Kjósum með hjartanu Natan Kolbeinsson skrifar 12. júní 2012 14:25 Mikið hefur verið um það að fólk ætli sér að kjósa Ólaf Ragnar eða Þóru til þess eins að tryggja það að hinn komist ekki í stól forseta. Þessi hugsun hefur gert það að verkum að aðrir frambjóðendur fá ekkert fylgi því fólk sér það ekki sem raunhæfan kost. Þegar ég segi fólk að ég ætli mér að kjósa Herdísi til forseta heyrir ég oftast "viltu í alvöru fá Þóru/Ólaf sem forseta?". Það er rangt af okkur að vilja ekki kjósa frambjóðendur því ótti okkar við annan frambjóðanda er svo mikil að við sjáum okkur svíkja hugmyndafræði okkar og sannfæringu fyrir það eitt að vilja ekki fá eitthvern kjörinn. Það er andlýðræðislegt af okkur að vilja ekki fylgja því sem við trúum og við eigum ekki að láta þennan ótta stýra því hvern við kjósum. Við búum við slæmt kosningakerfi og verðum að lifa með það í þessum kosningum. Betri kostur væri að hafa hér eins og þekkist í Frakklandi tveggja umferða kerfi. Frakkar eiga máltæki sem lýsir því mjög afhverju tveggja umferða kerfi er betra, „Í fyrstu umferð á að kjósa með hjartanu en í þeirri annari með heilanum." Tveggja umferða kerfi hefur þá kosti að gefa okkur tækifæri á að kynna okkur þá frambjóðendur sem ekki eru valdir af skoðanakönnunum og fjölmiðlum. Fjölmiðlar og skoðanakannanir hafa mikið að segja og átt hvað stærstan þátt í því að koma þessum ótta um að kjósa ekki þá frambjóðendur sem mælast með hvað minnst fylgi. Það er ekki í verkahring fjölmiðla að mynda skoðanir almennings heldur er það verk þeirra að koma upplýsingum hlutlaust til okkar svo við getum myndað okkur skoðun út frá því sem við vitum. Við eigum ekki að láta fjölmiðlum eftir það vald að ákveða fyrir okkur hver verður næsti þjóðhöfðingi okkar á þessum umrótartímum. Við eigum að taka ákvörðun sem er byggð á sannfæringu okkar og trú en ekki ótta. Í þessum kosningum eru tvær fylkingar frambjóðenda. Það eru Ari, Þóra og Hannes sem byggja á hugmyndafræðinni um sameiningartákn svo eru það Herdís, Andrea og Ólafur sem byggja sig á virkni forseta í allri umræðu og sem virkt lýðræðisafl í samfélaginu. Ólafur og Þóra hafa verði sýnd sem leiðtogar sinnar fylkingar og að þau einn séu raunvörulegur kostur. Þann 30. júní eigum við að kjósa með hjartanu það sem við raunverulega viljum, ekki bara það sem fjölmiðlar og skoðanakannanir hræða okkur í að kjósa. Þessi grein er ekki skoðun HallveigarUJR heldur aðeins höfundar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Natan Kolbeinsson Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Mikið hefur verið um það að fólk ætli sér að kjósa Ólaf Ragnar eða Þóru til þess eins að tryggja það að hinn komist ekki í stól forseta. Þessi hugsun hefur gert það að verkum að aðrir frambjóðendur fá ekkert fylgi því fólk sér það ekki sem raunhæfan kost. Þegar ég segi fólk að ég ætli mér að kjósa Herdísi til forseta heyrir ég oftast "viltu í alvöru fá Þóru/Ólaf sem forseta?". Það er rangt af okkur að vilja ekki kjósa frambjóðendur því ótti okkar við annan frambjóðanda er svo mikil að við sjáum okkur svíkja hugmyndafræði okkar og sannfæringu fyrir það eitt að vilja ekki fá eitthvern kjörinn. Það er andlýðræðislegt af okkur að vilja ekki fylgja því sem við trúum og við eigum ekki að láta þennan ótta stýra því hvern við kjósum. Við búum við slæmt kosningakerfi og verðum að lifa með það í þessum kosningum. Betri kostur væri að hafa hér eins og þekkist í Frakklandi tveggja umferða kerfi. Frakkar eiga máltæki sem lýsir því mjög afhverju tveggja umferða kerfi er betra, „Í fyrstu umferð á að kjósa með hjartanu en í þeirri annari með heilanum." Tveggja umferða kerfi hefur þá kosti að gefa okkur tækifæri á að kynna okkur þá frambjóðendur sem ekki eru valdir af skoðanakönnunum og fjölmiðlum. Fjölmiðlar og skoðanakannanir hafa mikið að segja og átt hvað stærstan þátt í því að koma þessum ótta um að kjósa ekki þá frambjóðendur sem mælast með hvað minnst fylgi. Það er ekki í verkahring fjölmiðla að mynda skoðanir almennings heldur er það verk þeirra að koma upplýsingum hlutlaust til okkar svo við getum myndað okkur skoðun út frá því sem við vitum. Við eigum ekki að láta fjölmiðlum eftir það vald að ákveða fyrir okkur hver verður næsti þjóðhöfðingi okkar á þessum umrótartímum. Við eigum að taka ákvörðun sem er byggð á sannfæringu okkar og trú en ekki ótta. Í þessum kosningum eru tvær fylkingar frambjóðenda. Það eru Ari, Þóra og Hannes sem byggja á hugmyndafræðinni um sameiningartákn svo eru það Herdís, Andrea og Ólafur sem byggja sig á virkni forseta í allri umræðu og sem virkt lýðræðisafl í samfélaginu. Ólafur og Þóra hafa verði sýnd sem leiðtogar sinnar fylkingar og að þau einn séu raunvörulegur kostur. Þann 30. júní eigum við að kjósa með hjartanu það sem við raunverulega viljum, ekki bara það sem fjölmiðlar og skoðanakannanir hræða okkur í að kjósa. Þessi grein er ekki skoðun HallveigarUJR heldur aðeins höfundar.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar