Stefán Teitur skoraði í óvæntum sigri á Sverri Inga og félögum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. apríl 2024 19:00 Stefán Teitur og félagar í Silkeborg unnu frábæran sigur í kvöld. Silkeborg IF Silkeborg vann heldur óvæntan 3-0 heimasigur á Midtjylland í eina leik dagsins í dönsku úrvalsdeild karla. Stefán Teitur Þórðarson var meðal markaskorara. Silkeborg tók í kvöld á móti Midtjylland. Gestirnir eru í harðri toppbaráttu við Bröndby og FC Kaupmannahöfn á meðan heimamenn eru með fulla einbeitingu á bikarúrslitaleiknum gegn AGF þann 9. maí. Það var þó ekki að sjá á leik liðanna í kvöld en heimamenn gerðu út um leikinn í fyrri hálfleik. Tonni Adamsen kom Silkeborg yfir á 17. mínútu, Anders Klynge tvöfaldaði forystuna og Stefán Teitur fullkomnaði frábæran fyrri hálfleik með marki á 45. mínútu. Staðan 3-0 í hálfleik og reyndust það lokatölurnar í kvöld. Þetta var fyrsti sigur Silkeborg í síðustu fimmtán deildarleikjum. Silkeborg IF får en flot første sejr i 15 3F Superliga-kampe 💪#sldk | #siffcm pic.twitter.com/vZE3P0bbT1— 3F Superliga (@Superligaen) April 29, 2024 Midtjylland er því áfram í 3. sæti með 52 stig, líkt og FC Kaupmannahöfn sem er sæti ofar með betri markatölu. Bröndby trónir á toppnum með 56 stig þegar fimm umferðir eru eftir. Silkeborg er í 6. sæti með 32 stig. Í Svíþjóð var Kolbeinn Þórðarson nálægt því að skora í 3-0 útisigri á Brommapojkarna í úrvalsdeildinni þar í landi. Markvörður Brommapojkarna varði hins vegar skot Kolbeins út í teiginn og Laurs Skjellerup fylgdi eftir svo Kolbeinn fékk skráða á sig stoðsendingu. 2-0 till Göteborg! Laurs Skjellerup styr in returen på Kolbeinn Thordarsons skott 🔵⚪ 📲 Se BP - IFK Göteborg på https://t.co/ocJJkbIhfX pic.twitter.com/QHpVbwrMnx— discovery+ sport 🇸🇪 (@dplus_sportSE) April 29, 2024 Kolbeinn nældi sér einnig í gult spjald áður en hann var tekinn af velli þegar fimm mínútur voru til loka venjulega leiktíma. Þá nældi Andri Fannar Baldursson sér einnig í gult spjald í 2-0 sigri Elfsborg á Sirius. Bæði Gautaborg og Elfsborg eru með sjö stig eftir sex leiki. Sitja þau í 12. og 13. sæti af 16 liðum. Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Fleiri fréttir Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Sjá meira
Silkeborg tók í kvöld á móti Midtjylland. Gestirnir eru í harðri toppbaráttu við Bröndby og FC Kaupmannahöfn á meðan heimamenn eru með fulla einbeitingu á bikarúrslitaleiknum gegn AGF þann 9. maí. Það var þó ekki að sjá á leik liðanna í kvöld en heimamenn gerðu út um leikinn í fyrri hálfleik. Tonni Adamsen kom Silkeborg yfir á 17. mínútu, Anders Klynge tvöfaldaði forystuna og Stefán Teitur fullkomnaði frábæran fyrri hálfleik með marki á 45. mínútu. Staðan 3-0 í hálfleik og reyndust það lokatölurnar í kvöld. Þetta var fyrsti sigur Silkeborg í síðustu fimmtán deildarleikjum. Silkeborg IF får en flot første sejr i 15 3F Superliga-kampe 💪#sldk | #siffcm pic.twitter.com/vZE3P0bbT1— 3F Superliga (@Superligaen) April 29, 2024 Midtjylland er því áfram í 3. sæti með 52 stig, líkt og FC Kaupmannahöfn sem er sæti ofar með betri markatölu. Bröndby trónir á toppnum með 56 stig þegar fimm umferðir eru eftir. Silkeborg er í 6. sæti með 32 stig. Í Svíþjóð var Kolbeinn Þórðarson nálægt því að skora í 3-0 útisigri á Brommapojkarna í úrvalsdeildinni þar í landi. Markvörður Brommapojkarna varði hins vegar skot Kolbeins út í teiginn og Laurs Skjellerup fylgdi eftir svo Kolbeinn fékk skráða á sig stoðsendingu. 2-0 till Göteborg! Laurs Skjellerup styr in returen på Kolbeinn Thordarsons skott 🔵⚪ 📲 Se BP - IFK Göteborg på https://t.co/ocJJkbIhfX pic.twitter.com/QHpVbwrMnx— discovery+ sport 🇸🇪 (@dplus_sportSE) April 29, 2024 Kolbeinn nældi sér einnig í gult spjald áður en hann var tekinn af velli þegar fimm mínútur voru til loka venjulega leiktíma. Þá nældi Andri Fannar Baldursson sér einnig í gult spjald í 2-0 sigri Elfsborg á Sirius. Bæði Gautaborg og Elfsborg eru með sjö stig eftir sex leiki. Sitja þau í 12. og 13. sæti af 16 liðum.
Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Fleiri fréttir Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Sjá meira