Óttast að dánartalan tvöfaldist Ólafur Björn Sverrisson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 12. febrúar 2023 23:50 Hinn 23 ára gamli Huseyin Seferoglu, var dreginn upp úr húsarústum í borginni Antayka, 6 dögum eftir að jarðskjálftinn reið yfir. ap Yfir þrjátíu þúsund eru nú látin eftir gríðarlegan jarðskjálfta í Tyrklandi og Sýrlandi fyrir tæpri viku. Sameinuðu þjóðirnar óttast að dánartalan muni tvöfaldast. Tyrkir eru nú byrjaðir að handtaka verktaka vegna húsa sem hrundu en umdeilt er hvar ábyrgðin raunverulega liggur. Neyðarsöfnun Rauða kross Íslands hefur gengið vel og verða 30 milljónir sendar til Rauða krossins í Tyrklandi og Sýrlandi. Formleg dánartala eftir hamfarirnar í Tyrklandi og Sýrlandi stendur nú í yfir 33 þúsund manns, en áfram heldur björgunarstarf. Hin tíu ára Kudi frá tyrknesku borginni Antayka var föst undir húsarústum í sex daga áður en henni var bjargað í dag. Sýnt var frá björgunaraðgerðum í fréttum Stöðvar 2: Fulltrúi Sameinuðu þjóðanna, Marin Griffiths sem mættur er á vettvang hamfaranna óttast að tala látinna muni tvöfaldast hið minnsta. „Þetta er virkilega átakanlegt. Sú vitneskja að þessi grjótföll haldi enn fólki föstu, sumu lifandi, mörgu dáin. Ég held að það sé mjög erfitt að áætla tölu látinna nákvæmlega því við veðrum að komast undir brakið. En ég er viss um að talan mun tvöfaldast eða meira en það,“ segir Griffiths. Handtökutilskipun hefur nú verið gefin út á hendur 113 manns vegna húsa sem hrundu í jarðskjálftunum. Bent hefur verið á að aðgerðirnar séu leið stjórnvalda til að koma sér undan ábyrgð á hamförunum. Sérfræðingar höfðu árum saman varað við alvarlegum brotalömum í tyrkneskum byggingariðnaði sem þrifist hefðu í skjóli spillingar og vafasamrar stefnu stjórnvalda. Senda 30 milljónir króna Kristín Hjálmtýsdóttir, framkvæmdastjóri Rauða kross Íslands ræddi ástandið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hún segir að hratt hafi verið brugðist við en að um yfirþyrmandi verkefni sé að ræða. „Upptökusvæðið er stórt og það eru milljónir manna sem búa þarna. Auðvitað er reynt að bjarga fólki úr rústunum eins og hægt er. Nú hefur tími liðið og það sem Rauði krossi leggur nú áherslu á er mannúðaraðstoð, að koma eftirlifendum til aðstoðar með mat, lyfjum, tjöldum, teppi, fötum og í rauninni sálrænum stuðningi líka,“ segir Kristín. Kristín Hjálmtýsdóttir, framkvæmdastjóri Rauða krossins.Aðsend Fjölmargir Sýrlendingar og Tyrkir er búsettir hérlendis og hvetur Kristín þá til að hafa samband í síma 1717. Neyðarsöfnun gengur vel að sögn Kristínar. „Landsmenn hafa verið mjög duglegir að leggja inn fjármuni í neyðarsöfnun Rauða krossins. Við erum núna að senda 30 milljónir til Tyrklands og Sýrlands. Það fer beint til Rauða krossins í þessum löndum, ekki stjórnvalda,“ segir hún og bendir á að hægt er að senda SMS merkt „hjálp“ í númerið 1900 til að styrkja. „Þetta er yfirþyrmandi verkefni og framundan er mikið uppbyggingarverkefni og mannúðaraðstoð fyrir milljónir manna,“ segir Kristín að lokum. Jarðskjálfti í Tyrklandi 6. febrúar 2023 Náttúruhamfarir Hjálparstarf Tyrkland Tengdar fréttir Bara tvö eftir Fimm manna fjölskylda og sextán ára piltur eru á meðal þeirra sem fundust á lífi í Tyrklandi í dag, heilum fimm dögum eftir gríðarlegan jarðskjálfta á mánudag. Þúsundir barna hafa orðið munaðarlaus í hamförunum, þar á meðal sýrlensk systkini sem upplifðu ólýsanlegan hrylling. 11. febrúar 2023 20:01 Bandaríkjamenn óskuðu eftir frekari aðstoð íslenska hópsins Stjórnstöð íslenska hópsins sem sinnir björgunarstarfi á jarðskjálftasvæðum í Tyrklandi var í dag flutt að ósk Bandaríkjamanna, frá borginni Antakya til Adiyaman. Óskað var eftir því að Íslendingar myndu fylgja með til að tryggja áfram samfellu í störfum alþjóðlegra björgunarsveita. Fjórir aðgerðarstjórnendur voru því sóttir af þyrlu bandaríska hópsins en hinn hluti hópsins hefur lagt af stað heim til Íslands. 12. febrúar 2023 20:07 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Formleg dánartala eftir hamfarirnar í Tyrklandi og Sýrlandi stendur nú í yfir 33 þúsund manns, en áfram heldur björgunarstarf. Hin tíu ára Kudi frá tyrknesku borginni Antayka var föst undir húsarústum í sex daga áður en henni var bjargað í dag. Sýnt var frá björgunaraðgerðum í fréttum Stöðvar 2: Fulltrúi Sameinuðu þjóðanna, Marin Griffiths sem mættur er á vettvang hamfaranna óttast að tala látinna muni tvöfaldast hið minnsta. „Þetta er virkilega átakanlegt. Sú vitneskja að þessi grjótföll haldi enn fólki föstu, sumu lifandi, mörgu dáin. Ég held að það sé mjög erfitt að áætla tölu látinna nákvæmlega því við veðrum að komast undir brakið. En ég er viss um að talan mun tvöfaldast eða meira en það,“ segir Griffiths. Handtökutilskipun hefur nú verið gefin út á hendur 113 manns vegna húsa sem hrundu í jarðskjálftunum. Bent hefur verið á að aðgerðirnar séu leið stjórnvalda til að koma sér undan ábyrgð á hamförunum. Sérfræðingar höfðu árum saman varað við alvarlegum brotalömum í tyrkneskum byggingariðnaði sem þrifist hefðu í skjóli spillingar og vafasamrar stefnu stjórnvalda. Senda 30 milljónir króna Kristín Hjálmtýsdóttir, framkvæmdastjóri Rauða kross Íslands ræddi ástandið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hún segir að hratt hafi verið brugðist við en að um yfirþyrmandi verkefni sé að ræða. „Upptökusvæðið er stórt og það eru milljónir manna sem búa þarna. Auðvitað er reynt að bjarga fólki úr rústunum eins og hægt er. Nú hefur tími liðið og það sem Rauði krossi leggur nú áherslu á er mannúðaraðstoð, að koma eftirlifendum til aðstoðar með mat, lyfjum, tjöldum, teppi, fötum og í rauninni sálrænum stuðningi líka,“ segir Kristín. Kristín Hjálmtýsdóttir, framkvæmdastjóri Rauða krossins.Aðsend Fjölmargir Sýrlendingar og Tyrkir er búsettir hérlendis og hvetur Kristín þá til að hafa samband í síma 1717. Neyðarsöfnun gengur vel að sögn Kristínar. „Landsmenn hafa verið mjög duglegir að leggja inn fjármuni í neyðarsöfnun Rauða krossins. Við erum núna að senda 30 milljónir til Tyrklands og Sýrlands. Það fer beint til Rauða krossins í þessum löndum, ekki stjórnvalda,“ segir hún og bendir á að hægt er að senda SMS merkt „hjálp“ í númerið 1900 til að styrkja. „Þetta er yfirþyrmandi verkefni og framundan er mikið uppbyggingarverkefni og mannúðaraðstoð fyrir milljónir manna,“ segir Kristín að lokum.
Jarðskjálfti í Tyrklandi 6. febrúar 2023 Náttúruhamfarir Hjálparstarf Tyrkland Tengdar fréttir Bara tvö eftir Fimm manna fjölskylda og sextán ára piltur eru á meðal þeirra sem fundust á lífi í Tyrklandi í dag, heilum fimm dögum eftir gríðarlegan jarðskjálfta á mánudag. Þúsundir barna hafa orðið munaðarlaus í hamförunum, þar á meðal sýrlensk systkini sem upplifðu ólýsanlegan hrylling. 11. febrúar 2023 20:01 Bandaríkjamenn óskuðu eftir frekari aðstoð íslenska hópsins Stjórnstöð íslenska hópsins sem sinnir björgunarstarfi á jarðskjálftasvæðum í Tyrklandi var í dag flutt að ósk Bandaríkjamanna, frá borginni Antakya til Adiyaman. Óskað var eftir því að Íslendingar myndu fylgja með til að tryggja áfram samfellu í störfum alþjóðlegra björgunarsveita. Fjórir aðgerðarstjórnendur voru því sóttir af þyrlu bandaríska hópsins en hinn hluti hópsins hefur lagt af stað heim til Íslands. 12. febrúar 2023 20:07 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Bara tvö eftir Fimm manna fjölskylda og sextán ára piltur eru á meðal þeirra sem fundust á lífi í Tyrklandi í dag, heilum fimm dögum eftir gríðarlegan jarðskjálfta á mánudag. Þúsundir barna hafa orðið munaðarlaus í hamförunum, þar á meðal sýrlensk systkini sem upplifðu ólýsanlegan hrylling. 11. febrúar 2023 20:01
Bandaríkjamenn óskuðu eftir frekari aðstoð íslenska hópsins Stjórnstöð íslenska hópsins sem sinnir björgunarstarfi á jarðskjálftasvæðum í Tyrklandi var í dag flutt að ósk Bandaríkjamanna, frá borginni Antakya til Adiyaman. Óskað var eftir því að Íslendingar myndu fylgja með til að tryggja áfram samfellu í störfum alþjóðlegra björgunarsveita. Fjórir aðgerðarstjórnendur voru því sóttir af þyrlu bandaríska hópsins en hinn hluti hópsins hefur lagt af stað heim til Íslands. 12. febrúar 2023 20:07