Erlent

Fyrr­verandi heims­meistari annar þeirra látnu

Bjarki Sigurðsson skrifar
Kyle Smaine árið 2018 á síðasta mótinu sem hann tók þátt í.
Kyle Smaine árið 2018 á síðasta mótinu sem hann tók þátt í. Getty/Sean M. Haffey

Kyle Smaine, fyrrverandi heimsmeistari í skíðum í hálfpípu (e. half-pipe), er annar þeirra sem létust í snjóflóði í Nagano-héraði í Japan í gær. Smaine var 31 árs gamall og hafði ekki keppt í skíðaíþróttum í fimm ár. 

Tveir létust í snjóflóði í Hakuba Norikura-fjallinu í Japan í gær. Þeir höfðu verið að skíða utanbrautar þegar snjóflóðið féll en þeir voru hluti af fimm manna hóp sem var staddur í fjallinu. 

Smaine varð heimsmeistari árið 2015, 24 ára gamall, en hætti að keppa árið 2018 þegar hann var einungis 27 ára gamall. Hann hafði ferðast frá heimili sínu í Bandaríkjunum til að skíða með nokkrum samlöndum sínum og nokkrum Austurríkismönnum. 


Tengdar fréttir

Tveir létu lífið í snjóflóði í Japan

Tveir karlmenn létu lífið í snjóflóði í Nagano-héraði í Japan í gær. Mennirnir voru hluti af fimm manna hóp sem var að skíða í Hakuba Norikura-fjallinu en hinir þrír komust undan flóðinu. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×