Fótbolti

Lars horfði á lokaæfinguna fyrir Slóvakíuleikinn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Lars Lagerbäck fylgist með æfingu íslenska liðsins.
Lars Lagerbäck fylgist með æfingu íslenska liðsins. vísir/sigurjón

Lars Lagerbäck var á Laugardalsvelli í hádeginu og fylgdist með síðustu æfingu íslenska karlalandsliðsins fyrir leikinn mikilvæga gegn Slóvakíu í undankeppni EM 2024.

Lars var eins og öllum er kunnugt um landsliðsþjálfari Íslands á árunum 2011-16 og kom liðinu á EM 2016 ásamt Heimi Hallgrímssyni. Hann var svo um tíma hluti af þjálfarateymi landsliðsins undir stjórn Arnars Þórs Viðarssonar.

Lars er nú staddur hér á landi vegna umfjöllunar Viaplay um landsleiki Íslands og sá sænski gerði sér ferð niður á Laugardalsvöll til að fylgjast með lokaæfingunni fyrir leikinn gegn Slóvakíu annað kvöld.

Leikur Íslands og Slóvakíu hefst klukkan 18:45 á morgun og verður í beinni textalýsingu á Vísi.


Tengdar fréttir

Lagerbäck búinn að ræða við Gylfa Þór

„Ef hann kýs að koma aftur myndi það hafa ótrúlega jákvæð áhrif á landsliðið,“ segir Lars Lagerbäck, fyrrverandi þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, um möguleikann á því að Gylfi Þór Sigurðsson snúi aftur í liðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×