Lífið

Stjörnu­fans á frum­sýningu Á ferð með mömmu

Elma Rut Valtýsdóttir skrifar
Það var líf og fjör á frumsýningu íslensku kvikmyndarinnar Á ferð með mömmu.
Það var líf og fjör á frumsýningu íslensku kvikmyndarinnar Á ferð með mömmu. Vísir/Hulda Margrét

Það var mikið um dýrðir í Háskólabíói þegar íslenska kvikmyndin Á ferð með mömmu var frumsýnd. 

Hilmar Oddsson leikstýrir myndinni sem fjallar um umskipti í lífi manns eftir að móðir hans fellur frá. Með uppáklætt líkið í aftursætinu og hundinn Brésnef við hlið sér tekst hann á hendur ferð þvert yfir landið til að heiðra hennar síðustu ósk. Myndin er svört kómedía.

Myndin er framleidd af Hlín Jóhannesdóttur fyrir Ursus Parvus og með aðalhlutverk fara Þröstur Leó Gunnarsson, Kristbjörg Kjeld, Tómas Lemarquis og Hera Hilmars.

Ljósmyndarinn Hulda Margrét var viðstödd og fangaði stemninguna á myndir sem má sjá hér að neðan.

Hilmar Oddsson, Kristbjörg Kjeld, Þröstur Leó, Tóm­as Lemarquis og Hera Hilm­ars­dótt­ir.Vísir/Hulda Margrét
Kristbjörg Kjeld og Þröstur Leó.Vísir/Hulda Margrét
Krist­ín Hjart­ar­dótt­ir og Eg­ill Eðvarðsson ásamt góðum vinum.Vísir/Hulda Margrét
Birna Paulina Einarsdóttir og Jóel Sæmundsson.Vísir/Hulda Margrét
Leikkonan Ilmur Kristjánsdóttir.Vísir/Hulda Margrét
Dagur B. Eggertsson og Arna Dögg Einarsdóttir.Vísir/Hulda Margrét
Aðalleikarar myndarinnar.Vísir/Hulda Margrét
Aðstandendur myndarinnar í góðum gír.Vísir/Hulda Margrét
Halla Skúladóttir og Halldór Gylfason.Vísir/Hulda Margrét
Ásdís Spano og Damon Younger.Vísir/Hulda Margrét
Krist­ín Júlla Kristjáns­dótt­ir og Aníta Briem.Vísir/Hulda Margrét
Kristbjörg Kjeld.Vísir/Hulda Margrét

Vísir/Hulda Margrét


Tengdar fréttir

Á ferð með mömmu vinnur aðalverðlaun á Pöff

Íslenska kvikmyndin Á ferð með mömmu hlaut í kvöld aðalverðlaun kvikmyndahátíðarinnar Tallinn Black Nights Film Festival, eða Pöff, í Eistlandi. Kvikmyndahátíðin er ein sú stærsta í Austur-Evrópu.

Á ferð með mömmu heimsfrumsýnd í Tallinn

Kvikmynd Hilmars Oddssonar, Á ferð með mömmu, var heimsfrumsýnd kvikmyndahátíðinni Tallinn Black Nights Film Festival (PÖFF) í Eistlandi. Myndin tekur þátt í aðalkeppni hátíðarinnar í ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×