Stefán Teitur skoraði í óvæntum sigri á Sverri Inga og félögum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. apríl 2024 19:00 Stefán Teitur og félagar í Silkeborg unnu frábæran sigur í kvöld. Silkeborg IF Silkeborg vann heldur óvæntan 3-0 heimasigur á Midtjylland í eina leik dagsins í dönsku úrvalsdeild karla. Stefán Teitur Þórðarson var meðal markaskorara. Silkeborg tók í kvöld á móti Midtjylland. Gestirnir eru í harðri toppbaráttu við Bröndby og FC Kaupmannahöfn á meðan heimamenn eru með fulla einbeitingu á bikarúrslitaleiknum gegn AGF þann 9. maí. Það var þó ekki að sjá á leik liðanna í kvöld en heimamenn gerðu út um leikinn í fyrri hálfleik. Tonni Adamsen kom Silkeborg yfir á 17. mínútu, Anders Klynge tvöfaldaði forystuna og Stefán Teitur fullkomnaði frábæran fyrri hálfleik með marki á 45. mínútu. Staðan 3-0 í hálfleik og reyndust það lokatölurnar í kvöld. Þetta var fyrsti sigur Silkeborg í síðustu fimmtán deildarleikjum. Silkeborg IF får en flot første sejr i 15 3F Superliga-kampe 💪#sldk | #siffcm pic.twitter.com/vZE3P0bbT1— 3F Superliga (@Superligaen) April 29, 2024 Midtjylland er því áfram í 3. sæti með 52 stig, líkt og FC Kaupmannahöfn sem er sæti ofar með betri markatölu. Bröndby trónir á toppnum með 56 stig þegar fimm umferðir eru eftir. Silkeborg er í 6. sæti með 32 stig. Í Svíþjóð var Kolbeinn Þórðarson nálægt því að skora í 3-0 útisigri á Brommapojkarna í úrvalsdeildinni þar í landi. Markvörður Brommapojkarna varði hins vegar skot Kolbeins út í teiginn og Laurs Skjellerup fylgdi eftir svo Kolbeinn fékk skráða á sig stoðsendingu. 2-0 till Göteborg! Laurs Skjellerup styr in returen på Kolbeinn Thordarsons skott 🔵⚪ 📲 Se BP - IFK Göteborg på https://t.co/ocJJkbIhfX pic.twitter.com/QHpVbwrMnx— discovery+ sport 🇸🇪 (@dplus_sportSE) April 29, 2024 Kolbeinn nældi sér einnig í gult spjald áður en hann var tekinn af velli þegar fimm mínútur voru til loka venjulega leiktíma. Þá nældi Andri Fannar Baldursson sér einnig í gult spjald í 2-0 sigri Elfsborg á Sirius. Bæði Gautaborg og Elfsborg eru með sjö stig eftir sex leiki. Sitja þau í 12. og 13. sæti af 16 liðum. Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
Silkeborg tók í kvöld á móti Midtjylland. Gestirnir eru í harðri toppbaráttu við Bröndby og FC Kaupmannahöfn á meðan heimamenn eru með fulla einbeitingu á bikarúrslitaleiknum gegn AGF þann 9. maí. Það var þó ekki að sjá á leik liðanna í kvöld en heimamenn gerðu út um leikinn í fyrri hálfleik. Tonni Adamsen kom Silkeborg yfir á 17. mínútu, Anders Klynge tvöfaldaði forystuna og Stefán Teitur fullkomnaði frábæran fyrri hálfleik með marki á 45. mínútu. Staðan 3-0 í hálfleik og reyndust það lokatölurnar í kvöld. Þetta var fyrsti sigur Silkeborg í síðustu fimmtán deildarleikjum. Silkeborg IF får en flot første sejr i 15 3F Superliga-kampe 💪#sldk | #siffcm pic.twitter.com/vZE3P0bbT1— 3F Superliga (@Superligaen) April 29, 2024 Midtjylland er því áfram í 3. sæti með 52 stig, líkt og FC Kaupmannahöfn sem er sæti ofar með betri markatölu. Bröndby trónir á toppnum með 56 stig þegar fimm umferðir eru eftir. Silkeborg er í 6. sæti með 32 stig. Í Svíþjóð var Kolbeinn Þórðarson nálægt því að skora í 3-0 útisigri á Brommapojkarna í úrvalsdeildinni þar í landi. Markvörður Brommapojkarna varði hins vegar skot Kolbeins út í teiginn og Laurs Skjellerup fylgdi eftir svo Kolbeinn fékk skráða á sig stoðsendingu. 2-0 till Göteborg! Laurs Skjellerup styr in returen på Kolbeinn Thordarsons skott 🔵⚪ 📲 Se BP - IFK Göteborg på https://t.co/ocJJkbIhfX pic.twitter.com/QHpVbwrMnx— discovery+ sport 🇸🇪 (@dplus_sportSE) April 29, 2024 Kolbeinn nældi sér einnig í gult spjald áður en hann var tekinn af velli þegar fimm mínútur voru til loka venjulega leiktíma. Þá nældi Andri Fannar Baldursson sér einnig í gult spjald í 2-0 sigri Elfsborg á Sirius. Bæði Gautaborg og Elfsborg eru með sjö stig eftir sex leiki. Sitja þau í 12. og 13. sæti af 16 liðum.
Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira