Fótbolti

KSÍ keyrir upp þjóðhátíðarstemmingu fyrir leikinn frá kl. 15:00

Siggeir Ævarsson skrifar
Það verður nóg um að vera í Laugardalnum í dag fram að landsleik
Það verður nóg um að vera í Laugardalnum í dag fram að landsleik VÍSIR/VILHELM

Leikdag Íslands og Slóvaíku ber uppi á sjálfan þjóðhátíðardaginn, en það verður nóg um að vera við völlinn. KSÍ opnar svokallað „fan zone“ kl. 15:00 þar sem allskonar afþreying verður í boði fyrir unga sem aldna.

Svæðið verður opið til 18:15 en leikurinn hefst kl. 18:45. Meðal þess sem verður í boði eru hoppukastalar, andlitsmálun og auðvitað candy floss. Það viðrar ágætlega í Reykjavík í dag og má búast við góðri stemmingu í dalnum.

Eins og sjá má á þessu myndskeiði frá KSÍ er allt til reiðu á svæðinu.

Hér að neðan má svo sjá skipulag svæðisins og heildarlista yfir það sem verður í boði. Það ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi.

Visir/KSÍ.is

Margir stuðningsmenn íslenska landsliðsins hafa beðið óþreyjufullir eftir þessu landsliðsverkefni, og mun Tólfan að sjálfsögðu ekki láta sig vanta.

Þeir sem hafa ekki tryggt sér miða á leikinn þurfa ekki að örvænta, enn er eitthvað til af miðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×