Náttúruhamfarir

Fréttamynd

Mannskæð aurskriða í Malasíu

Að minnsta kosti sextán eru látnir og fleiri er saknað eftir að aurskriða hreif með sér tjaldsvæði í Selangor héraði í Malasíu í gær.

Erlent
Fréttamynd

Heilu þorpin grafin undir ösku og leðju

Björgunarsveitir hafa unnið hörðum höndum að því að flytja fólk af svæðinu í kringum eldfjallið Semeru á Austur-Jövu í Indónesíu. Eldgosið byrjaði að spúa ösku í gær en hún náði meira en 1.500 metra í loftið og liggja heilu þorpin undir ösku og leðju.

Erlent
Fréttamynd

Sjö fundist látnir eftir aur­skriðuna á Ischia

Sjö hafa nú fundist látnir og fimm er enn saknað eftir að aurskriða féll á ítölsku eyjunni Ischiaum helgina. Björgunarstarf stendur enn yfir og segir talsmaður yfirvalda að börn séu í hópi þeirra sem sé saknað.

Erlent
Fréttamynd

Rýma hús vegna gróður­elda í Noregi

Í­búum minnst þrjá­tíu húsa í Åfjord í Þrænda­lög­um í Nor­egi hefur verið skipað að yfir­gefa heimili sín vegna gróður­elda á svæðinu sem kviknuðu í gær. Eldarnir hafa breitt úr sér en slökkvi­lið á svæðinu telur sig hafa náð þokka­legum tökum á þeim. Fleiri gróður­eldar brutust út í Noregi í dag.

Erlent
Fréttamynd

Kona fannst látin og tíu enn saknað

Yfirvöld á Ítalíu hafa staðfest að kona hafi fundist látin eftir stóra aurskriðu sem féll yfir hluta bæjarins Casamicciola á eyjunni Ischia í morgun. Tíu er enn saknað.

Erlent
Fréttamynd

Fjöldi látinna orðinn 162

Fjöldi látinna eftir jarðskjálftann í Indónesíu er nú orðinn 162. Rúmlega tvö hundruð manns eru slasaðir en þrettán þúsund manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín. Enn er tugi manna saknað.

Erlent
Fréttamynd

Skriðan er 160 metrar að breidd

Aurskriðan sem féll á Grenivíkurveg snemma í morgun er 160 metrar að breidd. Óljóst er enn hvenær hægt verði að byrja á vinnu við opnun vegarins. 

Innlent
Fréttamynd

„Maður var bara hálf­smeykur“

Bóndi á Fagrabæ í Grýtubakkahreppi segir hrikalegt að sjá hversu tæpt stóð þegar aurskriða féll á veginn við bæinn í morgun um leið og tveir bílar óku þar um. Vegurinn er enn lokaður og töluverðir skruðningar heyrast frá fjallinu.

Innlent
Fréttamynd

Meiri líkur á eldgosi nú en í fyrra

Búist er að fyrstu merki hlaupsins úr Grímsvötnum sjáist á vatnshæðarmælum í Gígjukvísl síðar í dag og að hlaupið nái hámarki á morgun. Meiri líkur eru á eldgosi í framhaldi af hlaupinu nú en fyrir ári.

Innlent
Fréttamynd

Ian líklega mannskæðasti fellibylur Flórída frá 1935

Fellibylurinn Ian er líklega sá mannskæðasti sem gengið hefur yfir Flórída frá árinu 1935. Fjöldi dauðsfalla er enn á reiki og tala miðlar vestanhafs um að allt að 120 dauðsföll vegna fellibylsins hafi verið staðfest. Enn er verið að leita í rústum húsa.

Erlent
Fréttamynd

Mannskaði í snjóflóði í Himalajafjöllum

Að minnsta kosti fjórir fjallgöngumenn eru látnir og fjölda er saknað eftir að gönguhópur lenti í snjóflóði í Himalajafjöllum á Indlandi. Hluti hópsins er talinn fastur í jökulsprungu.

Erlent
Fréttamynd

Kanna sameiningu NTÍ og Bjargráðasjóðs

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur farið þess á leit við stjórn Bjargráðasjóðs að hún kanni möguleikann á því að sameinast Náttúruhamfaratryggingum Íslands, NTÍ.

Innlent
Fréttamynd

Felli­bylurinn gæti reynst trygginga­fé­lögum Flórída dýr

Meira en 80 manns eru sögð látin eftir að fellibylurinn Ian gekk yfir Flórída og Norður- og Suður-Karólínu. Búist er við því að viðgerðir og uppbygging ásamt aðstoð vegna fellibylsins muni kosta tugi milljarða Bandaríkjadala. Þar að auki muni fellibylurinn kosta tryggingafélögin augun úr.

Erlent
Fréttamynd

Tugir sagðir látnir eftir að Ian gekk yfir Flórída

Björgunarstörf er enn yfirstandandi í Flórída eftir að fellibylurinn Ian olli þar gífurlegu tjóni og mannskaða. Vitað er til þess að tugir hafi dáið vegna fellibylsins og þar af flestir í Flórída en enn er verið að leita í rústunum sem Ian skildi eftir sig.

Erlent
Fréttamynd

Ian stefnir hraðbyri að Suður-Karólínu

Íbúar við strendur Suður-Karólínu í Bandaríkjunum hafa flúið heimili sín og leitað á hærri svæði í aðdraganda þess að fellibylurinn Ian nær þar landi. Fellibylurinn hefur þegar valdið gífurlegum skaða á Kúbu og í Flórída en hefur safnað krafti á nýjan leik og veðurfræðingar búast við miklum flóðum í Charleston og víðar.

Erlent
Fréttamynd

Fjöldi látinna í Flórída á reiki eftir fellibylinn Ian

Fellibylurinn Ian sem gekk á land í Flórída á miðvikudag stefnir nú á Suður-Karólínu en fjölmargir íbúar flúðu úr stærstu borg ríkisins, Charleston, í gær. Ríkisstjóri Flórída segir ljóst að fellibylurinn, sem er einn sá stærsti í sögu Bandaríkjanna, hafi verið mannskæður en verið er að staðfesta fjölda látinna. 

Erlent
Fréttamynd

Ian gæti orðið sá mann­skæðasti í sögu Flórída

Fellibylurinn Ian, sem gekk á land í Flórída í Bandaríkjunum í gær, hefur skilið eftir sig slóð eyðileggingar og óttast er að hann sé mannskæðasti fellibylur í sögu Flórída. Íbúðarhús eru víða gjörónýt, þak fauk af spítala, vegir skemmdust og brýr hrundu. 

Erlent