„Þetta er óþekkjanlegt“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. janúar 2023 20:30 Gámur og vinnuskúr voru staðsettir þar sem rauði hringurinn er. Svörtu hringirnir sýna staðsetningu þeirra eftir flóðið. Kristbjörn B. Einarsson Mikið tjón varð hjá ábúendum á bænum Skollagróf í Hrunamannahreppi þegar gríðarlegt krapaflóð varð í Hvítá aðfaranótt föstudags. Bóndi segir svæðið óþekkjanlegt og man ekki eftir öðru eins flóði. Það var í birtingu á föstudag sem krapaflóðið uppgötvaðist. Sigurður Haukur Jónsson bóndi á Skollagróf undraðist þá dökka þúst sem hann sá glitta í niður í svokölluðu Grófargili. Bóndi hugsaði með sér að þar væru líklega kýr sem hefðu hópað sig saman en við nánari eftirgrennslan kom í ljós að um var að ræða vatnstank sem borist hafði mörg hundruð metra með flóðinu. Og flóðið tók fleira með sér; eins og sýnt er í fréttinni hér að ofan bárust gámur og vinnuskúr langa leið. Munirnir sem um ræðir eru í eigu fyrirtækisins Orion sem er með vinnusvæði í Grófarnámu. Helgi Valdimar Sigurðsson, sonur áðurnefnds bónda, var á meðal þeirra sem sinntu björgunaraðgerðum á föstudag. „Þetta hefur örugglega verið svolítið erfitt að horfa á þetta. Það voru gröfur og vélar í krapa og vatni og allir lausamunir horfnir. Rafstöðvar og skóflur og gröfurnar og dót frá þeim sem enginn veit hvar er núna.“ Svona var aðkoman fyrst í Hvítá á föstudagsmorgun. Við mikið átak tókst þó að bjarga stærstu tækjum. En Helgi segir þau ábúendur á Skollagróf einnig hafa orðið fyrir miklu tjóni. Flóðið hafi til dæmis hrifsað með sér girðingar á löngum köflum. Hvort tjón hafi orðið á túnum verði að koma í ljós þegar leysir. Munið þið eftir öðru eins? „Nei. Allavega ekki ég og ekki eldri menn heldur. Þetta er mikið hærra og meira inni á landi en hefur komið áður.“ Kristbjörn Borgþór Einarsson veður út að gröfunni í von um að hún færi í gang, sem hún og gerði.Aðsend Og hvernig er að horfa yfir þetta, er svæðið alveg óþekkjanlegt? „Það er svolítið erfitt að átta sig á því hvar er hvað. Þetta er óþekkjanlegt.“ Mikill krapi er enn í gljúfrinu við bæinn þó að stíflan hafi brostið á föstudag, að sögn Helga. Áfram verði fylgst vel með stöðunni. Hrunamannahreppur Náttúruhamfarir Veður Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti Sjá meira
Það var í birtingu á föstudag sem krapaflóðið uppgötvaðist. Sigurður Haukur Jónsson bóndi á Skollagróf undraðist þá dökka þúst sem hann sá glitta í niður í svokölluðu Grófargili. Bóndi hugsaði með sér að þar væru líklega kýr sem hefðu hópað sig saman en við nánari eftirgrennslan kom í ljós að um var að ræða vatnstank sem borist hafði mörg hundruð metra með flóðinu. Og flóðið tók fleira með sér; eins og sýnt er í fréttinni hér að ofan bárust gámur og vinnuskúr langa leið. Munirnir sem um ræðir eru í eigu fyrirtækisins Orion sem er með vinnusvæði í Grófarnámu. Helgi Valdimar Sigurðsson, sonur áðurnefnds bónda, var á meðal þeirra sem sinntu björgunaraðgerðum á föstudag. „Þetta hefur örugglega verið svolítið erfitt að horfa á þetta. Það voru gröfur og vélar í krapa og vatni og allir lausamunir horfnir. Rafstöðvar og skóflur og gröfurnar og dót frá þeim sem enginn veit hvar er núna.“ Svona var aðkoman fyrst í Hvítá á föstudagsmorgun. Við mikið átak tókst þó að bjarga stærstu tækjum. En Helgi segir þau ábúendur á Skollagróf einnig hafa orðið fyrir miklu tjóni. Flóðið hafi til dæmis hrifsað með sér girðingar á löngum köflum. Hvort tjón hafi orðið á túnum verði að koma í ljós þegar leysir. Munið þið eftir öðru eins? „Nei. Allavega ekki ég og ekki eldri menn heldur. Þetta er mikið hærra og meira inni á landi en hefur komið áður.“ Kristbjörn Borgþór Einarsson veður út að gröfunni í von um að hún færi í gang, sem hún og gerði.Aðsend Og hvernig er að horfa yfir þetta, er svæðið alveg óþekkjanlegt? „Það er svolítið erfitt að átta sig á því hvar er hvað. Þetta er óþekkjanlegt.“ Mikill krapi er enn í gljúfrinu við bæinn þó að stíflan hafi brostið á föstudag, að sögn Helga. Áfram verði fylgst vel með stöðunni.
Hrunamannahreppur Náttúruhamfarir Veður Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti Sjá meira