Erlent

Sex ára stúlka fannst í leyni­her­bergi tveimur árum eftir mann­rán

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Lögreglumennirnir sáu glitta í fætur ungu stúlkunnar þegar þeir fjarlægðu þrep úr stiganum.
Lögreglumennirnir sáu glitta í fætur ungu stúlkunnar þegar þeir fjarlægðu þrep úr stiganum. Saugerties Police Department via AP

Sex ára bandarísk stúlka fannst í sérstaklega útbúnu herbergi undir stiga íbúðarhúss eftir að hafa verið leitað í tvö ár. Stúlkunni heilsast vel og er nú komin í faðm lögráðamanna og eldri systur.

Paislee Shultis var ekki nema fjögurra ára gömul þegar henni var rænt í júlí árið 2019. Lögregla grunaði kynforeldra hennar fljótlega en hafði ekki orðið ágengt í leit að stúlkunni.

Lögreglumenn framkvæmdu húsleit í íbúðarhúsi í bænum Saugerties í New York ríki í Bandaríkjunum nýlega eftir að hafa fengið ábendingu um að þar væri stúlkunni haldið.

Á móti lögreglumönnum tók Kirk Shultis Sr., líffræðilegur afi stúlkunnar, og kvaðst ekkert kannast við málið.

Þegar lögregla hafði leitað í rúman klukkutíma kom lögregluþjónn auga á eitthvað athugavert við stiga í íbúðarhúsinu. 

Lögreglumaðurinn fjarlægði í kjölfarið nokkur þrep og undir stiganum var stúlkan ásamt Kimberly Cooper, sem er líffræðileg móðir hennar.

Breska ríkisútvarpið greinir frá því að stúlkunni heilsist blessunarlega vel. Líffræðilegir foreldrar hennar og afi hafa verið handtekin og gert er ráð fyrir því að fleiri verði handteknir í tengslum við mannránið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×