Innlent

Forsetaefnin skýra áherslur sínar

BBI skrifar
Forsetaframbjóðendurnir skýrðu afstöðu sína til fjögurra málefna sem varða hlutverk forseta í Fréttablaðinu í dag. Fram komu m.a. skoðanir frambjóðenda á siðareglum, málskotsréttinum og tengslum forseta við viðskiptalífið.

Fyrst var spurt: Finnst þér að setja eigi siðareglur um samskipti forseta við viðskiptalífið? Hvernig á forsetinn að beita sér í þágu einstakra fyrirtækja og atvinnugreina? Hér má sjá svör frambjóðenda við þessu.

Þá var spurt: Hver er afstaða þín til beitingar málskotsréttar forseta samkvæmt 26. gr. stjórnarskrárinnar? Hér má sjá svörin við því.

Í þriðja lagi var spurt: Á forseti markvisst að lýsa eigin sjónarmiðum á alþjóðavettvangi, jafnvel þó þau gangi gegn stefnu sitjandi ríkisstjórnar? Svörin við því.

Loks var spurt: Á forseti að lýsa yfir afstöðu sinni til stórra pólitískra deilumála á borð við umsókn um aðild að Evrópusambandinu? Svörin við því.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×