Körfubolti

EM-hópurinn klár | Brynjar, Sigurður Ágúst og Sigurður Gunnar sitja eftir

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Þessir tólf leikmenn skipa EM-hóp Íslands.
Þessir tólf leikmenn skipa EM-hóp Íslands. vísir/ernir
Íslenski landsliðshópurinn sem fer á EuroBasket 2015, Evrópukeppnina í körfubolta, var tilkynntur nú rétt í þessu í DHL-höll þeirra KR-inga.

Craig Pedersen, landsliðsþjálfari Íslands, valdi upphaflega 21 leikmann í æfingahóp en 15 leikmenn tóku þátt í síðustu fimm æfingaleikjum landsliðsins.

Pedersen hefur nú skorið niður um þrjá og eftir standa tólf leikmenn sem munu spila fyrir Íslands hönd á fyrsta stórmótinu sem íslenskt körfuboltalandslið kemst á.

Nafnarnir Sigurður Ágúst Þorvaldsson og Sigurður Gunnar Þorsteinsson ásamt Brynjari Þór Björnssyni urðu fyrir niðurskurðarhnífnum og verða að bíta í það súra epli að sitja eftir.

Íslenska liðið fer út til Póllands á morgun þar það tekur þátt í fjögurra landa æfingamóti ásamt heimamönnum, Belgíu og Líbanon. Þaðan fara strákarnir til Berlínar þar sem riðill Íslands verður leikinn.

Ísland er í B-riðli ásamt Þýskalandi, Ítalíu, Serbíu, Spáni og Tyrklandi. Íslensku strákarnir mæta Þýskalandi í fyrsta leik sínum laugardaginn 5. september.

Eftirtaldir leikmenn skipa EM-hóp Íslands:

3 Martin Hermannsson, bakvörður

4 Axel Kárason, framherji

5 Ragnar Ágúst Nathanaelsson, miðherji

6 Jakob Örn Sigurðarson, bakvörður

8 Hlynur Bæringsson, miðherji

9 Jón Arnór Stefánsson, bakvörður

10 Helgi Már Magnússon, framherji

13 Hörður Axel Vilhjálmsson, bakvörður

14 Logi Gunnarsson, bakvörður

15 Pavel Ermolinskij, bakvörður

24 Haukur Helgi Pálsson, framherji

29 Ægir Þór Steinarsson, bakvörður

Þjálfari: Craig Arni Pedersen

Aðstoðarþjálfarar: Arnar Guðjónsson og Finnur Freyr Stefánsson

Læknir: Björn Zoega

Sjúkraþjálfari: Jóhannes Marteinsson

Sjúkraþjálfari: Einar Pétur Jónsson

Styrktarþjálfari: Gunnar Einarsson

Styrktarþjálfari: Baldur Þór Ragnarsson

Leikgreining/myndbönd: Skúli I. Þórarinsson

FIBA dómari (Riga-D riðill): Sigmundur Már Herbertsson

Aðalfarstjóri: Páll Kolbeinsson

Fararstjóri: Eyjólfur Þór Guðlaugsson

Fjölmiðlafulltrúi: Kristinn Geir Pálsson

Einnig verða Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, og Guðbjörg Norðfjörð, varaformaður KKÍ, með hópnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×