Forsetakosningar 2012

Fréttamynd

Valdsvið forseta Íslands

Merkilegt er hvað forsetaefnin virðast líta valdheimildir embættisins ólíkum augum. Fræðimenn hafa sömuleiðis að undanförnu rætt út og suður um stjórnskipun landsins, svo allt í einu er orðin óvissa um sjálfan grundvöll ríkisvaldsins – sem tæpast kann góðri lukku að stýra. Ruglingurinn ræðst einkum af því hve óskýr stjórnarskráin okkar er um hlutverk forseta í stjórnskipuninni.

Skoðun
Fréttamynd

Hvernig standa frambjóðendurnir sig?

Kosningabaráttan um forsetaembættið er farin að harðna verulega og frambjóðendurnir sex bítast um fylgið. En hvað má lesa úr kosningabaráttu þeirra? Er rétt að hefja hana snemma eða er það rangt? Hvernig koma þeir fyrir? Ísland í dag leitaði svara hjá þaulreyndum almannatengli.

Innlent
Fréttamynd

Getur kona verið forseti?

Árið 1980 vakti kjör forseta á Íslandi heimsathygli. Vigdís Finnbogadóttir var vinsæll forseti landkynningar og menningar. Guðni Th. Jóhannesson segir frá þjóðhöfðingja á friðarstóli sem vildi forðast pólitísk átök. Stundum urðu þau þó ekki umflúin.

Innlent
Fréttamynd

Sýn Vigdísar á forsetaembættið

"Mér finnst það mjög mikilvægt, vegna þess að forsetinn er eign þjóðarinnar. Hann er eini fulltrúi þjóðarinnar sem þjóðin á öll hvernig sem á stendur eða hvernig sem hún hugsar þá er forsetinn hennar maður eða kona,“ segir Vigdís Finnbogadóttir, fyrrum forseti Íslands.

Innlent
Fréttamynd

Flestir vilja takmarka setu forseta

Rúm sextíu prósent þeirra sem tóku þátt í könnun Stöðvar 2 og Fréttablaðsins á dögunum telja að takmarka beri þann fjölda kjörtímabila sem forseti Íslands getur setið. Það kemur ekki á óvart að mest er andstaðan við slíkt á meðal stuðningsmanna Ólafs Ragnars Grímssonar.

Innlent
Fréttamynd

Ólafur Ragnar líklegastur að mati veðmálasíðu

Veðmálasíðan Betsson.com telur mestar líkur á því að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, verði endurkjörinn í forsetakosningunum sem fara fram 30. júní næstkomandi. Ólafur Ragnar er með stuðulinn 1,2 á meðan Þóra Arnórsdóttir, sem er talin næstlíklegust til að hreppa embættið, fær stuðulinn 3,6.

Innlent
Fréttamynd

Dóttir Þóru þyngst um kíló í kosningabaráttunni

"Hún er fjögurra vikna í dag og það hefur gengið ótrúlega vel,“ sagði Þóra Arnórsdóttir forsetaframbjóðandi, þegar hún var spurð í Reykjavík síðdegis í dag hvernig það gengi að standa í kosningabaráttu með kornabarn í fanginu.

Innlent
Fréttamynd

Ólafur Ragnar með afgerandi forystu

Ólafur Ragnar Grímsson hefur tvöfalt meira fylgi en Þóra Arnórsdóttir í nýjustu skoðanakönnun Stöðvar 2 og Fréttablaðsins. Þóra toppaði of snemma, segir stjórnmálafræðingur.

Innlent
Fréttamynd

Þörf á skýrari stefnu – fyrsti þáttur – leiða þjóðina saman!

Eftir viðtal við mig í morgunútvarpi á Rás2 fyrir nokkru, voru fræðingar fengnir til að rýna í viðtalið. Fram komu nokkrar athugasemdir við framsögu mína og önnur góð gagnrýni. Gagnrýni tel ég af hinu góða því gagnrýni gefur okkur færi á því að sjá og skilja eigin orð og gjörðir í nýju ljósi og þannig öðlast ríkari skilning á eigin hegðun, málflutningi og framkomu. Þakka ég fyrir þau orð sem féllu í minn garð og geri ég nú tilraun til þess að skýra stefnu mína – því nefnt var að ég gæti verið mun skýrari. Fyrst vil ég ræða það hvernig forseti getur og á að stuðla að sátt í samfélaginu.

Skoðun
Fréttamynd

Þóra heillaðist af krafti Grindavíkur

Þóra Arnórsdóttir forsetaframbjóðandi hélt framboðsfund á Sjómannastofunni Vör í Grindavík á dögunum. Á framboðsfundinum var Þóru gefið orkerað hálsmen, eftir listakonuna Toggu, en hálsmenið ber nafnið Brynja.

Innlent
Fréttamynd

Handbremsa þjóðarskrjóðsins

Íslenski þjóðarskrjóðurinn er í slæmu ásigkomulagi. Eftir hraðakstur á hálum vegi og margar veltur utan vegar fyrir nokkrum árum er ýmislegt brotið og bramlað, margir ferðalangar hafa tapað eigum sínum og sumir jafnvel farnir frá borði í leit að betra farartæki. Hópurinn er í uppnámi, margir sárir og hart er deilt um hvort slysið hafi orðið vegna hraðaksturs og aðgæsluleysi bílstjórans, skyndilegrar hindrunar á veginum eða hávaðans og ólátanna í ríku strákunum.

Skoðun
Fréttamynd

Tími poxins er liðinn

Michael Jordan verður fimmtugur á næsta ári. Það þýðir bara eitt, við sem ólumst upp á tímum körfuboltamynda og pox-keppna, erum orðin fullorðin. Og ekki bara við, heldur líka þið sem slituð barnsskónum við Teletubbies hlátur, þið eruð líka orðin fullorðin.

Skoðun
Fréttamynd

Enn um vald forseta

Mikil hreyfing er nú meðal manna að gefa forseta Íslands heimild til þess að neita að undirrita lög frá Alþingi og gera hann þannig pólitískan. Þetta gera menn þvert gegn þeim skilningi á stjórnarskránni, sem verið hefur í gildi frá lýðveldisstofnun, að forseti sé, þrátt fyrir mikil formleg völd, efnislega með öllu valdalaus og ábyrgðarlaus á öllum stjórnarathöfnum. Sú túlkun byggir á skýrum og óumdeilanlegum ákvæðum stjórnarskrárinnar, eins og sýnt hefur verið fram á hér í blaðinu. Ekki verður þess vart að stuðningsmenn pólitísks forseta ætli sér að breyta stjórnarskránni með þeim hætti sem lögboðinn er, heldur eiga yfirlýsingar og endurtekningar í fjölmiðlum að duga og forseti að hrifsa völdin sjálfur í kjölfarið, eftir því sem hann telur henta.

Skoðun
Fréttamynd

I save

Sagan sýnir að pólitískur og efnahagslegur óstöðugleiki eða stjórnarbyltingar ala gjarnan af sér nýja öfluga pólitíska leiðtoga sem taka að sér að leiða þjóðir út úr aðsteðjandi vanda. Að vísu er upp og ofan hvort sú leiðsögn hefur reynst farsæl, því oftar en ekki hefur bjargvætturinn reynst vera loddari og lýðskrumari. Saga tuttugustu aldar geymir marga slíka.

Skoðun
Fréttamynd

Kosið um málefni eða traust?

Nú er sá tími þegar frambjóðendur kynna sig og ræða við kjósendur um helstu áherslur sínar í aðdraganda forsetakosninga. Í samtölum við fólk hef ég orðið var við að sumum finnast áherslurnar óljósar, menn treysti svo sem alveg þessu fólki, en stefnumálin séu bara ekki nógu skýr. En hvers konar stefnumál er tekist á um í kosningum sem þessum?

Skoðun
Fréttamynd

Kjósum með hjartanu

Mikið hefur verið um það að fólk ætli sér að kjósa Ólaf Ragnar eða Þóru til þess eins að tryggja það að hinn komist ekki í stól forseta. Þessi hugsun hefur gert það að verkum að aðrir frambjóðendur fá ekkert fylgi því fólk sér það ekki sem raunhæfan kost.

Skoðun
Fréttamynd

Herdís, einmitt

Það er mikilvægt að í embætti forseta Íslands veljist manneskja sem er traust og heiðarleg. Manneskja sem leiðir þjóðina frá siðleysi, vantrausti og vonbrigðum hrunsins. Manneskja sem byggir lífssýn sína og vinnu á þeim grundvallar gildum sem nú og alltaf eru okkur svo gríðarlega mikilvæg. Mannréttindum og lýðræði. Þessar grunnstoðir þarf stöðugt að styðja og styrkja.

Skoðun
Fréttamynd

Þóra: Forseta má ekki þykja vænt um völd

Þóra Arnórsdóttir forsetaframbjóðandi telur ekki heppilegt að forseti sé manneskja sem þykir vænt um völd. Valdsvið embættisins hafi haldist óbreytt frá stofnun lýðveldisins og að ekki sé þörf á breytingum.

Innlent
Fréttamynd

Farsælasti forsetinn

Kristjáni Eldjárn tókst hvort tveggja, að láta til sín taka á hinu pólitíska sviði þegar nauðsyn krafði en vera um leið sameiningartákn sem langflestir kunnu að meta. Guðni Th. Jóhannesson fjallar um farsælasta forseta lýðveldisins.

Innlent
Fréttamynd

Við viljum nýjan forseta!

Þann 30. júní nk. kjósa landsmenn sér forseta til næstu fjögurra ára. Forsetakosningar snúast um það hvaða frambjóðanda kjósendur telja vænlegastan, út frá áherslum og persónueinkennum, til að sinna skyldum forsetaembættisins svo sómi sé af. Forsetakosningar verða hins vegar að vera hafnar yfir pólitíska flokkadrætti og eiga því ekki að snúast um ágreiningsmál á hinu pólitíska sviði, mál sem vissulega eru umræðunnar virði en eru ekki á forræði forsetaembættisins. Til að undirstrika þetta má geta þess að við sem skrifum þessa grein höfum mjög ólíkar skoðanir á stjórnmálum, en það truflar okkur ekki við að standa saman að þessari grein.

Skoðun
Fréttamynd

Forsetaefnin skýra áherslur sínar

Forsetaframbjóðendurnir skýrðu afstöðu sína til fjögurra málefna sem varða hlutverk forseta í Fréttablaðinu í dag. Fram komu m.a. skoðanir frambjóðenda á siðareglum, málskotsréttinum og tengslum forseta við viðskiptalífið.

Innlent
Fréttamynd

Forsetaefnin fjalla um stór pólitísk málefni

Forsetaefnin lýstu skoðun sinni á því hvort forseti ætti að taka afstöðu til stórra pólitískra mála í Fréttablaðinu í dag. Spurt var: Á forseti að lýsa yfir afstöðu sinni til stórra pólitískra deilumála á borð við umsókn um aðild að Evrópusambandinu?

Innlent
Fréttamynd

Forsetaefnin fjalla um utanríkisstefnu forseta

Forsetaefnin fjölluðu um hlutverk forseta á alþjóðavettvangi í Fréttablaðinu í dag. Spurt var: Á forseti markvisst að lýsa eigin sjónarmiðum á alþjóðavettvangi, jafnvel þótt þau gangi gegn stefnu sitjandi ríkisstjórnar?

Innlent
Fréttamynd

Forsetaefnin fjalla um málskotsréttinn

Forsetaefnin lýstu skoðunum sínum á málskotsréttinn í 26. gr. stjórnarskrárinnar í Fréttablaðinu í dag. Spurt var: Hver er afstaða þín til beitingar málskotsréttar forseta samkvæmt 26. grein stjórnarskrárinnar?

Innlent
Fréttamynd

Forsetaefnin fjalla um siðareglur forseta

Forsetaefnin skýrðu áherslur sínar varðandi siðareglur forseta og tengsl hans við viðskiptalífið í Fréttablaðinu í dag. Spurt var: Finnst þér að setja eigi siðareglur um samskipti forseta við viðskiptalífið? Hvernig á forsetinn að beita sér í þágu einstakra fyrirtækja og atvinnugreina?

Innlent
Fréttamynd

Stuðningsgrein: Við getum brotið blað í sögunni.

Í umræðunni að undanförnu um forsetaembættið hefur ómaklega verið vegið að fjölskylduaðstæðum eins frambjóðandans. Viðlíka raddir heyrðust einnig í forsetakosningunum árið 1980. Í báðum tilfellum beindist gagnrýnin að kvenkynsframbjóðendum og hvernig þær hyggðust takast á við skyldur forseta, Vigdís Finnbogadóttir sem einstæð móðir og Þóra Arnórsdóttir sem margra barna móðir. Nú er það ekki svo að frambjóðendur hafi alltaf verið með maka sér við hlið eða barnlausir. Engu að síður virðast órtrúlega margir vera þeirrar skoðunar að kona sem á þrjú ung börn hljóti að eiga í erfiðleikum með að sinna forsetaembættinu.

Skoðun
Fréttamynd

Segir Ólaf Ragnar hafa styrkt stöðu sína enn frekar eftir þáttinn í gær

Stefanía Óskarsdóttir, stjórnmálafræðingur, telur að Ólafur Ragnar Grímsson hafi aðeins styrkt stöðu sína eftir umræðuþátt með forsetaframbjóðendum í gærkvöldi. Þóra Arnórsdóttir hefur hins vegar saxað á forskot Ólafs Ragnars samkvæmt nýrri könnun og munurinn á milli þeirra er nú sjö prósentustig.

Innlent
Fréttamynd

Í kosningamánuði

Við erum nokkrir sem vinnum að því saman með hægð og lagni að Ólafur Ragnar Grímsson verði tilnefndur til friðarverðlauna Nóbels fyrstur Íslendinga. Að sjálfsögðu skortir okkur kennivald, en erum bjartsýnir, treystum því að þegar nær dregur hafi forsetahjónin þá sem endranær nógan mannskap erlendis (lobbýista) til þessa verkefnis sem annarra hluta í framdráttarskyni, allt frá kokkaþáttum í sjónvarpi upp í Davos-ráðstefnur hákapítalistanna. Við í hópnum gerum því skóna að tilnefningin gleðji ekki sízt nánustu trúnaðarvini forsetans í Hinu íslenzka fræðafélagi hrunsins, til að mynda ritstjóra Morgunblaðsins.

Skoðun