Handbremsa þjóðarskrjóðsins Þóroddur Bjarnason skrifar 13. júní 2012 16:00 Íslenski þjóðarskrjóðurinn er í slæmu ásigkomulagi. Eftir hraðakstur á hálum vegi og margar veltur utan vegar fyrir nokkrum árum er ýmislegt brotið og bramlað, margir ferðalangar hafa tapað eigum sínum og sumir jafnvel farnir frá borði í leit að betra farartæki. Hópurinn er í uppnámi, margir sárir og hart er deilt um hvort slysið hafi orðið vegna hraðaksturs og aðgæsluleysi bílstjórans, skyndilegrar hindrunar á veginum eða hávaðans og ólátanna í ríku strákunum. Ýmsum þykir bílstjórinn sem tók við eftir slysið standa sig illa við að koma skrjóðnum aftur á beina braut, viðgerðir ganga alltof hægt, eldsneyti vera af skornum skammti og jafnvel eru uppi efasemdir um að rétt eldsneyti hafi verið sett á bílinn. Þótt ferðalangarnir geti valið sér nýjan bílstjóra eftir skamma stund ríkir almennt vantraust á bílstjórum yfirleitt og ekki bætir úr skák hvernig aðrir tilvonandi bílstjórar veltast æpandi og skrækjandi á gólfinu. Leiðsögumaðurinn átti að hlusta á raddir ferðalanganna og vera í stöðugu sambandi við bílstjórann, efla samhug og samstöðu um hvert skuli halda en um leið hvetja ferðalangana til að njóta samvistanna og útsýnisins. Þegar ósköpin dundu yfir var leiðsögumaðurinn að spila á gítar fyrir ríku strákana sem drukku konjak af gullstút aftast í bílnum en nú er hann kominn úrillur frammí til bílstjórans, eflaust með slæmt samviskubit. Leiðsögumaðurinn efast um talstöðvarsamband bílstjórans við annarra þjóða farartæki og hrópar því sína eigin stefnu í gjallarhorn. Hann hnakkrífst við bílstjórann um hvort taka eigi þessa beygjuna eða hina, hótar að kippa í stýrið og heldur þéttingsfast um handbremsuna sem hann telur að megi nota til að stýra skjóðnum rétta leið með farsælum handbremsubeygjum. Hann telur voðann blasa við þjóðarskrjóðnum ef hann hverfi af vettvangi og láti nýjum kynslóðum eftir að móta farsælli samskipti ferðalanga, leiðsögumanns og bílstjóra til framtíðar. Komandi forsetakosningar snúast hvorki um ábyrgð leiðsögumannsins sem veislustjóra útrásarinnar né viðbrögð hans við efnahagshruni og pólitískri upplausn haustið 2008. Þær snúast heldur ekki um þá kosti sem þjóðin stóð frammi fyrir varðandi Icesave né heldur kosti og galla Evrópusambandsins. Því síður snúast þær um það hvað leiðsögumaðurinn Sveinn Björnsson sagði eða sagði ekki við bílstjórann Ólaf Thors fyrir sextíu og tveimur árum. Komandi forsetakosningar snúast um það hvort við viljum forseta sem leitast við að efla samstöðu þjóðarinnar um sameiginleg markmið, eða sem tekur þátt í pólitískri baráttu um ólíkar leiðir að þeim markmiðum. Þær snúast um það hvort við viljum forseta sem leitast við að efla skynsamlega samræðu stjórnmálaleiðtoga og þjóðarinnar eða sem ólmur vill egna saman hinu kjörna alþingi og alþingi götunnar. Þær snúast um það hvort við viljum forseta sem tekur ábyrgð á hlutverki sínu sem umboðsmaður þjóðarinnar gagnvart ríkisvaldinu og umgengst það af varfærni og virðingu eða lítur á það hlutverk sem tækifæri til persónlegrar valdabaráttu við þá ríkisstjórn sem situr í umboði þjóðkjörins þings hverju sinni. Í mínum huga er enginn vafi á því að Þóra Arnórsdóttir hefur alla burði til þess að verða sá leiðsögumaður sem getur stappað stálinu í þjóðina og stuðlað að upplýstri og jákvæðri umræðu um sameiginleg markmið okkar allra. Það er nóg komið af heifúðugri og andstyggilegri umræðuhefð eftirhrunsáranna og tími kominn til að nýr forseti leiti sátta meðal þjóðar og þings, ekki síst nú þegar fáeinir mánuðir eru til næstu þingkosninga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Mest lesið 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Skoðun Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Sjá meira
Íslenski þjóðarskrjóðurinn er í slæmu ásigkomulagi. Eftir hraðakstur á hálum vegi og margar veltur utan vegar fyrir nokkrum árum er ýmislegt brotið og bramlað, margir ferðalangar hafa tapað eigum sínum og sumir jafnvel farnir frá borði í leit að betra farartæki. Hópurinn er í uppnámi, margir sárir og hart er deilt um hvort slysið hafi orðið vegna hraðaksturs og aðgæsluleysi bílstjórans, skyndilegrar hindrunar á veginum eða hávaðans og ólátanna í ríku strákunum. Ýmsum þykir bílstjórinn sem tók við eftir slysið standa sig illa við að koma skrjóðnum aftur á beina braut, viðgerðir ganga alltof hægt, eldsneyti vera af skornum skammti og jafnvel eru uppi efasemdir um að rétt eldsneyti hafi verið sett á bílinn. Þótt ferðalangarnir geti valið sér nýjan bílstjóra eftir skamma stund ríkir almennt vantraust á bílstjórum yfirleitt og ekki bætir úr skák hvernig aðrir tilvonandi bílstjórar veltast æpandi og skrækjandi á gólfinu. Leiðsögumaðurinn átti að hlusta á raddir ferðalanganna og vera í stöðugu sambandi við bílstjórann, efla samhug og samstöðu um hvert skuli halda en um leið hvetja ferðalangana til að njóta samvistanna og útsýnisins. Þegar ósköpin dundu yfir var leiðsögumaðurinn að spila á gítar fyrir ríku strákana sem drukku konjak af gullstút aftast í bílnum en nú er hann kominn úrillur frammí til bílstjórans, eflaust með slæmt samviskubit. Leiðsögumaðurinn efast um talstöðvarsamband bílstjórans við annarra þjóða farartæki og hrópar því sína eigin stefnu í gjallarhorn. Hann hnakkrífst við bílstjórann um hvort taka eigi þessa beygjuna eða hina, hótar að kippa í stýrið og heldur þéttingsfast um handbremsuna sem hann telur að megi nota til að stýra skjóðnum rétta leið með farsælum handbremsubeygjum. Hann telur voðann blasa við þjóðarskrjóðnum ef hann hverfi af vettvangi og láti nýjum kynslóðum eftir að móta farsælli samskipti ferðalanga, leiðsögumanns og bílstjóra til framtíðar. Komandi forsetakosningar snúast hvorki um ábyrgð leiðsögumannsins sem veislustjóra útrásarinnar né viðbrögð hans við efnahagshruni og pólitískri upplausn haustið 2008. Þær snúast heldur ekki um þá kosti sem þjóðin stóð frammi fyrir varðandi Icesave né heldur kosti og galla Evrópusambandsins. Því síður snúast þær um það hvað leiðsögumaðurinn Sveinn Björnsson sagði eða sagði ekki við bílstjórann Ólaf Thors fyrir sextíu og tveimur árum. Komandi forsetakosningar snúast um það hvort við viljum forseta sem leitast við að efla samstöðu þjóðarinnar um sameiginleg markmið, eða sem tekur þátt í pólitískri baráttu um ólíkar leiðir að þeim markmiðum. Þær snúast um það hvort við viljum forseta sem leitast við að efla skynsamlega samræðu stjórnmálaleiðtoga og þjóðarinnar eða sem ólmur vill egna saman hinu kjörna alþingi og alþingi götunnar. Þær snúast um það hvort við viljum forseta sem tekur ábyrgð á hlutverki sínu sem umboðsmaður þjóðarinnar gagnvart ríkisvaldinu og umgengst það af varfærni og virðingu eða lítur á það hlutverk sem tækifæri til persónlegrar valdabaráttu við þá ríkisstjórn sem situr í umboði þjóðkjörins þings hverju sinni. Í mínum huga er enginn vafi á því að Þóra Arnórsdóttir hefur alla burði til þess að verða sá leiðsögumaður sem getur stappað stálinu í þjóðina og stuðlað að upplýstri og jákvæðri umræðu um sameiginleg markmið okkar allra. Það er nóg komið af heifúðugri og andstyggilegri umræðuhefð eftirhrunsáranna og tími kominn til að nýr forseti leiti sátta meðal þjóðar og þings, ekki síst nú þegar fáeinir mánuðir eru til næstu þingkosninga.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar