Minnast þeirra sem létust í krapaflóðum á Patreksfirði fyrir fjörutíu árum Atli Ísleifsson skrifar 21. janúar 2023 09:31 Minningarstundin hefst í Patreksfjarðarkirkju klukkan 14 á morgun, sunnudag. Vísir/Vilhelm Fjörutíu ár verða á morgun liðin frá því að tvö krapaflóð féllu á Patreksfjörð með þeim afleiðingum að fjögur létust og nítján hús skemmdust. Að því tilefni verður blásið til minningarathafnar um hin látnu. Í tilkynningu frá sveitarfélaginu Vesturbyggð kemur fram að minningarstund verði í Patreksfjarðarkirkju klukkan 14 á morgun að Kristjáni Björnssyni vígslubiskupi viðstöddum. „Þar munu listamenn af svæðinu flytja tónlistaratriði. Að því loknu verður gengið að minnisvarða þeirra sem létust í krapaflóðunum, þar verða viðbragðsaðilar á svæðinu í broddi fylkingar. Því næst verður minningarathöfn í félagsheimilinu þar sem Guðni Th. Jóhannesson forseti, Þórdís Sif Sigurðardóttir, bæjarstjóri Vesturbyggðar, og Úlfar Thoroddsen fyrrverandi sveitarstjóri Patreksfjarðarhrepps taka til máls,“ segir í tilkynningunni. Guðni Th. Jóhannesson forseti mun sækja minningarathöfnina.Vísir/Vilhelm Voru á leið á þorrablót Um hamfarirnar segir að það 22. janúar árið 1983 hafi Patreksfirðingar verið að gera sig prúðbúna fyrir þorrablót þegar krapaflóðin féllu með stuttu millibili á bæinn. „Mikil eyðilegging átti sér stað og mörg misstu aleigu sína. Valgerður Jónsdóttir 77 ára, Marteinn Ólafur Pétursson 41 árs, Sigurbjörg Sigurðardóttir 58 ára og Sigrún Guðbrandsdóttir 6 ára létust öll í flóðinu en auk þeirra slösuðust tíu manns. Viðbragðsaðilar frá Patreksfirði, nærliggjandi byggðalögum og Reykjavík lyftu grettistaki við að bjarga fólki úr krapanum. Bæjarbúum var smalað í félagsheimilið á meðan björgunarstarfi stóð, enda nóg af þorramat til að metta fjöldann. Öll sem vettlingi gátu valdið lögðu hönd á plóg en atburðurinn umturnaði lífi margra Patreksfirðinga, enda um náið samfélag að ræða og enga áfallahjálp að fá á þessum tíma,“ segir um atburðina. Dagskrá 14:00 – Minningarstund í Patreksfjarðarkirkju. Séra Kristján Arason heldur minningarstund að viðstöddum Kristjáni Björnssyni vígslubiskupi. Tónlistarfólk af svæðinu flytur tónlistaratriði. 14:40 – Gengið að minnisvarðanum. Viðbragðsaðilar verða í broddi fylkingar og lagður verður blómasveigur og kerti við minnisvarðann. 15:15 – Minningarathöfn í félagsheimili Patreksfjarðar. Til máls taka: Úlfar Thoroddsen, fyrrverandi sveitarstjóri Patreksfjarðarhrepps. Þórdís Sif Sigurðardóttir, bæjarstjóri Vesturbyggðar. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands. Að lokinni dagskrá býður slysavarnardeildin Unnur upp á kaffi og veitingar. Vesturbyggð Náttúruhamfarir Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira
Í tilkynningu frá sveitarfélaginu Vesturbyggð kemur fram að minningarstund verði í Patreksfjarðarkirkju klukkan 14 á morgun að Kristjáni Björnssyni vígslubiskupi viðstöddum. „Þar munu listamenn af svæðinu flytja tónlistaratriði. Að því loknu verður gengið að minnisvarða þeirra sem létust í krapaflóðunum, þar verða viðbragðsaðilar á svæðinu í broddi fylkingar. Því næst verður minningarathöfn í félagsheimilinu þar sem Guðni Th. Jóhannesson forseti, Þórdís Sif Sigurðardóttir, bæjarstjóri Vesturbyggðar, og Úlfar Thoroddsen fyrrverandi sveitarstjóri Patreksfjarðarhrepps taka til máls,“ segir í tilkynningunni. Guðni Th. Jóhannesson forseti mun sækja minningarathöfnina.Vísir/Vilhelm Voru á leið á þorrablót Um hamfarirnar segir að það 22. janúar árið 1983 hafi Patreksfirðingar verið að gera sig prúðbúna fyrir þorrablót þegar krapaflóðin féllu með stuttu millibili á bæinn. „Mikil eyðilegging átti sér stað og mörg misstu aleigu sína. Valgerður Jónsdóttir 77 ára, Marteinn Ólafur Pétursson 41 árs, Sigurbjörg Sigurðardóttir 58 ára og Sigrún Guðbrandsdóttir 6 ára létust öll í flóðinu en auk þeirra slösuðust tíu manns. Viðbragðsaðilar frá Patreksfirði, nærliggjandi byggðalögum og Reykjavík lyftu grettistaki við að bjarga fólki úr krapanum. Bæjarbúum var smalað í félagsheimilið á meðan björgunarstarfi stóð, enda nóg af þorramat til að metta fjöldann. Öll sem vettlingi gátu valdið lögðu hönd á plóg en atburðurinn umturnaði lífi margra Patreksfirðinga, enda um náið samfélag að ræða og enga áfallahjálp að fá á þessum tíma,“ segir um atburðina. Dagskrá 14:00 – Minningarstund í Patreksfjarðarkirkju. Séra Kristján Arason heldur minningarstund að viðstöddum Kristjáni Björnssyni vígslubiskupi. Tónlistarfólk af svæðinu flytur tónlistaratriði. 14:40 – Gengið að minnisvarðanum. Viðbragðsaðilar verða í broddi fylkingar og lagður verður blómasveigur og kerti við minnisvarðann. 15:15 – Minningarathöfn í félagsheimili Patreksfjarðar. Til máls taka: Úlfar Thoroddsen, fyrrverandi sveitarstjóri Patreksfjarðarhrepps. Þórdís Sif Sigurðardóttir, bæjarstjóri Vesturbyggðar. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands. Að lokinni dagskrá býður slysavarnardeildin Unnur upp á kaffi og veitingar.
Dagskrá 14:00 – Minningarstund í Patreksfjarðarkirkju. Séra Kristján Arason heldur minningarstund að viðstöddum Kristjáni Björnssyni vígslubiskupi. Tónlistarfólk af svæðinu flytur tónlistaratriði. 14:40 – Gengið að minnisvarðanum. Viðbragðsaðilar verða í broddi fylkingar og lagður verður blómasveigur og kerti við minnisvarðann. 15:15 – Minningarathöfn í félagsheimili Patreksfjarðar. Til máls taka: Úlfar Thoroddsen, fyrrverandi sveitarstjóri Patreksfjarðarhrepps. Þórdís Sif Sigurðardóttir, bæjarstjóri Vesturbyggðar. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands. Að lokinni dagskrá býður slysavarnardeildin Unnur upp á kaffi og veitingar.
Vesturbyggð Náttúruhamfarir Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira