Körfubolti

Pavel meiddur í nára | EM í hættu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Óvíst er hvort Pavel geti leikið með Íslandi á EuroBasket í næsta mánuði.
Óvíst er hvort Pavel geti leikið með Íslandi á EuroBasket í næsta mánuði. vísir/ernir
Pavel Ermonlinskij, leikstjórnandi íslenska karlalandsliðsins í körfubolta, er meiddur í nára og fer ekki með liðinu til Póllands þar sem það tekur þátt í æfingamóti. Þetta kemur fram á vef RÚV.

Pavel fann fyrir meiðslunum í leik Íslands og Filippseyja á æfingamóti í Eistlandi á laugardaginn. Eftir skoðun hjá lækni var tekin ákvörðun um að hann færi ekki með til Póllands þar sem Ísland tekur þátt í fjögurra liða æfingamóti ásamt heimamönnum, Belgíu og Líbanon.

Óvíst er hvort Pavel, sem var valinn besti leikmaður Domino's deildarinnar í vor, verði búinn að ná sér þegar EM í körfubolta hefst 5. september.

Pavel spilaði í 22 mínútur í sigrinum á Filippseyjum, skoraði sex stig og tók sex fráköst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×