjast með honum í beinni tölfræðilýsingu á vef eistneska körfuknattleikssambandsins.

Íslenska liðið er eins skipað og í leiknum gegn Eistlandi í gær fyrir utan að Sigurður Gunnar Þorsteinsson kemur inn í liðið fyrir Hauk Helga Pálsson sem fær leyfi í næstu tveimur leikjum. Haukur fer heim í dag til að vera viðstaddur brúðkaup föður síns.

Jón Arnór Stefánsson hvílir líkt og í gær vegna smávægilegra meiðsla.

Liðið gegn Hollandi:

3 Martin Hermannsson

4 Axel Kárason        

5 Ragnar Ágúst Nathanaelsson   

6 Jakob Örn Sigurðarson   

7 Sigurður Gunnar Þorsteinsson                       

8 Hlynur Bæringsson                              

10 Helgi Már Magnússon                           

13 Hörður Axel Vilhjálmsson              

14 Logi Gunnarsson                               

15 Pavel Ermolinskij              

29 Ægir Þór Steinarsson           

88 Brynjar Þór Björnsson    




Fleiri fréttir

Sjá meira


×