Bíó og sjónvarp

Fréttamynd

Ætlar að tala al­menni­lega um löðrunginn

Það vakti gífurlega athygli þegar leikarinn Will Smith löðrungaði grínistann Chris Rock í beinni útsendingu á Óskarsverðlaunahátíðinni í fyrra. Samkvæmt upplýsingum frá Netflix mun Rock tala almennilega um löðrunginn í nýju uppistandi sínu.

Lífið
Fréttamynd

Mun aldrei ná sér

Leikarinn Tom Sizemore mun aldrei ná sér aftur eftir að hafa fengið heilablóðfall fyrir rúmri viku síðan. Hann er í öndunarvél en slökkt verður á henni á næstu dögum. 

Lífið
Fréttamynd

Gátu ekki hætt að kyssast

Elvis-leikarinn Austin Butler og kærasta hans, Kaia Gerber, gátu ekki sleppt hvoru öðru í veislu W-tímaritsins í Los Angeles um helgina. Fjöldi stjarna var samankominn í veislunni. 

Lífið
Fréttamynd

Fleiri kvik­myndir úr Mið­garði á leiðinni

Framleiðslufyrirtækið Warner Bros. tilkynnti í gær að nýtt efni í kringum Hringadróttinssögu þríleikinn sé á leiðinni. Peter Jackson, leikstjóri Hringadróttinssögu-myndanna og kvikmyndanna um Hobbitann gæti leikstýrt sinni sjöundu kvikmynd um Miðgarð. 

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Leið skringilega á meðan Friends-leikararnir grétu

Leikarinn Paul Rudd er þessa dagana hvað þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Ant-Man í Marvel söguheiminum enda var þriðja myndin um ofurhetjuna frumsýnd á dögunum. Aðdáendur Friends þáttanna þekkja leikarann þó mögulega betur í hlutverki eiginmanns Phoebe Buffay.

Lífið
Fréttamynd

Sagði nei við Bond eftir afar­kost frá eigin­konunni

Liam Neeson var boðið að leika breska njósnarann James Bond áður en Pierce Brosnan fékk hlutverkið. Hann hætti við að taka við því eftir að eiginkona hans, þáverandi kærasta, sagðist ekki ætla að giftast honum ef hann tæki við hlutverkinu. 

Lífið
Fréttamynd

Hræðilegur hluti af starfinu

Á hverju ári fer kvikmyndagerðarfólk í miklar herferðir þegar líða fer að verðlaunahátíðum. Emma Thompson er þó ekki hrifin af þessu og segir slíkar herferðir vera „hræðilegar.“

Lífið
Fréttamynd

Þorvaldur Davíð tók við viðurkenningu í Berlín

Þorvaldur Davíð Kristjánsson tók í gær við viðurkenningu á Berlinale kvikmyndahátíðinni. Leikarinn er einn af tíu sem valinn var í Shooting Stars hópinn í ár. Samtökin European Film Promotion (EFP) velja á hverju ári tíu unga og efnilega leikara og leikkonur í hópinn.

Lífið
Fréttamynd

Fá ekki að mæta á verð­launa­af­hendingu vegna ógnar við al­menning

Rússneskum fréttamanni og fjölskyldu hans hefur verið meina að mæta á afhendingarathöfn Bafta verðlaunanna. Lögregluyfirvöld í Bretlandi telja að almenningi myndi stafa ógn af mætingu hans þar sem hann er eftirlýstur af yfirvöldum í Rússlandi. Hann hefur unnið til verðlauna fyrir umfjöllun sína um Alexei Navalní.

Erlent
Fréttamynd

Bruce Willis með fram­heila­bilun

Bandaríski leikarinn Bruce Willis hefur greinst með framheilabilun. Í mars á síðasta ári greindi leikarinn frá því að hann væri hættur að leika þar sem hann væri með málstol. 

Lífið
Fréttamynd

Berg­ljót Arnalds heim­sótt af Owen Hunt

Stórleikarinn Kevin McKidd var staddur hér á landi nýlega. Hann heimsótti fyrrverandi bekkjarsystur sína, söngkonuna Bergljótu Arnalds, en saman lærðu þau leiklist í Edinborg í Skotlandi. 

Lífið
Fréttamynd

Eldheitur ástarþríhyrningur á Stöð 2+

Veljum við maka eftir útlitinu? Útlitið er oft það fyrsta sem kveikir í okkur þegar við flettum gegnum stefnumótaöppin en hvað ef það er tekið í burtu? Hvað ef fólk þarf að velja sér maka eingöngu út frá hvernig þau tengja við hvert annað? Love Triangle eru splunkunýir raunveruleikaþættir sem komnir eru inn á Stöð 2+.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Áður óséð myndefni af Titanic

Woods Hole Oceanographic Institution (WHOI) birti í gær rúmlega 80 mínútna langt myndband af skipsflaki Titanic. Myndefnið var tekið upp árið 1986, einungis ári eftir að staðsetning skipsflaksins fannst. Meirihluti myndefnisins hefur aldrei áður komið fyrir sjónir almennings.

Erlent
Fréttamynd

NYPD Blue barnastjarna látin

Fyrrverandi barnastjarnan Austin Majors er látinn, 27 ára að aldri. Hann er þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Theo Sipowicz í ABC þáttunum NYPD Blue sem voru sýndir á Stöð 2 í nokkur ár. 

Bíó og sjónvarp