Fótbolti

Hetjan Orri Steinn eftir þrennuna: Besta til­finning í heimi

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Orri Steinn hélt titilvonum FCK á lífi.
Orri Steinn hélt titilvonum FCK á lífi. @FCKobenhavn

Það var lukkulegur Orri Steinn Óskarsson sem ræddi við fjölmiðla eftir ótrúlegan 3-2 sigur FC Kaupmannahafnar á AGF í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Orri Steinn kom inn af bekknum síðari hálfleik og skoraði öll mörk FCK í leiknum.

Hinn 19 ára gamli Orri Steinn var ekki lengi að láta til sín taka eftir að hann kom inn fyrir Andreas Cornelius sem meiddist snemma í síðari hálfleik.

„Það var mjög skemmtilegt að koma inn í leik sem þessum, þar sem það er mikið undir. Mér fannst við spila vel eftir að við skoruðum fyrsta markið en við fengum of mörg mörk á okkur.“

„Það berst tilfinning í heimi að skora á Parken. Þetta var einn af mínum helstu draumum,“ sagði Orri Steinn brosandi í sjónvarpsviðtali að leik loknum.

„Mér finnst það (að Orri Steinn hafi sannað eitthvað í dag). Ég skoraði þrjú mörk, ég get ekki gert mikið meira,“ sagði hetjan á Parken að endingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×