Enski boltinn

Hundraðasti sigur Arteta kom gegn erki­fjendunum: „Stoltur af leik­­mönnunum“

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Brosti sínu breiðasta eftir sigur dagsins.
Brosti sínu breiðasta eftir sigur dagsins. EPA-EFE/ANDY RAIN

Mikel Arteta var mjög stoltur af leikmönnum sínum eftir að Arsenal lagði Tottenham Hotspur í því sem var hann 100. sigur í ensku úrvalsdeildinni. Sigurinn lyfti Arsenal á topp deildarinnar.

Mikel Arteta var mjög stoltur af leikmönnum sínum eftir að Arsenal lagði Tottenham Hotspur í því sem var hann 100. sigur í ensku úrvalsdeildinni. Sigurinn lyfti Arsenal á topp deildarinnar.

„Ég vil þakka öllum hjá félaginu fyrir stuðninginn og öllu starfsfólkinu sem hefur lagt sitt á vogarskálarnar. Í dag er góður dagur til að halda upp á það,“ sagði Arteta um 100. sigurinn. Skytturnar voru með öll völd á vellinum í fyrri hálfleik en Tottenham kom til baka og voru lokamínútur leiksins æsispennandi, lokatölur þó 3-2 Arsenal í vil.

„Ég vil hrósa andstæðingnum fyrir glæsilegan völl með frábæru andrúmslofti, við vitum hvað þetta skiptir miklu máli í Norður-Lundúnum. Við gerðum stór mistök en leikmenn mínir brugðust vel við,“ sagði Arteta um slag erkifjendanna.

„David Raya greip sex eða sjö fyrirgjöfir í dag, Það er það sem við viljum sjá. Ef þú ætlar að taka áhættur þá verður þú að geta brugðist rétt við. Ég er mjög stoltur af leikmönnum mínum.“

„Það er þess virði eftir því hvernig leikurinn spilar. Mistökin eru ekki óheppni heldur hvernig við spilum augnablikið áður. Þá var uppstillingin ekki eins og við vildum hafa hana,“ sagði Arteta um mistök sinna manna í uppspili sem leiddi til annars af mörkum Tottenham.

„Þeir eru með lið sem getur meitt þig, þeir taka miklar áhættur þegar þeir hafa boltann. Það er erfitt að spila við þá, þeir eru með mikil gæði og leikurinn þróaðist þannig að við sátum til baka þó við höfum ekki lagt upp með að gera það.“

„Þetta var mjög erfiður leikur en að vinna hér tvö ár í röð er enn erfiðara,“ sagði Arteta að endingu en passaði sig þó á að öll vissu að Arsenal hefði unnið síðustu tvo leiki liðanna á heimavelli Spurs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×