Bandaríkin

Fréttamynd

Sagði R. Kelly vera rándýr

Saksóknari í máli bandaríska tónlistarmannsins R. Kelly dró upp mynd af honum sem algjöru rándýri sem krafðist yfirráða yfir þeim fjölmörgu kvenna og stúlkna undir lögaldri sem hann er sakaður um að hafa brotið á. 

Erlent
Fréttamynd

Hvernig á alþjóðasamfélagið að verja samfélag, sem ekki sýnir minnsta vilja eða getu til að verja sig sjálft?

Fyrir nokkrum mánuðum ákvað Biden Bandaríkjaforseti, að draga til baka bandarískt herlið, sem þá hafði verið staðsett í Afganistan í 20 ár, þar sem hann taldi tilgangi hertökunnar og hersetunnar vera náð, og, að Bandaríkin og NATO hefðu lagt heimamönnum, þ.e. ríkisstjórn þeirra og herliði, til nægilegt liðsinni – fjármuni, leiðsögn og þjálfun – til að stand á eigin fótum.

Skoðun
Fréttamynd

Mynd sýnir þétt­pakkaða her­flutninga­vél sem flaug á brott með hátt í sjö hundruð í einu frá Afgan­istan

Talið er að 640 Afganir hafi komist frá Afganistan á einu bretti um borð í C-17 herflutningavél bandaríska flughersins í gær. Flugmenn vélarinnar tóku þá ákvörðun að taka á loft frekar en að reyna að koma flóttamönnunum úr vélinni sem höfðu skömmu áður fyllt vélina í örvæntingarfullri tilraun til þess að komast burt frá Afganistan.

Erlent
Fréttamynd

Varði á­kvörðunina og skellti skuldinni á ráða­mennina sem flúðu

Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, varði ákvörðun sína um að draga bandarískt herlið frá Afganistan er hann ávarpaði bandarísku þjóðina í kvöld. Hann segist standa við ákvörðunina en viðurkennir að Talibanar hafi náð völdum hraðar en gert hafði verið ráð fyrir. Það sé hins vegar ráðamönnum í Afganistan að kenna.

Erlent
Fréttamynd

Heimild veitt fyrir örvunarskömmtum fyrir fólk með skert ónæmiskerfi

Lyfjastofnun Bandaríkjanna (FDA) hefur lagt blessun sína yfir af örvunarskammtar af bóluefni Pfizer og Moderna verði gefnir fólki með skerta ónæmiskerfisstarfsemi. Yfirvöld í nokkrum ríkjum, þar á meðal Íslandi, hafa gripið til þess ráðs að endurbólusetja fólk til að verjast delta-afbrigði kórónuveirunnar.

Erlent
Fréttamynd

Hvítum ungmennum fækkar í fyrsta sinn

Enginn einn kynþáttur yfirgnæfir annan hjá Bandaríkjamönnum undir átján ára aldri og hvítum fækkar í fyrsta skipti frá því talning hófst, samkvæmt nýjasta manntalinu sem gert hefur verið í Bandaríkjunum.

Erlent
Fréttamynd

Samsæringur myrti börn sín til að bjarga heiminum

Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa ákært fertugan mann fyrir að myrða tvö börn sín með spjótbyssu. Maðurinn sagðist hafa gert það til að bjarga heiminum eftir að hann fékk hugljómun byggða á samsæriskenningum.

Erlent
Fréttamynd

Telja hundruð til viðbótar hafa látist í hitabylgju

Þrefalt fleiri dauðsföll urðu þegar öflug hitabylgja gekk yfir norðvesturríki Bandaríkjanna í júní en yfirvöld hafa hafa rakið til hitans. Líklegt er að mannfallið í hitabylgjunni hafi því verið enn meira en greint hefur verið frá.

Erlent
Fréttamynd

Ekki hægt að lenda á tunglinu 2024 vegna tafa við þróun geimbúninga

Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) mun líklegast ekki geta lent geimförum á tunglinu aftur árið 2024 eins og til hefur staðið í tengslum við Artemis-áætlunina svokölluðu. Það má meðal annars rekja til væntanlegra tafa við þróun og framleiðslu nýrra geimbúninga stofnunarinnar.

Erlent
Fréttamynd

Beyoncé uppgötvaði CBD og reisir nú hamprækt

Stórstjarnan Beyoncé uppgötvaði CBD á síðasta tónleikaferðalagi sínu og er nú að byggja sinn eigin búgarð þar sem hún mun rækta hamp og hunang. Tónlistarkonan fagnar 40 ára afmæli sínu í næsta mánuði og gerir upp áratugina fjóra í forsíðuviðtali í nýjasta tölublaði af tímaritinu Harpers Bazaar.

Lífið
Fréttamynd

Cuomo hættir í skugga ásakana

Andrew Cuomo hefur sagt af sér sem ríkisstjóri New York-ríkis. Það gerir hann eftir að ríkissaksóknari ríkisins birti skýrslu þar sem ríkisstjórinn er sakaður um áreitni í garð ellefu kvenna.

Erlent
Fréttamynd

Hver borgin fellur á fætur annarri

Vígamenn Talibana hafa hert tök sín á yfirráðasvæðum þeirra í norðurhluta Afganistans og virðast þeir vera að undirbúa sig fyrir það að stjórna svæðum þessum til lengri tíma. Stjórnarher landsins á undir högg að sækja en Bandaríkjamenn segja það á ábyrgð Afgana sjálfra að verjast Talibönum.

Erlent
Fréttamynd

Ísland komið í hæsta áhættuflokk vestanhafs

Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna (CDC) ráðleggur Bandaríkjamönnum nú alfarið frá ferðalögum til Íslands vegna stöðu kórónuveirufaraldursins hér á landi. Ísland er nú komið í hæsta áhættuflokk; orðið „rautt“ í bókum vestanhafs.

Innlent