„Það er mikill efniviður í Fram“ Hinrik Wöhler skrifar 29. apríl 2024 21:05 Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram, á hliðarlínunni í kvöld. Vísir/Anton Brink Leikmenn Fram gáfust ekki upp á móti Val í 4. umferð Bestu deildar karla í kvöld. Fram jafnaði leikinn á 90. mínútu og endaði leikurinn 1-1. Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram, var ánægður með baráttu sinna manna undir lok leiks. „Alltaf að gaman að sýna karakter og halda áfram og gefast ekki upp. Halda skipulagi og við náðum að þrýsta Valsmönnum til baka nokkrum sinnum þegar við unnum boltann. Ég hefði viljað sjá boltann oftar inn í teig en það er erfitt að brjóta sterkt lið á bak aftur. Við skorum úr föstu leikatriði eins og þeir gerðu og ég held að þetta var sanngjarnt að við náðum að jafna,“ sagði Rúnar eftir leik. Leikmenn Fram fagna marki Viktors Bjarka Daðasonar. Hann gengur í raðir FC Kaupmannahfnar í sumar.Vísir/Anton Brink Stjörnum prýtt lið Vals hefur ekki gengið vel í upphafi móts og var Rúnar afar sáttur með frammistöðu liðsins á móti Val í kvöld. „Að mjög mörgu leyti á móti frábæru Valsliði. Það er erfitt að hlaupa og elta þá því þeir spila boltanum vel sín á milli. Mér fannst við loka vel á þá og þeir áttu einhver færi en held að við áttum stærri færi en þeir í leiknum, þeir bjarga tvisvar á línu í fyrri hálfleik og Frederik [Schram] bjargar frábæru skoti frá Kennie [Chopart]. Við björgum vissulega á línu hinum megin en ég held að við áttum yfirhöndina í færum í fyrri hálfleik,“ sagði Rúnar um frammistöðu liðsins. „Í síðari hálfleik voru Valsmenn aðeins sterkari og voru að ógna okkur meira, komust yfir eftir hornspyrnu sem maður er fúll yfir og þeir líklegast mjög fúlir yfir að fá mark eftir aukaspyrnu en hún var vel útfærð hjá okkur. Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan, ég ætla að vona að ég sé ekki að bulla núna,“ bætti hinn reynslumikli þjálfari við. Ungu leikmenn Fram hafa verið að skína í upphafi móts. Viktor Bjarki Daðason sem er fæddur árið 2008 jafnaði leikinn fyrir Fram á 90. mínútu. Í þriðju umferð á móti KR var það hinn nítján ára Freyr Sigurðsson sem skoraði sigurmarkið. „Það er mikill efniviður í Fram og við erum með mjög breiðan og góðan hóp. Það er mikill samkeppni um stöður og við tókum þá ákvörðun rétt fyrir leik að hafa Viktor í hópnum í stað þess að hafa Otta [Egil Otta Vilhjálmsson] sem hefur verið nálægt þessu líka og sem betur fer held ég að við höfum valið rétt í þetta skiptið. Við hentum honum inn á, hann er stór, tekur mikið til sín og góður slúttari. Gerði þetta frábærlega að skora í Bestu deildinni, 15 ára gamall,“ sagði Rúnar að lokum um ungu leikmennina í Úlfarsárdal. Rúnar fylgist grannt með gangi mála í kvöld.Vísir/Anton Brink Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Fram Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Í beinni: Valur - Slavía Prag | Fyrri leikur tvíhöfðans í átta liða úrslitum Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Fleiri fréttir Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Sjá meira
„Alltaf að gaman að sýna karakter og halda áfram og gefast ekki upp. Halda skipulagi og við náðum að þrýsta Valsmönnum til baka nokkrum sinnum þegar við unnum boltann. Ég hefði viljað sjá boltann oftar inn í teig en það er erfitt að brjóta sterkt lið á bak aftur. Við skorum úr föstu leikatriði eins og þeir gerðu og ég held að þetta var sanngjarnt að við náðum að jafna,“ sagði Rúnar eftir leik. Leikmenn Fram fagna marki Viktors Bjarka Daðasonar. Hann gengur í raðir FC Kaupmannahfnar í sumar.Vísir/Anton Brink Stjörnum prýtt lið Vals hefur ekki gengið vel í upphafi móts og var Rúnar afar sáttur með frammistöðu liðsins á móti Val í kvöld. „Að mjög mörgu leyti á móti frábæru Valsliði. Það er erfitt að hlaupa og elta þá því þeir spila boltanum vel sín á milli. Mér fannst við loka vel á þá og þeir áttu einhver færi en held að við áttum stærri færi en þeir í leiknum, þeir bjarga tvisvar á línu í fyrri hálfleik og Frederik [Schram] bjargar frábæru skoti frá Kennie [Chopart]. Við björgum vissulega á línu hinum megin en ég held að við áttum yfirhöndina í færum í fyrri hálfleik,“ sagði Rúnar um frammistöðu liðsins. „Í síðari hálfleik voru Valsmenn aðeins sterkari og voru að ógna okkur meira, komust yfir eftir hornspyrnu sem maður er fúll yfir og þeir líklegast mjög fúlir yfir að fá mark eftir aukaspyrnu en hún var vel útfærð hjá okkur. Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan, ég ætla að vona að ég sé ekki að bulla núna,“ bætti hinn reynslumikli þjálfari við. Ungu leikmenn Fram hafa verið að skína í upphafi móts. Viktor Bjarki Daðason sem er fæddur árið 2008 jafnaði leikinn fyrir Fram á 90. mínútu. Í þriðju umferð á móti KR var það hinn nítján ára Freyr Sigurðsson sem skoraði sigurmarkið. „Það er mikill efniviður í Fram og við erum með mjög breiðan og góðan hóp. Það er mikill samkeppni um stöður og við tókum þá ákvörðun rétt fyrir leik að hafa Viktor í hópnum í stað þess að hafa Otta [Egil Otta Vilhjálmsson] sem hefur verið nálægt þessu líka og sem betur fer held ég að við höfum valið rétt í þetta skiptið. Við hentum honum inn á, hann er stór, tekur mikið til sín og góður slúttari. Gerði þetta frábærlega að skora í Bestu deildinni, 15 ára gamall,“ sagði Rúnar að lokum um ungu leikmennina í Úlfarsárdal. Rúnar fylgist grannt með gangi mála í kvöld.Vísir/Anton Brink
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Fram Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Í beinni: Valur - Slavía Prag | Fyrri leikur tvíhöfðans í átta liða úrslitum Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Fleiri fréttir Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Sjá meira