Fótbolti

Íslenska landsliðið muni sækja mikið 17. júní

Jón Már Ferro skrifar
Åge Hareide, landsliðsþjálfari Íslands.
Åge Hareide, landsliðsþjálfari Íslands. Vísir/Arnar

„Ég er mjög beinskeittur sem þjálfari og vil fara fram völlinn á fljótan hátt. Skipulagið er mjög mikilvægt og það verður að vera til staðar. Á Laugardalsvelli þann 17. júní mun liðið sækja mikið,“ segir Åge Hareide, landsliðsþjálfari. 

„Í fótbolta geturu ekki stjórnað öllu. Þú getur undirbúið þig og gert allt tilbúið fyrir leik. Svo er það undir leikmönnum komið að standa sig. Það geta aldrei allir leikmennirnir verið á sínum besta degi,“ segi Hareide.

Hann er þekktur fyrir að vera góður í mannlegum samskiptum við leikmenn sína. Það er oft stutt í húmorinn hjá þessu 69 ára Norðmanni.

„Það er mikilvægt að vita að maður er að vinna með manneskjum. Sumir eru ungir og aðrir eldri. Manneskjur gera misstök og það er mikilvægt að átta sig á því,“ segir Hareide.

Meðal leikmanna sem Hareide hefur þjálfað er fyrrum varnarmaður íslenska landsliðsins, Kári Árnason. Þeir bera hvorum öðrum söguna vel en Hareide segist mjög hrifinn af íslenskum leikmönnum.

„Ég hafði gaman af íslensku leikmönnunum sem ég þjálfaði. Þeir gáfu alltaf allt í leikina og eru líkamlega og andlega sterkir. Þeir eru áhugasamir og ég er ánægður með það. Ég sé það líka eftir að ég tók við sem landsliðsþjálfari.

Það er mjög áhugavert að þjálfa íslenska liðið vegna þess að leikmennirnir eru mjög samheldnir. Það er mikil tenging á milli allra vegna þess hve mikil tengsl eru á milli fólks hér,“ segir Hareide.

Fyrsti landsleikur Íslands undir stjórn Hareide er 17. júní gegn Slóvakíu í undankeppni Evrópumeistaramótsins. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×