Hópur Landsbjargar nálgast hamfarasvæðið: „Ekkert rafmagn og skortur á bensíni“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 8. febrúar 2023 12:04 Íslenski hópurinn lagði af stað í gærkvöld, lenti í Tyrklandi í nótt og er enn á ferðalagi að Hatay héraðinu. landsbjörg Heildarfjöldi látinna í jarðskjálftanum í Tyrkjaldi og Sýrlandi er nú kominn upp í ellefu þúsund en búist er við að sú tala muni hækka. Hópur Landsbjargar lenti í Tyrklandi í nótt og er nú á leið með rútu inn á hamfarasvæði en íbúar gagnrýna stjórnvöld fyrir hægagang í björgunaraðgerðum. Hamfarirnar eru þær mannskæðustu í áratug. Þúsundir bygginga hrundu í skjálftahrinunni, þar á meðal sjúkrahús, skólar og heilu íbúðablokkirnar. Tyrklandsforseti lýsti yfir neyðarástandi í tíu héruðum en íbúar gagnrýna nú margir stjórnvöld vegna hægagangs í björgunaraðgerðum. Vitni sögðu í samtali við AP fréttaveituna að það hefði tekið viðbragðsaðila tólf tíma að koma til Gaziantep og að íbúar og lögregla hefðu brugðist við með því að leita sjálf í húsarústum. Þegar björgunarliðar komu loks á staðinn hafi þeir unnið í nokkra tíma en hætt svo yfir nóttina, sögðu vitnin. Hópurinn hefur ferðast frá því í gærkvöld.Landsbjörg „Verkefnið verður krefjandi“ Hópur Landsbjargar lenti í Tyrklandi klukkan að ganga fjögur í nótt að íslenskum tíma, rétt fyrir klukkan sjö á tyrkneskum tíma og ferðast nú með rútu að héraðinu Hatay. „Ferðalagið hefur verið langt þau eru búin að vera á ferðalagi síðan þau yfirgáfu landið í gærkvöldi um átta leytið. Þau eru núna að koma á sinn áfangastað sem verður í héraði sem heitir Hatay þar sem þau setja upp búðir á knattspyrnuvelli en lengra eru þau ekki komin. Það sem við höfum heyrt er að það ríkir talsvert öngþveiti á þessum slóðum. Það er ekkert rafmagn, skortur á bensíni og díselolíu þannig verkefnið verður krefjandi,“ sagði Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar. Hópur Landsbjargar mun sinna svæðisstjórn.landsbjörg Hópurinn mun ekki sinna rústabjörgun heldur vinna að svæðisstjórn á Gaziantep svæðinu, ásamt björgunarhópi frá Katar. „Þeirra hlutverk er að samræma störf þeirra fjölda björgunarsveita sem eru komnar á svæðið. Það var talið helst vöntun á reyndu fólki í þannig vinnu og það er meginhlutverk okkar hóps.“ Jarðskjálfti í Tyrklandi 6. febrúar 2023 Náttúruhamfarir Eldgos og jarðhræringar Tyrkland Sýrland Tengdar fréttir „Hvað á ég að gera? Hvert á ég að fara?“ Heildarfjöldi látinna í jarðskjálftanum í Tyrklandi og Sýrlandi stendur nú í 8.400 en raunverulegur fjöldi er talinn mun meiri. 5. 894 hafa fundist látnir í Tyrklandi og 2.470 í Sýrlandi en þúsundir eru taldar fastar undir húsarústum. 8. febrúar 2023 06:48 Hópur björgunarsveitarfólks loks lagður af stað til Tyrklands Íslenskur hópur björgunarsveitarfólks hefur nú lagt af stað til jarðskjálftasvæða í Tyrklandi. 7. febrúar 2023 21:23 Samstaða borgarbúa sé ótrúleg Þúsundir hafa farist eftir öfluga jarðskjálfta í Tyrklandi og Sýrlandi í gær. Íslenskt björgunarsveitarfólk fer til Tyrklands til að aðstoða við björgunaraðgerðir. Samstaða íbúa Tyrklands er aðdáunarverð að mati íslenskrar konur sem býr á skjálftasvæðinu. 7. febrúar 2023 19:00 Í kappi við kuldann Björgunarsveitir og aðrir leitaraðilar í Sýrlandi og Tyrklandi vinna nú hörðum höndum að því að ná fólki úr rústum húsa sem hrundu í öflugum jarðskjálftum í gær. Mikið kapp er lagt í að vinna hratt en mikill kuldi er á svæðinu. 7. febrúar 2023 17:51 Jarðskjálftahamfarir í Tyrklandi og Sýrlandi: Hvað get ég gert? Aðfaranótt mánudags áttu gríðarlega öflugir jarðskjálftar sér stað í Tyrklandi sem ollu ólýsanlegum skemmdum, þjáningu, ringulreið, hræðslu og ótta og kostuðu þúsundir lífið. 7. febrúar 2023 17:01 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Fleiri fréttir Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Sjá meira
Hamfarirnar eru þær mannskæðustu í áratug. Þúsundir bygginga hrundu í skjálftahrinunni, þar á meðal sjúkrahús, skólar og heilu íbúðablokkirnar. Tyrklandsforseti lýsti yfir neyðarástandi í tíu héruðum en íbúar gagnrýna nú margir stjórnvöld vegna hægagangs í björgunaraðgerðum. Vitni sögðu í samtali við AP fréttaveituna að það hefði tekið viðbragðsaðila tólf tíma að koma til Gaziantep og að íbúar og lögregla hefðu brugðist við með því að leita sjálf í húsarústum. Þegar björgunarliðar komu loks á staðinn hafi þeir unnið í nokkra tíma en hætt svo yfir nóttina, sögðu vitnin. Hópurinn hefur ferðast frá því í gærkvöld.Landsbjörg „Verkefnið verður krefjandi“ Hópur Landsbjargar lenti í Tyrklandi klukkan að ganga fjögur í nótt að íslenskum tíma, rétt fyrir klukkan sjö á tyrkneskum tíma og ferðast nú með rútu að héraðinu Hatay. „Ferðalagið hefur verið langt þau eru búin að vera á ferðalagi síðan þau yfirgáfu landið í gærkvöldi um átta leytið. Þau eru núna að koma á sinn áfangastað sem verður í héraði sem heitir Hatay þar sem þau setja upp búðir á knattspyrnuvelli en lengra eru þau ekki komin. Það sem við höfum heyrt er að það ríkir talsvert öngþveiti á þessum slóðum. Það er ekkert rafmagn, skortur á bensíni og díselolíu þannig verkefnið verður krefjandi,“ sagði Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar. Hópur Landsbjargar mun sinna svæðisstjórn.landsbjörg Hópurinn mun ekki sinna rústabjörgun heldur vinna að svæðisstjórn á Gaziantep svæðinu, ásamt björgunarhópi frá Katar. „Þeirra hlutverk er að samræma störf þeirra fjölda björgunarsveita sem eru komnar á svæðið. Það var talið helst vöntun á reyndu fólki í þannig vinnu og það er meginhlutverk okkar hóps.“
Jarðskjálfti í Tyrklandi 6. febrúar 2023 Náttúruhamfarir Eldgos og jarðhræringar Tyrkland Sýrland Tengdar fréttir „Hvað á ég að gera? Hvert á ég að fara?“ Heildarfjöldi látinna í jarðskjálftanum í Tyrklandi og Sýrlandi stendur nú í 8.400 en raunverulegur fjöldi er talinn mun meiri. 5. 894 hafa fundist látnir í Tyrklandi og 2.470 í Sýrlandi en þúsundir eru taldar fastar undir húsarústum. 8. febrúar 2023 06:48 Hópur björgunarsveitarfólks loks lagður af stað til Tyrklands Íslenskur hópur björgunarsveitarfólks hefur nú lagt af stað til jarðskjálftasvæða í Tyrklandi. 7. febrúar 2023 21:23 Samstaða borgarbúa sé ótrúleg Þúsundir hafa farist eftir öfluga jarðskjálfta í Tyrklandi og Sýrlandi í gær. Íslenskt björgunarsveitarfólk fer til Tyrklands til að aðstoða við björgunaraðgerðir. Samstaða íbúa Tyrklands er aðdáunarverð að mati íslenskrar konur sem býr á skjálftasvæðinu. 7. febrúar 2023 19:00 Í kappi við kuldann Björgunarsveitir og aðrir leitaraðilar í Sýrlandi og Tyrklandi vinna nú hörðum höndum að því að ná fólki úr rústum húsa sem hrundu í öflugum jarðskjálftum í gær. Mikið kapp er lagt í að vinna hratt en mikill kuldi er á svæðinu. 7. febrúar 2023 17:51 Jarðskjálftahamfarir í Tyrklandi og Sýrlandi: Hvað get ég gert? Aðfaranótt mánudags áttu gríðarlega öflugir jarðskjálftar sér stað í Tyrklandi sem ollu ólýsanlegum skemmdum, þjáningu, ringulreið, hræðslu og ótta og kostuðu þúsundir lífið. 7. febrúar 2023 17:01 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Fleiri fréttir Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Sjá meira
„Hvað á ég að gera? Hvert á ég að fara?“ Heildarfjöldi látinna í jarðskjálftanum í Tyrklandi og Sýrlandi stendur nú í 8.400 en raunverulegur fjöldi er talinn mun meiri. 5. 894 hafa fundist látnir í Tyrklandi og 2.470 í Sýrlandi en þúsundir eru taldar fastar undir húsarústum. 8. febrúar 2023 06:48
Hópur björgunarsveitarfólks loks lagður af stað til Tyrklands Íslenskur hópur björgunarsveitarfólks hefur nú lagt af stað til jarðskjálftasvæða í Tyrklandi. 7. febrúar 2023 21:23
Samstaða borgarbúa sé ótrúleg Þúsundir hafa farist eftir öfluga jarðskjálfta í Tyrklandi og Sýrlandi í gær. Íslenskt björgunarsveitarfólk fer til Tyrklands til að aðstoða við björgunaraðgerðir. Samstaða íbúa Tyrklands er aðdáunarverð að mati íslenskrar konur sem býr á skjálftasvæðinu. 7. febrúar 2023 19:00
Í kappi við kuldann Björgunarsveitir og aðrir leitaraðilar í Sýrlandi og Tyrklandi vinna nú hörðum höndum að því að ná fólki úr rústum húsa sem hrundu í öflugum jarðskjálftum í gær. Mikið kapp er lagt í að vinna hratt en mikill kuldi er á svæðinu. 7. febrúar 2023 17:51
Jarðskjálftahamfarir í Tyrklandi og Sýrlandi: Hvað get ég gert? Aðfaranótt mánudags áttu gríðarlega öflugir jarðskjálftar sér stað í Tyrklandi sem ollu ólýsanlegum skemmdum, þjáningu, ringulreið, hræðslu og ótta og kostuðu þúsundir lífið. 7. febrúar 2023 17:01
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent