Kjósum með hjartanu Natan Kolbeinsson skrifar 12. júní 2012 14:25 Mikið hefur verið um það að fólk ætli sér að kjósa Ólaf Ragnar eða Þóru til þess eins að tryggja það að hinn komist ekki í stól forseta. Þessi hugsun hefur gert það að verkum að aðrir frambjóðendur fá ekkert fylgi því fólk sér það ekki sem raunhæfan kost. Þegar ég segi fólk að ég ætli mér að kjósa Herdísi til forseta heyrir ég oftast "viltu í alvöru fá Þóru/Ólaf sem forseta?". Það er rangt af okkur að vilja ekki kjósa frambjóðendur því ótti okkar við annan frambjóðanda er svo mikil að við sjáum okkur svíkja hugmyndafræði okkar og sannfæringu fyrir það eitt að vilja ekki fá eitthvern kjörinn. Það er andlýðræðislegt af okkur að vilja ekki fylgja því sem við trúum og við eigum ekki að láta þennan ótta stýra því hvern við kjósum. Við búum við slæmt kosningakerfi og verðum að lifa með það í þessum kosningum. Betri kostur væri að hafa hér eins og þekkist í Frakklandi tveggja umferða kerfi. Frakkar eiga máltæki sem lýsir því mjög afhverju tveggja umferða kerfi er betra, „Í fyrstu umferð á að kjósa með hjartanu en í þeirri annari með heilanum." Tveggja umferða kerfi hefur þá kosti að gefa okkur tækifæri á að kynna okkur þá frambjóðendur sem ekki eru valdir af skoðanakönnunum og fjölmiðlum. Fjölmiðlar og skoðanakannanir hafa mikið að segja og átt hvað stærstan þátt í því að koma þessum ótta um að kjósa ekki þá frambjóðendur sem mælast með hvað minnst fylgi. Það er ekki í verkahring fjölmiðla að mynda skoðanir almennings heldur er það verk þeirra að koma upplýsingum hlutlaust til okkar svo við getum myndað okkur skoðun út frá því sem við vitum. Við eigum ekki að láta fjölmiðlum eftir það vald að ákveða fyrir okkur hver verður næsti þjóðhöfðingi okkar á þessum umrótartímum. Við eigum að taka ákvörðun sem er byggð á sannfæringu okkar og trú en ekki ótta. Í þessum kosningum eru tvær fylkingar frambjóðenda. Það eru Ari, Þóra og Hannes sem byggja á hugmyndafræðinni um sameiningartákn svo eru það Herdís, Andrea og Ólafur sem byggja sig á virkni forseta í allri umræðu og sem virkt lýðræðisafl í samfélaginu. Ólafur og Þóra hafa verði sýnd sem leiðtogar sinnar fylkingar og að þau einn séu raunvörulegur kostur. Þann 30. júní eigum við að kjósa með hjartanu það sem við raunverulega viljum, ekki bara það sem fjölmiðlar og skoðanakannanir hræða okkur í að kjósa. Þessi grein er ekki skoðun HallveigarUJR heldur aðeins höfundar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Natan Kolbeinsson Mest lesið Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Mikið hefur verið um það að fólk ætli sér að kjósa Ólaf Ragnar eða Þóru til þess eins að tryggja það að hinn komist ekki í stól forseta. Þessi hugsun hefur gert það að verkum að aðrir frambjóðendur fá ekkert fylgi því fólk sér það ekki sem raunhæfan kost. Þegar ég segi fólk að ég ætli mér að kjósa Herdísi til forseta heyrir ég oftast "viltu í alvöru fá Þóru/Ólaf sem forseta?". Það er rangt af okkur að vilja ekki kjósa frambjóðendur því ótti okkar við annan frambjóðanda er svo mikil að við sjáum okkur svíkja hugmyndafræði okkar og sannfæringu fyrir það eitt að vilja ekki fá eitthvern kjörinn. Það er andlýðræðislegt af okkur að vilja ekki fylgja því sem við trúum og við eigum ekki að láta þennan ótta stýra því hvern við kjósum. Við búum við slæmt kosningakerfi og verðum að lifa með það í þessum kosningum. Betri kostur væri að hafa hér eins og þekkist í Frakklandi tveggja umferða kerfi. Frakkar eiga máltæki sem lýsir því mjög afhverju tveggja umferða kerfi er betra, „Í fyrstu umferð á að kjósa með hjartanu en í þeirri annari með heilanum." Tveggja umferða kerfi hefur þá kosti að gefa okkur tækifæri á að kynna okkur þá frambjóðendur sem ekki eru valdir af skoðanakönnunum og fjölmiðlum. Fjölmiðlar og skoðanakannanir hafa mikið að segja og átt hvað stærstan þátt í því að koma þessum ótta um að kjósa ekki þá frambjóðendur sem mælast með hvað minnst fylgi. Það er ekki í verkahring fjölmiðla að mynda skoðanir almennings heldur er það verk þeirra að koma upplýsingum hlutlaust til okkar svo við getum myndað okkur skoðun út frá því sem við vitum. Við eigum ekki að láta fjölmiðlum eftir það vald að ákveða fyrir okkur hver verður næsti þjóðhöfðingi okkar á þessum umrótartímum. Við eigum að taka ákvörðun sem er byggð á sannfæringu okkar og trú en ekki ótta. Í þessum kosningum eru tvær fylkingar frambjóðenda. Það eru Ari, Þóra og Hannes sem byggja á hugmyndafræðinni um sameiningartákn svo eru það Herdís, Andrea og Ólafur sem byggja sig á virkni forseta í allri umræðu og sem virkt lýðræðisafl í samfélaginu. Ólafur og Þóra hafa verði sýnd sem leiðtogar sinnar fylkingar og að þau einn séu raunvörulegur kostur. Þann 30. júní eigum við að kjósa með hjartanu það sem við raunverulega viljum, ekki bara það sem fjölmiðlar og skoðanakannanir hræða okkur í að kjósa. Þessi grein er ekki skoðun HallveigarUJR heldur aðeins höfundar.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun