Fundu fólk á lífi eftir átta daga Samúel Karl Ólason skrifar 14. febrúar 2023 10:20 Muhammed Enes Yeninar, bjargað úr rústum húss í Kahramanmaras í Tyrklandi. Minnst þremur var bjargað í morgun, eftir að hafa verið fastir í rústum í tæpar tvö hundruð klukkustundir. AP/Ismail Coskun Björgunarsveitarmenn, hermenn og aðrir leitarmenn í Tyrklandi fundu í morgun fólk á lífi í rústum húsa sem hrundu fyrir átta dögum síðan. Minnst þrír fundust á lífi í rústum húsa en leitað er í þremur héruðum Tyrklands. Sérfræðingar segja litlar líkur á því að margir muni finnast á lífi. Fjöldi látinna í bæði Tyrklandi og Sýrlandi er kominn yfir 37 þúsund, samkvæmt Reuters, og mun að líkindum hækka enn frekar á komandi dögum. Þann 6. febrúar varð 7,8 stiga skjálfti á svæðinu og nokkrum klukkustundum síðar varð annar skjálfti sem varð 7,5 stig. Mikill fjöldi eftirskjálfta hefur einnig greinst á svæðinu. Minnst 41.500 byggingar eru ónýtar í Tyrklandi. AP fréttaveitan segir átján ára mann hafa fundist í Adiyaman héraði en erfiðlega gekk að ná honum úr rústunum. Hann fékk næringu í æð áður en björgunarmenn byrjuðu að fjarlægja brak en rústirnar voru mjög óstöðugar. Hann hafði legið í rústunum í tæpar 199 klukkustundir þegar honum var bjargað. Þá var tveimur bræðrum, 17 og 21 árs, bjargað úr rústum húss í Kahramanmaras, nærri uppruna fyrsta jarðskjálftans. Þeir höfðu legið í rústunum í um 198 klukkustundir. Þeir voru fluttir á sjúkrahús en heilsuástand þeirra liggur ekki fyrir. 198 saat sonra Ad yaman dan bir mucize haberi daha geldi. 18 ya ndaki Muhammed Cafer Çetin ekipler taraf ndan enkazdan kurtar ld . pic.twitter.com/SsZD4Atx88— TRT Haber Canl (@trthabercanli) February 14, 2023 Leitaraðilar eru að draga saman seglin og er áherslan í viðbrögðunum við jarðskjálftunum að færast yfir á að sinna þeim sem hafa í engin hús að venda. Margir hafa þurft að sofa undir berum himni en mjög kalt hefur verið á svæðinu. Til viðbótar við kuldann eru innviðir mjög skemmdir og hafa margir ekki aðgang að hreinu vatni. Neyðaraðstoð er byrjuð að berast á svæðið og til Sýrlands þar sem Bashar al Assad, forseti, hefur opnað tvær landamærastöðvar til viðbótar svo að aðstoð geti borist til yfirráðasvæðis uppreisnar- og vígamanna í norðurhluta landsins. Yfirmaður aðstoðarstarfs Sameinuðu þjóðanna í Aleppo í Sýrlandi, sagði í morgun að björgunarstarfi þar væri að ljúka og nú yrði áherslan lögð á að huga að fólki á svæðinu. Tyrkland Jarðskjálfti í Tyrklandi 6. febrúar 2023 Sýrland Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Fannst lifandi eftir 174 klukkustundir en vonir um að finna fleiri dvína Sífellt færri finnast nú lifandi í rústunum í Tyrklandi en vika er liðin frá mannskæðustu jarðskjálftum á svæðinu í áratugi. Kona fannst í dag lifandi eftir 174 klukkustundir en vonir fara dvínandi og spjótin beinast að gölluðum mannvirkjum. Íslenskt sérfræðingateymi stýrir enn aðgerðum rústabjörgunarsveita en færði sig um set í gær. 13. febrúar 2023 12:50 Sýrlendingar örvæntingarfullir og enn berst lítil aðstoð Sýrlendingar sem lifðu tvo stóra jarðskjálfta, sem riðu yfir norðurhluta Sýrlands og suðurhluta Tyrklands í síðustu viku, af eru örvæntingarfullir. Lítil aðstoð hefur borist, enda landsvæði þeirra undir stjórn uppreisnarmanna, en þeir sem lifðu hryllinginn af glíma nú við sult og kulda. 13. febrúar 2023 08:18 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira
Fjöldi látinna í bæði Tyrklandi og Sýrlandi er kominn yfir 37 þúsund, samkvæmt Reuters, og mun að líkindum hækka enn frekar á komandi dögum. Þann 6. febrúar varð 7,8 stiga skjálfti á svæðinu og nokkrum klukkustundum síðar varð annar skjálfti sem varð 7,5 stig. Mikill fjöldi eftirskjálfta hefur einnig greinst á svæðinu. Minnst 41.500 byggingar eru ónýtar í Tyrklandi. AP fréttaveitan segir átján ára mann hafa fundist í Adiyaman héraði en erfiðlega gekk að ná honum úr rústunum. Hann fékk næringu í æð áður en björgunarmenn byrjuðu að fjarlægja brak en rústirnar voru mjög óstöðugar. Hann hafði legið í rústunum í tæpar 199 klukkustundir þegar honum var bjargað. Þá var tveimur bræðrum, 17 og 21 árs, bjargað úr rústum húss í Kahramanmaras, nærri uppruna fyrsta jarðskjálftans. Þeir höfðu legið í rústunum í um 198 klukkustundir. Þeir voru fluttir á sjúkrahús en heilsuástand þeirra liggur ekki fyrir. 198 saat sonra Ad yaman dan bir mucize haberi daha geldi. 18 ya ndaki Muhammed Cafer Çetin ekipler taraf ndan enkazdan kurtar ld . pic.twitter.com/SsZD4Atx88— TRT Haber Canl (@trthabercanli) February 14, 2023 Leitaraðilar eru að draga saman seglin og er áherslan í viðbrögðunum við jarðskjálftunum að færast yfir á að sinna þeim sem hafa í engin hús að venda. Margir hafa þurft að sofa undir berum himni en mjög kalt hefur verið á svæðinu. Til viðbótar við kuldann eru innviðir mjög skemmdir og hafa margir ekki aðgang að hreinu vatni. Neyðaraðstoð er byrjuð að berast á svæðið og til Sýrlands þar sem Bashar al Assad, forseti, hefur opnað tvær landamærastöðvar til viðbótar svo að aðstoð geti borist til yfirráðasvæðis uppreisnar- og vígamanna í norðurhluta landsins. Yfirmaður aðstoðarstarfs Sameinuðu þjóðanna í Aleppo í Sýrlandi, sagði í morgun að björgunarstarfi þar væri að ljúka og nú yrði áherslan lögð á að huga að fólki á svæðinu.
Tyrkland Jarðskjálfti í Tyrklandi 6. febrúar 2023 Sýrland Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Fannst lifandi eftir 174 klukkustundir en vonir um að finna fleiri dvína Sífellt færri finnast nú lifandi í rústunum í Tyrklandi en vika er liðin frá mannskæðustu jarðskjálftum á svæðinu í áratugi. Kona fannst í dag lifandi eftir 174 klukkustundir en vonir fara dvínandi og spjótin beinast að gölluðum mannvirkjum. Íslenskt sérfræðingateymi stýrir enn aðgerðum rústabjörgunarsveita en færði sig um set í gær. 13. febrúar 2023 12:50 Sýrlendingar örvæntingarfullir og enn berst lítil aðstoð Sýrlendingar sem lifðu tvo stóra jarðskjálfta, sem riðu yfir norðurhluta Sýrlands og suðurhluta Tyrklands í síðustu viku, af eru örvæntingarfullir. Lítil aðstoð hefur borist, enda landsvæði þeirra undir stjórn uppreisnarmanna, en þeir sem lifðu hryllinginn af glíma nú við sult og kulda. 13. febrúar 2023 08:18 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira
Fannst lifandi eftir 174 klukkustundir en vonir um að finna fleiri dvína Sífellt færri finnast nú lifandi í rústunum í Tyrklandi en vika er liðin frá mannskæðustu jarðskjálftum á svæðinu í áratugi. Kona fannst í dag lifandi eftir 174 klukkustundir en vonir fara dvínandi og spjótin beinast að gölluðum mannvirkjum. Íslenskt sérfræðingateymi stýrir enn aðgerðum rústabjörgunarsveita en færði sig um set í gær. 13. febrúar 2023 12:50
Sýrlendingar örvæntingarfullir og enn berst lítil aðstoð Sýrlendingar sem lifðu tvo stóra jarðskjálfta, sem riðu yfir norðurhluta Sýrlands og suðurhluta Tyrklands í síðustu viku, af eru örvæntingarfullir. Lítil aðstoð hefur borist, enda landsvæði þeirra undir stjórn uppreisnarmanna, en þeir sem lifðu hryllinginn af glíma nú við sult og kulda. 13. febrúar 2023 08:18