Körfubolti

Strákarnir komu með felguna heim

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Felgan tekur sig vel út á fundarborðinu.
Felgan tekur sig vel út á fundarborðinu. mynd/kristinn
Körfuboltalandsliðið fékk sérstakan verðlaunagrip í Eistlandi sem þurfti að hafa mikið fyrir að flytja heim.

Mótið sem landsliðið var á að spila á hét Toyota 4 Nations Cup. Verðlaunagripirnir voru því í anda styrktaraðilans - felgur fyrir Toyota-bíla.

Efstu þrjú liðin fengu öll felgur og strákarnir urðu því að taka sína með heim þar sem þeir urðu í öðru sæti mótsins.

Felgan er engin eftirlíking heldur alvöru felga sem vegur um 15 kíló. Henni var pakkað inn á flugvellinum og þurfti svo að greiða nokkra þúsundkalla aukalega til þess að koma henni með.

Felgan situr nú á fundarborðinu á skrifstofu KKÍ en verður fundinn staður á bikarahillu sambandsins.

„Þetta er sterk og traust hilla. Við treystum því að hún geti haldið þessari þungu felgu," segir Kristinn Geir Pálsson, íþróttafulltrúi KKÍ.

mynd/kristinn



Fleiri fréttir

Sjá meira


×