Þóra heillaðist af krafti Grindavíkur 14. júní 2012 03:00 Þóra Arnórsdóttir heilsaði upp á yngstu kynslóð Grindvíkinga, sem beið í röð eftir að fá að heilsa forsetaframbjóðandanum. Fréttablaðið/Anton Þóra Arnórsdóttir forsetaframbjóðandi hélt framboðsfund á Sjómannastofunni Vör í Grindavík á dögunum. Á framboðsfundinum var Þóru gefið orkerað hálsmen, eftir listakonuna Toggu, en hálsmenið ber nafnið Brynja. „Það er nú einnmitt í svona baráttu sem maður þarf stundum á brynju að halda," sagði Þóra þegar hún tók við gripnum. Þóra sagðist heilluð af Grindavík, en fyrir fundinn höfðu stuðningsmenn Þóru farið með hana í kynningarferð um plássið. „Það er greinilegt að hér er rífandi uppgangur og vonandi eitthvað sem mun smitast víðar um landið, það er að segja þessi jákvæðni og kraftur sem maður finnur fyrir," sagði Þóra. Þóra sagði álíka þankagang þurfa í meiri mæli í íslenskt samfélag. „Við megum ekki gleyma okkur of mikið í því sem hefur verið gert eða ekki gert síðustu árin, því við erum að kjósa forseta fyrir þau fjögur næstu. Við verðum að horfa fram á við." Þóra kynnti einnig hugmyndir sínar um forsetaembættið, en hún sagðist hafa íhaldssamari og hefðbundnari sýn á forsetaembættið en margir. „Mér finnst það vera hans helsta hlutverk að vera sameiningarafl inn á við, að vera ópólitískur og taka ekki þátt í hinum daglegu pólitísku þrætum. Forsetinn á þó að vera í góðum tengslum við stjórnmálamenn og láta þá alla njóta sannmælis, sama hvar í flokki þeir standa." Þóra svaraði einnig gagnrýni sem hún hefur fundið fyrir. „Fólk er mikið að velta fyrir sér þessari litlu þarna í barnabílstólnum, hvort ég ætli að vera í fæðingarorlofi fram að áramótum, eða fram að næstum kosningum en svo er ekki," sagði Þóra og benti á nýfædda dóttur sína sem lá í barnabílstól hjá föður sínum. „Sá sem býður sig fram til embættis forseta Íslands tekur við því á tilsettum tíma eða 1. ágúst." katrin@frettabladid.is Forsetakosningar 2012 Fréttir Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira
Þóra Arnórsdóttir forsetaframbjóðandi hélt framboðsfund á Sjómannastofunni Vör í Grindavík á dögunum. Á framboðsfundinum var Þóru gefið orkerað hálsmen, eftir listakonuna Toggu, en hálsmenið ber nafnið Brynja. „Það er nú einnmitt í svona baráttu sem maður þarf stundum á brynju að halda," sagði Þóra þegar hún tók við gripnum. Þóra sagðist heilluð af Grindavík, en fyrir fundinn höfðu stuðningsmenn Þóru farið með hana í kynningarferð um plássið. „Það er greinilegt að hér er rífandi uppgangur og vonandi eitthvað sem mun smitast víðar um landið, það er að segja þessi jákvæðni og kraftur sem maður finnur fyrir," sagði Þóra. Þóra sagði álíka þankagang þurfa í meiri mæli í íslenskt samfélag. „Við megum ekki gleyma okkur of mikið í því sem hefur verið gert eða ekki gert síðustu árin, því við erum að kjósa forseta fyrir þau fjögur næstu. Við verðum að horfa fram á við." Þóra kynnti einnig hugmyndir sínar um forsetaembættið, en hún sagðist hafa íhaldssamari og hefðbundnari sýn á forsetaembættið en margir. „Mér finnst það vera hans helsta hlutverk að vera sameiningarafl inn á við, að vera ópólitískur og taka ekki þátt í hinum daglegu pólitísku þrætum. Forsetinn á þó að vera í góðum tengslum við stjórnmálamenn og láta þá alla njóta sannmælis, sama hvar í flokki þeir standa." Þóra svaraði einnig gagnrýni sem hún hefur fundið fyrir. „Fólk er mikið að velta fyrir sér þessari litlu þarna í barnabílstólnum, hvort ég ætli að vera í fæðingarorlofi fram að áramótum, eða fram að næstum kosningum en svo er ekki," sagði Þóra og benti á nýfædda dóttur sína sem lá í barnabílstól hjá föður sínum. „Sá sem býður sig fram til embættis forseta Íslands tekur við því á tilsettum tíma eða 1. ágúst." katrin@frettabladid.is
Forsetakosningar 2012 Fréttir Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira