Logi í bann fyrir mótmæli og Júlíus efstur Íslendinga Sindri Sverrisson skrifar 3. nóvember 2024 20:21 Logi Tómasson í leik með Strömsgodset. godset.no Fjöldi Íslendinga var á ferðinni í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Titilbaráttan er hnífjöfn nú þegar þrjár umferðir eru eftir af tímabilinu. Logi Tómasson var að vanda í liði Strömsgodset sem varð að sætta sig við dramatískt 1-0 tap gegn Rosenborg á útivelli, í lokaleik dagsins. Sigurmarkið kom á fjórðu mínútu uppbótartíma, þegar fyrirliðinn Erlend Dahl Reitan skoraði. Logi hafði fengið gult spjald fyrir mótmæli þegar skammt var eftir af leiknum og þar með er hann kominn í eins leiks bann vegna uppsafnaðra spjalda, og missir af leik við KFUM um næstu helgi. Strömsgodset er nú með 33 stig í 9. sæti deildarinnar, eftir sex leiki í röð án taps. Rosenborg náði með sigrinum að komast upp fyrir Júlíus Magnússon og félaga í Fredrikstad, í 5. sæti. Júlíus var á sínum stað í liði Fredrikstad sem gerði 1-1 jafntefli við Kristiansund á heimavelli fyrr í dag, og hans lið er sem fyrr efst Íslendingaliðanna í deildinni eða í 6. sæti. Hilmir Rafn Mikaelsson var hins vegar á varamannabekknum hjá Kristiansund sem er í 11. sæti af 16 liðum deildarinnar. Haugesund vann fallslaginn Haugesund, lið Antons Loga Lúðvíkssonar, vann afar dýrmætan 1-0 útisigur gegn Lilleström í svakalegum fallslag. Anton Logi kom þó ekkert við sögu. Haugesund, sem hóf tímabilið undir stjórn Óskars Hrafns Þorvaldssonar, er nú í þriðja neðsta sæti með 27 stig, en liðið sem endar þar fer í umspil við lið úr næstefstu deild, og er stigi á eftir næsta liði, Sandefjord. Lilleström er með 24 stig í næstneðsta sæti. Tvö neðstu liðin falla beint niður um deild. Brynjar Ingi Bjarnason lék svo allan leikinn fyrir HamKam í 3-3 jafntefli við Tromsö á útivelli. HamKam er í þægilegri stöðu í 8. sæti deildarinnar með 33 stig, þremur stigum meira en Tromsö sem er í 12. sæti. Tvö lið jöfn á toppnum Enginn Íslendingur er í allra efstu liðum deildarinnar en þar er baráttan orðin hnífjöfn um meistaratitilinn. BodöGlimt hefur aðeins fengið tvö stig úr síðustu þremur leikjum sínum á meðan að Brann vinnur alla leiki, og nú eru liðin með 55 stig hvort þegar þrjár umferðir eru eftir. Bodö/Glimt er þó með mikið betri markatölu og situr enn á toppnum, þrátt fyrir 3-3 jafnteflið við Molde í dag. Á sama tíma vann Brann 3-0 útisigur gegn botnliði Odd. Norski boltinn Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Fótbolti Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Enski boltinn Vill hópfjármögnun fyrir Antony Fótbolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Körfubolti Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Íslenski boltinn Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Fótbolti Fleiri fréttir Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Dagur Dan fagnaði eftir skelfileg mistök Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Stoppaði skyndisókn og stóð á haus Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Sluppu naumlega með sigur gegn fallbaráttuliði Slæmt tap í fyrsta leik Freys Hlynur og Hjörtur byrjuðu báðir fyrsta leik eftir landsleikjahlé Elías fiskaði vítaspyrnu og Brynjólfur sá gult í dramatísku jafntefli Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Sjá meira
Logi Tómasson var að vanda í liði Strömsgodset sem varð að sætta sig við dramatískt 1-0 tap gegn Rosenborg á útivelli, í lokaleik dagsins. Sigurmarkið kom á fjórðu mínútu uppbótartíma, þegar fyrirliðinn Erlend Dahl Reitan skoraði. Logi hafði fengið gult spjald fyrir mótmæli þegar skammt var eftir af leiknum og þar með er hann kominn í eins leiks bann vegna uppsafnaðra spjalda, og missir af leik við KFUM um næstu helgi. Strömsgodset er nú með 33 stig í 9. sæti deildarinnar, eftir sex leiki í röð án taps. Rosenborg náði með sigrinum að komast upp fyrir Júlíus Magnússon og félaga í Fredrikstad, í 5. sæti. Júlíus var á sínum stað í liði Fredrikstad sem gerði 1-1 jafntefli við Kristiansund á heimavelli fyrr í dag, og hans lið er sem fyrr efst Íslendingaliðanna í deildinni eða í 6. sæti. Hilmir Rafn Mikaelsson var hins vegar á varamannabekknum hjá Kristiansund sem er í 11. sæti af 16 liðum deildarinnar. Haugesund vann fallslaginn Haugesund, lið Antons Loga Lúðvíkssonar, vann afar dýrmætan 1-0 útisigur gegn Lilleström í svakalegum fallslag. Anton Logi kom þó ekkert við sögu. Haugesund, sem hóf tímabilið undir stjórn Óskars Hrafns Þorvaldssonar, er nú í þriðja neðsta sæti með 27 stig, en liðið sem endar þar fer í umspil við lið úr næstefstu deild, og er stigi á eftir næsta liði, Sandefjord. Lilleström er með 24 stig í næstneðsta sæti. Tvö neðstu liðin falla beint niður um deild. Brynjar Ingi Bjarnason lék svo allan leikinn fyrir HamKam í 3-3 jafntefli við Tromsö á útivelli. HamKam er í þægilegri stöðu í 8. sæti deildarinnar með 33 stig, þremur stigum meira en Tromsö sem er í 12. sæti. Tvö lið jöfn á toppnum Enginn Íslendingur er í allra efstu liðum deildarinnar en þar er baráttan orðin hnífjöfn um meistaratitilinn. BodöGlimt hefur aðeins fengið tvö stig úr síðustu þremur leikjum sínum á meðan að Brann vinnur alla leiki, og nú eru liðin með 55 stig hvort þegar þrjár umferðir eru eftir. Bodö/Glimt er þó með mikið betri markatölu og situr enn á toppnum, þrátt fyrir 3-3 jafnteflið við Molde í dag. Á sama tíma vann Brann 3-0 útisigur gegn botnliði Odd.
Norski boltinn Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Fótbolti Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Enski boltinn Vill hópfjármögnun fyrir Antony Fótbolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Körfubolti Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Íslenski boltinn Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Fótbolti Fleiri fréttir Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Dagur Dan fagnaði eftir skelfileg mistök Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Stoppaði skyndisókn og stóð á haus Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Sluppu naumlega með sigur gegn fallbaráttuliði Slæmt tap í fyrsta leik Freys Hlynur og Hjörtur byrjuðu báðir fyrsta leik eftir landsleikjahlé Elías fiskaði vítaspyrnu og Brynjólfur sá gult í dramatísku jafntefli Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Sjá meira