Innlent

Hættu­stigi á Pat­reks­firði af­lýst

Bjarki Sigurðsson skrifar
Flóðið rann ekki á nein hús.
Flóðið rann ekki á nein hús.

Búið er að aflýsa hættustigi Almannavarna á Patreksfirði vegna krapaflóðs sem féll þar í morgun. Svæðið verður áfram vaktið en búið er að aflétta lokun á svæðinu. 

Krapaflóð féll á Patreksfirði á tíunda tímanum í morgun, nákvæmlega fjörutíu árum og fjórum dögum eftir mannskætt krapaflóð í bænum. Flóðið féll niður sama farveg í Geirseyrargili og flóðið árið 1983.

Enngin hús eða manneskjur urðu fyrir flóðinu en lýst var yfir hættustigi Almannavarna og samhæfingarstöð í Skógarhlíð virkjuð. 

Nú er búið að aflýsa hættustiginu og samhæfingarstöðin hefur lokið störfum. Veðurspár gera ráð fyrir því að það dragi úr úrkomu á svæðinu upp úr hádegi. 


Tengdar fréttir

Krapa­flóð féll á Pat­reks­firði

Krapaflóð féll á Patreksfirði á tíunda tímanum í dag. Engin hús eða manneskjur urðu fyrir flóðinu en það féll niður sama farveg og flóðið sem féll á Patreksfirði árið 1983. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×