Stiklurnar í Superbowl: Umdeildur Íslandsvinur, Mario-bræður og Indiana Jones Máni Snær Þorláksson skrifar 13. febrúar 2023 22:24 Það voru þó nokkrar stiklur frumsýndar í gærkvöldi. Skjáskot Það eru ekki bara NFL-aðdáendur sem fá eitthvað fyrir sinn snúð þegar Ofurskálin (e. Super Bowl) fer fram. Auglýsingarnar í kringum viðburðinn eru ekki síst mikil skemmtun og á meðal þess sem finna má í auglýsingahléunum eru stiklur fyrir væntanlegar stórmyndir. Til að mynda mátti sjá Harrison Ford á skjánum í hlutverki Indiana Jones í stiklu fyrir fimmtu myndina um ævintýragjarna fornleifafræðinginn: Indiana Jones and the Dial of Destiny. Phoebe Waller-Bridge og Mads Mikkelsen má einnig sjá í stiklunni, Waller-Bridge leikur guðdóttur fornleifafræðingsins á meðan Mikkelsen leikur fyrrverandi nasista að nafni Jürgen Voller. Það kemur svo eflaust fáum á óvart að frumsýndar voru stiklur fyrir ofurhetjumyndir. Aðdáendur Marvel fengu að sjá stiklu fyrir þriðju Guardians of the Galaxy myndina á meðan aðdáendur DC fengu að kynnast ofurhetjunni Flash aðeins betur. Ezra Miller leikur hraðskreiðu ofurhetjuna í síðarnefndu kvikmyndinni en hán hefur verið afar umdeilt síðustu mánuði. Miller dvaldi á Íslandi í um tvo mánuði árið 2020. Vakti það mikla athygli þegar greint var frá því að hán hafi tekið konu hálstaki á skemmtistaðnum Prikinu í miðbæ Reykjavíkur. Einnig var sýnd skemmtileg stikla fyrir kvikmyndina Super Mario Bros. Movie. Stiklan er í formi auglýsingu fyrir pípulagningafyrirtæki tölvuleikjabræðranna. Vin Diesel var svo á sínum stað í hlutverki Dominic Toretto en tíunda Fast and the Furious myndin verður frumdýnd í maí næstkomandi. Þá mátti sjá Matt Damon, Jenna Ortega, Chris Pine, Viola Davis, Ben Affleck, Adam Driver og fleiri stórstjörnur bregða fyrir í stiklum fyrir stórmyndirnar sem frumsýndar verða á næstunni. Hér fyrir neðan má sjá allar stiklurnar sem sýndar voru í auglýsingahléunum á Ofurskálinni í gærkvöldi: Bíó og sjónvarp Ofurskálin Hollywood Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Til að mynda mátti sjá Harrison Ford á skjánum í hlutverki Indiana Jones í stiklu fyrir fimmtu myndina um ævintýragjarna fornleifafræðinginn: Indiana Jones and the Dial of Destiny. Phoebe Waller-Bridge og Mads Mikkelsen má einnig sjá í stiklunni, Waller-Bridge leikur guðdóttur fornleifafræðingsins á meðan Mikkelsen leikur fyrrverandi nasista að nafni Jürgen Voller. Það kemur svo eflaust fáum á óvart að frumsýndar voru stiklur fyrir ofurhetjumyndir. Aðdáendur Marvel fengu að sjá stiklu fyrir þriðju Guardians of the Galaxy myndina á meðan aðdáendur DC fengu að kynnast ofurhetjunni Flash aðeins betur. Ezra Miller leikur hraðskreiðu ofurhetjuna í síðarnefndu kvikmyndinni en hán hefur verið afar umdeilt síðustu mánuði. Miller dvaldi á Íslandi í um tvo mánuði árið 2020. Vakti það mikla athygli þegar greint var frá því að hán hafi tekið konu hálstaki á skemmtistaðnum Prikinu í miðbæ Reykjavíkur. Einnig var sýnd skemmtileg stikla fyrir kvikmyndina Super Mario Bros. Movie. Stiklan er í formi auglýsingu fyrir pípulagningafyrirtæki tölvuleikjabræðranna. Vin Diesel var svo á sínum stað í hlutverki Dominic Toretto en tíunda Fast and the Furious myndin verður frumdýnd í maí næstkomandi. Þá mátti sjá Matt Damon, Jenna Ortega, Chris Pine, Viola Davis, Ben Affleck, Adam Driver og fleiri stórstjörnur bregða fyrir í stiklum fyrir stórmyndirnar sem frumsýndar verða á næstunni. Hér fyrir neðan má sjá allar stiklurnar sem sýndar voru í auglýsingahléunum á Ofurskálinni í gærkvöldi:
Bíó og sjónvarp Ofurskálin Hollywood Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira