Landslið karla í fótbolta

Fréttamynd

Dagný skýtur föstum skotum á KSÍ

Dagný Brynjarsdóttir, landsliðskona í knattspyrnu, gagnrýnir Knattspyrnusamband Ísland í færslu á Instagram í dag og segir að hún og Glódís Perla Viggósdóttir bíði enn eftir viðurkenningu fyrir að hafa spilað 100 landsleiki á meðan leikmenn karlalandsliðsins hafi fengið sínar.

Fótbolti
Fréttamynd

Júlíus kemur inn fyrir Guð­laug Victor

Ein breyting hefur verið gerð á leikmannahóp íslenska karlalandsliðsins í fótbolta fyrir vináttuleiki liðsins gegn Sádi-Arabíu og Suður-Kóreu. Júlíus Magnússon, fyrirliði bikarmeistara Víkings, kemur inn fyrir Guðlaug Victor Pálsson, leikmann DC United í Bandaríkjunum.

Fótbolti
Fréttamynd

Umfjöllun: Albanía - Ísland 1-1 | Leikur tveggja hálfleika í Tírana og jafntefli niðurstaðan

Það stefndi allt í afleitt kvöld í Albaníu fyrir íslenska landsliðið í fótbolta. Aron Einar Gunnarsson var rekinn út af eftir 10 mínútur og mjög erfiður fyrri hálfleikur. Seinni hálfleikur var allt önnur saga, Ísland betra liðið og sanngjarnt jafntefli niðurstaðan. Ísland endar í öðru sæti riðilsins og hægt að gera sér vonir um að umspil gæti orðið að raunveruleika eftir ár.

Fótbolti
Fréttamynd

Arnar vill ekki að leikurinn í kvöld kosti Ísland tvo milljarða

Ef að Arnar Þór Viðarsson eða leikmenn íslenska karlalandsliðsins í fótbolta kysu að gefa bara skít í leikinn við Albaníu í Þjóðadeildinni í kvöld eru ágætar líkur á að sú afstaða kæmi illilega í hausinn á þeim að ári liðnu. Sigur í kvöld gæti nefnilega opnað varaleið inn á EM í Þýskalandi 2024.

Fótbolti
Fréttamynd

Blautur furðuleikur skemmdi fyrir Íslandi

Íslenska karlalandsliðið í fótbolta verður í þriðja styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla fyrir undankeppni EM í Þýskalandi. Vonin um sæti í næstefsta flokki hvarf í ansi furðulegum leik Svartfjallalands og Finnlands í Þjóðadeildinni í gærkvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

„Fengum á okkur tvö ódýr mörk og það skildi liðin að“

„Þetta var eiginlega bara stál í stál en þeir refsuðu okkur betur, tóku þau færi sem þeir fengu,“ sagði fyrirliðinn Brynjólfur Andersen Willumsson eftir súrt 2-1 tap Ú-21 árs landslið Íslands gegn Tékklandi í fyrri leik liðanna um sæti á Evrópumótinu sem fram fer á næsta ári.

Fótbolti