Fótbolti

Fréttamynd

Ein­vígið gal­opið eftir jafn­tefli í Þýska­landi

Bayern München og Real Madríd gerðu 2-2 jafntefli í fyrri undanúrslitaleik liðanna í Meistaradeildar Evrópu karla í fótbolta. Einvígið er því galopið fyrir síðari leikinn sem fram fer á Santiago Bernabéu-vellinum í Madríd eftir tæpa viku.

Fótbolti
Fréttamynd

Lopetegui tekur við AC Milan

Hinn 57 ára gamli Julen Lopetegui verður næsti þjálfari ítalska stórliðsins AC Milan. Liðið er sem stendur í 2. sæti Serie A, ítölsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu, en erkifjendur þeirra og næstu nágrannar í Inter hafa nú þegar tryggt sér titilinn.

Fótbolti
Fréttamynd

„Við eigum að geta varist föstum leik­at­riðum“

Valsmenn töpuðu dýrmætum stigum í kvöld á N1-vellinum í fjórðu umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu. Liðið mætti Fram og endaði leikurinn jafn, 1-1, en Framarar jöfnuðu leikinn á 90. mínútu. Arnar Grétarsson, þjálfari Vals, var að vonum niðurlútur eftir leikinn í kvöld.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Lewandowski með þrennu er Barcelona kom til baka gegn Valencia

Barcelona vann 4-2 sigur á Valencia í La Liga, spænsku úrvalsdeild karla í fótbolta, eftir að lenda undir í fyrri hálfleik. Það hjálpaði vissulega til að Giorgi Mamardashvili, markvörður gestanna, fékk rautt spjald fyrir að handleika knöttinn utan vítateigs í uppbótartíma fyrri hálfleiks.

Fótbolti
Fréttamynd

„Það er mikill efni­viður í Fram“

Leikmenn Fram gáfust ekki upp á móti Val í 4. umferð Bestu deildar karla í kvöld. Fram jafnaði leikinn á 90. mínútu og endaði leikurinn 1-1. Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram, var ánægður með baráttu sinna manna undir lok leiks.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Ekki boð­legt á þessu getu­stigi“

„Við gáfum þeim of auðvelt aðgengi að markinu okkar í fyrri hálfleik og það er ekki boðlegt á þessu getustigi,“ sagði Ange Postecoglou, þjálfari Tottenham Hotspur, eftir tap sinna manna gegn erkifjendunum í Arsenal þegar liðin mættust í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu.

Enski boltinn
Fréttamynd

Læri­sveinar Freys lifa í voninni

KV Kortrijk, lið Freys Alexanderssonar, vann lífsnauðsynlegan sigur í belgísku úrvalsdeild karla í fótbolta. Liðið er í bullandi fallbaráttu en sigurinn heldur vonum liðsins um að spila áfram í efstu deild á lífi.

Fótbolti
Fréttamynd

Þrenna Orra Steins hélt titil­vonum FCK á lífi

Hinn 19 ára gamli Orri Steinn Óskarsson reyndist hetja FC Kaupmannahafnar í dag þegar hann kom inn af bekknum og skoraði öll mörkin í 3-2 sigri liðsins á AGF. Er þetta hans fyrsta þrenna í dönsku úrvalsdeildinni.

Fótbolti
Fréttamynd

Meistarar Man City halda í við topp­lið Arsenal

Manchester City vann 2-0 útisigur á Nottingham Forest í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeild karla. Man City er því aðeins stigi á eftir Arsenal og með leik til góða þegar Skytturnar eiga aðeins þrjá leiki eftir af tímabilinu.

Enski boltinn
Fréttamynd

Davíð Smári: Ekki okkar besta frammi­staða

Vestri vann annan leik sinn í röð í Bestu deild karla er liðið tók á móti HK í Laugardalnum, nýjum tímabundnum heimavelli Ísfirðinga. Sigurinn vannst 1-0 fyrir Vestra en það var Benedikt Waren sem skoraði markið sem skilur liðin að.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Lyon í úr­slit Meistara­deildar Evrópu

Franska stórliðið Lyon er komið í úrslit Meistaradeildar Evrópu kvenna í knattspyrnu eftir sigur á París Saint-Germain í undanúrslitum. Lyon mætir Barcelona í úrslitaleiknum sem fram fer Estadio San Mamés-vellinum í Bilbao á Spáni þann 25. maí næstkomandi.

Fótbolti