Hundraðasti sigur Arteta kom gegn erkifjendunum: „Stoltur af leikmönnunum“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. apríl 2024 23:30 Brosti sínu breiðasta eftir sigur dagsins. EPA-EFE/ANDY RAIN Mikel Arteta var mjög stoltur af leikmönnum sínum eftir að Arsenal lagði Tottenham Hotspur í því sem var hann 100. sigur í ensku úrvalsdeildinni. Sigurinn lyfti Arsenal á topp deildarinnar. Mikel Arteta var mjög stoltur af leikmönnum sínum eftir að Arsenal lagði Tottenham Hotspur í því sem var hann 100. sigur í ensku úrvalsdeildinni. Sigurinn lyfti Arsenal á topp deildarinnar. „Ég vil þakka öllum hjá félaginu fyrir stuðninginn og öllu starfsfólkinu sem hefur lagt sitt á vogarskálarnar. Í dag er góður dagur til að halda upp á það,“ sagði Arteta um 100. sigurinn. Skytturnar voru með öll völd á vellinum í fyrri hálfleik en Tottenham kom til baka og voru lokamínútur leiksins æsispennandi, lokatölur þó 3-2 Arsenal í vil. „Ég vil hrósa andstæðingnum fyrir glæsilegan völl með frábæru andrúmslofti, við vitum hvað þetta skiptir miklu máli í Norður-Lundúnum. Við gerðum stór mistök en leikmenn mínir brugðust vel við,“ sagði Arteta um slag erkifjendanna. „David Raya greip sex eða sjö fyrirgjöfir í dag, Það er það sem við viljum sjá. Ef þú ætlar að taka áhættur þá verður þú að geta brugðist rétt við. Ég er mjög stoltur af leikmönnum mínum.“ „Það er þess virði eftir því hvernig leikurinn spilar. Mistökin eru ekki óheppni heldur hvernig við spilum augnablikið áður. Þá var uppstillingin ekki eins og við vildum hafa hana,“ sagði Arteta um mistök sinna manna í uppspili sem leiddi til annars af mörkum Tottenham. „Þeir eru með lið sem getur meitt þig, þeir taka miklar áhættur þegar þeir hafa boltann. Það er erfitt að spila við þá, þeir eru með mikil gæði og leikurinn þróaðist þannig að við sátum til baka þó við höfum ekki lagt upp með að gera það.“ In esteemed company 👥Mikel Arteta reaches 100 wins in the Premier League in just 169 matches, the fifth-fastest of any manager 🙌 pic.twitter.com/9PZPi7Rbuy— Premier League (@premierleague) April 28, 2024 „Þetta var mjög erfiður leikur en að vinna hér tvö ár í röð er enn erfiðara,“ sagði Arteta að endingu en passaði sig þó á að öll vissu að Arsenal hefði unnið síðustu tvo leiki liðanna á heimavelli Spurs. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Sjá meira
Mikel Arteta var mjög stoltur af leikmönnum sínum eftir að Arsenal lagði Tottenham Hotspur í því sem var hann 100. sigur í ensku úrvalsdeildinni. Sigurinn lyfti Arsenal á topp deildarinnar. „Ég vil þakka öllum hjá félaginu fyrir stuðninginn og öllu starfsfólkinu sem hefur lagt sitt á vogarskálarnar. Í dag er góður dagur til að halda upp á það,“ sagði Arteta um 100. sigurinn. Skytturnar voru með öll völd á vellinum í fyrri hálfleik en Tottenham kom til baka og voru lokamínútur leiksins æsispennandi, lokatölur þó 3-2 Arsenal í vil. „Ég vil hrósa andstæðingnum fyrir glæsilegan völl með frábæru andrúmslofti, við vitum hvað þetta skiptir miklu máli í Norður-Lundúnum. Við gerðum stór mistök en leikmenn mínir brugðust vel við,“ sagði Arteta um slag erkifjendanna. „David Raya greip sex eða sjö fyrirgjöfir í dag, Það er það sem við viljum sjá. Ef þú ætlar að taka áhættur þá verður þú að geta brugðist rétt við. Ég er mjög stoltur af leikmönnum mínum.“ „Það er þess virði eftir því hvernig leikurinn spilar. Mistökin eru ekki óheppni heldur hvernig við spilum augnablikið áður. Þá var uppstillingin ekki eins og við vildum hafa hana,“ sagði Arteta um mistök sinna manna í uppspili sem leiddi til annars af mörkum Tottenham. „Þeir eru með lið sem getur meitt þig, þeir taka miklar áhættur þegar þeir hafa boltann. Það er erfitt að spila við þá, þeir eru með mikil gæði og leikurinn þróaðist þannig að við sátum til baka þó við höfum ekki lagt upp með að gera það.“ In esteemed company 👥Mikel Arteta reaches 100 wins in the Premier League in just 169 matches, the fifth-fastest of any manager 🙌 pic.twitter.com/9PZPi7Rbuy— Premier League (@premierleague) April 28, 2024 „Þetta var mjög erfiður leikur en að vinna hér tvö ár í röð er enn erfiðara,“ sagði Arteta að endingu en passaði sig þó á að öll vissu að Arsenal hefði unnið síðustu tvo leiki liðanna á heimavelli Spurs.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Sjá meira