Hópur Landsbjargar nálgast hamfarasvæðið: „Ekkert rafmagn og skortur á bensíni“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 8. febrúar 2023 12:04 Íslenski hópurinn lagði af stað í gærkvöld, lenti í Tyrklandi í nótt og er enn á ferðalagi að Hatay héraðinu. landsbjörg Heildarfjöldi látinna í jarðskjálftanum í Tyrkjaldi og Sýrlandi er nú kominn upp í ellefu þúsund en búist er við að sú tala muni hækka. Hópur Landsbjargar lenti í Tyrklandi í nótt og er nú á leið með rútu inn á hamfarasvæði en íbúar gagnrýna stjórnvöld fyrir hægagang í björgunaraðgerðum. Hamfarirnar eru þær mannskæðustu í áratug. Þúsundir bygginga hrundu í skjálftahrinunni, þar á meðal sjúkrahús, skólar og heilu íbúðablokkirnar. Tyrklandsforseti lýsti yfir neyðarástandi í tíu héruðum en íbúar gagnrýna nú margir stjórnvöld vegna hægagangs í björgunaraðgerðum. Vitni sögðu í samtali við AP fréttaveituna að það hefði tekið viðbragðsaðila tólf tíma að koma til Gaziantep og að íbúar og lögregla hefðu brugðist við með því að leita sjálf í húsarústum. Þegar björgunarliðar komu loks á staðinn hafi þeir unnið í nokkra tíma en hætt svo yfir nóttina, sögðu vitnin. Hópurinn hefur ferðast frá því í gærkvöld.Landsbjörg „Verkefnið verður krefjandi“ Hópur Landsbjargar lenti í Tyrklandi klukkan að ganga fjögur í nótt að íslenskum tíma, rétt fyrir klukkan sjö á tyrkneskum tíma og ferðast nú með rútu að héraðinu Hatay. „Ferðalagið hefur verið langt þau eru búin að vera á ferðalagi síðan þau yfirgáfu landið í gærkvöldi um átta leytið. Þau eru núna að koma á sinn áfangastað sem verður í héraði sem heitir Hatay þar sem þau setja upp búðir á knattspyrnuvelli en lengra eru þau ekki komin. Það sem við höfum heyrt er að það ríkir talsvert öngþveiti á þessum slóðum. Það er ekkert rafmagn, skortur á bensíni og díselolíu þannig verkefnið verður krefjandi,“ sagði Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar. Hópur Landsbjargar mun sinna svæðisstjórn.landsbjörg Hópurinn mun ekki sinna rústabjörgun heldur vinna að svæðisstjórn á Gaziantep svæðinu, ásamt björgunarhópi frá Katar. „Þeirra hlutverk er að samræma störf þeirra fjölda björgunarsveita sem eru komnar á svæðið. Það var talið helst vöntun á reyndu fólki í þannig vinnu og það er meginhlutverk okkar hóps.“ Jarðskjálfti í Tyrklandi 6. febrúar 2023 Náttúruhamfarir Eldgos og jarðhræringar Tyrkland Sýrland Tengdar fréttir „Hvað á ég að gera? Hvert á ég að fara?“ Heildarfjöldi látinna í jarðskjálftanum í Tyrklandi og Sýrlandi stendur nú í 8.400 en raunverulegur fjöldi er talinn mun meiri. 5. 894 hafa fundist látnir í Tyrklandi og 2.470 í Sýrlandi en þúsundir eru taldar fastar undir húsarústum. 8. febrúar 2023 06:48 Hópur björgunarsveitarfólks loks lagður af stað til Tyrklands Íslenskur hópur björgunarsveitarfólks hefur nú lagt af stað til jarðskjálftasvæða í Tyrklandi. 7. febrúar 2023 21:23 Samstaða borgarbúa sé ótrúleg Þúsundir hafa farist eftir öfluga jarðskjálfta í Tyrklandi og Sýrlandi í gær. Íslenskt björgunarsveitarfólk fer til Tyrklands til að aðstoða við björgunaraðgerðir. Samstaða íbúa Tyrklands er aðdáunarverð að mati íslenskrar konur sem býr á skjálftasvæðinu. 7. febrúar 2023 19:00 Í kappi við kuldann Björgunarsveitir og aðrir leitaraðilar í Sýrlandi og Tyrklandi vinna nú hörðum höndum að því að ná fólki úr rústum húsa sem hrundu í öflugum jarðskjálftum í gær. Mikið kapp er lagt í að vinna hratt en mikill kuldi er á svæðinu. 7. febrúar 2023 17:51 Jarðskjálftahamfarir í Tyrklandi og Sýrlandi: Hvað get ég gert? Aðfaranótt mánudags áttu gríðarlega öflugir jarðskjálftar sér stað í Tyrklandi sem ollu ólýsanlegum skemmdum, þjáningu, ringulreið, hræðslu og ótta og kostuðu þúsundir lífið. 7. febrúar 2023 17:01 Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Sjá meira
Hamfarirnar eru þær mannskæðustu í áratug. Þúsundir bygginga hrundu í skjálftahrinunni, þar á meðal sjúkrahús, skólar og heilu íbúðablokkirnar. Tyrklandsforseti lýsti yfir neyðarástandi í tíu héruðum en íbúar gagnrýna nú margir stjórnvöld vegna hægagangs í björgunaraðgerðum. Vitni sögðu í samtali við AP fréttaveituna að það hefði tekið viðbragðsaðila tólf tíma að koma til Gaziantep og að íbúar og lögregla hefðu brugðist við með því að leita sjálf í húsarústum. Þegar björgunarliðar komu loks á staðinn hafi þeir unnið í nokkra tíma en hætt svo yfir nóttina, sögðu vitnin. Hópurinn hefur ferðast frá því í gærkvöld.Landsbjörg „Verkefnið verður krefjandi“ Hópur Landsbjargar lenti í Tyrklandi klukkan að ganga fjögur í nótt að íslenskum tíma, rétt fyrir klukkan sjö á tyrkneskum tíma og ferðast nú með rútu að héraðinu Hatay. „Ferðalagið hefur verið langt þau eru búin að vera á ferðalagi síðan þau yfirgáfu landið í gærkvöldi um átta leytið. Þau eru núna að koma á sinn áfangastað sem verður í héraði sem heitir Hatay þar sem þau setja upp búðir á knattspyrnuvelli en lengra eru þau ekki komin. Það sem við höfum heyrt er að það ríkir talsvert öngþveiti á þessum slóðum. Það er ekkert rafmagn, skortur á bensíni og díselolíu þannig verkefnið verður krefjandi,“ sagði Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar. Hópur Landsbjargar mun sinna svæðisstjórn.landsbjörg Hópurinn mun ekki sinna rústabjörgun heldur vinna að svæðisstjórn á Gaziantep svæðinu, ásamt björgunarhópi frá Katar. „Þeirra hlutverk er að samræma störf þeirra fjölda björgunarsveita sem eru komnar á svæðið. Það var talið helst vöntun á reyndu fólki í þannig vinnu og það er meginhlutverk okkar hóps.“
Jarðskjálfti í Tyrklandi 6. febrúar 2023 Náttúruhamfarir Eldgos og jarðhræringar Tyrkland Sýrland Tengdar fréttir „Hvað á ég að gera? Hvert á ég að fara?“ Heildarfjöldi látinna í jarðskjálftanum í Tyrklandi og Sýrlandi stendur nú í 8.400 en raunverulegur fjöldi er talinn mun meiri. 5. 894 hafa fundist látnir í Tyrklandi og 2.470 í Sýrlandi en þúsundir eru taldar fastar undir húsarústum. 8. febrúar 2023 06:48 Hópur björgunarsveitarfólks loks lagður af stað til Tyrklands Íslenskur hópur björgunarsveitarfólks hefur nú lagt af stað til jarðskjálftasvæða í Tyrklandi. 7. febrúar 2023 21:23 Samstaða borgarbúa sé ótrúleg Þúsundir hafa farist eftir öfluga jarðskjálfta í Tyrklandi og Sýrlandi í gær. Íslenskt björgunarsveitarfólk fer til Tyrklands til að aðstoða við björgunaraðgerðir. Samstaða íbúa Tyrklands er aðdáunarverð að mati íslenskrar konur sem býr á skjálftasvæðinu. 7. febrúar 2023 19:00 Í kappi við kuldann Björgunarsveitir og aðrir leitaraðilar í Sýrlandi og Tyrklandi vinna nú hörðum höndum að því að ná fólki úr rústum húsa sem hrundu í öflugum jarðskjálftum í gær. Mikið kapp er lagt í að vinna hratt en mikill kuldi er á svæðinu. 7. febrúar 2023 17:51 Jarðskjálftahamfarir í Tyrklandi og Sýrlandi: Hvað get ég gert? Aðfaranótt mánudags áttu gríðarlega öflugir jarðskjálftar sér stað í Tyrklandi sem ollu ólýsanlegum skemmdum, þjáningu, ringulreið, hræðslu og ótta og kostuðu þúsundir lífið. 7. febrúar 2023 17:01 Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Sjá meira
„Hvað á ég að gera? Hvert á ég að fara?“ Heildarfjöldi látinna í jarðskjálftanum í Tyrklandi og Sýrlandi stendur nú í 8.400 en raunverulegur fjöldi er talinn mun meiri. 5. 894 hafa fundist látnir í Tyrklandi og 2.470 í Sýrlandi en þúsundir eru taldar fastar undir húsarústum. 8. febrúar 2023 06:48
Hópur björgunarsveitarfólks loks lagður af stað til Tyrklands Íslenskur hópur björgunarsveitarfólks hefur nú lagt af stað til jarðskjálftasvæða í Tyrklandi. 7. febrúar 2023 21:23
Samstaða borgarbúa sé ótrúleg Þúsundir hafa farist eftir öfluga jarðskjálfta í Tyrklandi og Sýrlandi í gær. Íslenskt björgunarsveitarfólk fer til Tyrklands til að aðstoða við björgunaraðgerðir. Samstaða íbúa Tyrklands er aðdáunarverð að mati íslenskrar konur sem býr á skjálftasvæðinu. 7. febrúar 2023 19:00
Í kappi við kuldann Björgunarsveitir og aðrir leitaraðilar í Sýrlandi og Tyrklandi vinna nú hörðum höndum að því að ná fólki úr rústum húsa sem hrundu í öflugum jarðskjálftum í gær. Mikið kapp er lagt í að vinna hratt en mikill kuldi er á svæðinu. 7. febrúar 2023 17:51
Jarðskjálftahamfarir í Tyrklandi og Sýrlandi: Hvað get ég gert? Aðfaranótt mánudags áttu gríðarlega öflugir jarðskjálftar sér stað í Tyrklandi sem ollu ólýsanlegum skemmdum, þjáningu, ringulreið, hræðslu og ótta og kostuðu þúsundir lífið. 7. febrúar 2023 17:01