Lög og regla

Fréttamynd

Mesta magn LSD sem fundist hefur

"Fjögur þúsund skammtar eru ákaflega mikið magn efna og gætu verið í sölu mánuðum saman ef því er að skipta," segir Ásgeir Karlsson, yfirmaður fíkniefnadeildar hjá lögreglunni í Reykjavík.

Innlent
Fréttamynd

Játar aðild að lyfjaráni

Ungur maður hefur játað aðild að ráninu í Árbæjarapóteki á laugardag þar sem tveir grímuklæddir menn rændu lyfjum. Lögreglan í Reykjavík handtók í gær mann grunaðan um aðild að ráninu og játaði hann við yfirheyrslur í gærkvöldi. Hinn maðurinn er ófundinn en lögregla veit hver hann er. Hins vegar eru sjoppuræningjarnir sem frömdu rán í Kópavogi og Reykjavík í fyrrakvöld enn ófundnir.

Innlent
Fréttamynd

Dæmdir fyrir fjölda brota

Héraðsdómur Reykjaness dæmdi fyrir stundu tvo karlmenn um þrítugt í 9 og 6 mánaða fangelsi fyrir fjölda brota. Þeir voru dæmdir fyrir margvísleg umferðarlagabrot, fíkniefnabrot og þjófnaði þar sem meðal annars var stolið tölvubúnaði úr bíl sem var að verðmæti um 10 milljónir króna með því sem í henni var. Bótakrafa vegna þess taldist vanreifuð og var því vísað frá dómi.

Innlent
Fréttamynd

Fékk bætur fyrir gæsluvarðhald

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi íslenska ríkið í morgun til að greiða karlmanni á fertugsaldri 500 þúsund krónur í bætur fyrir ólögmætt gæsluvarðhald sem hann sat í.

Innlent
Fréttamynd

Fékk þrjú ár fyrir fíkniefnasmygl

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag Árna Geir Norðdahl Eyþórsson í þriggja ára fangelsi fyrir fíkniefnasmygl, en hann var sakfelldur fyrir að flytja til landsins rúmlega 800 grömm af hassi og 236 grömm af kókaíni. Árni Geir var á skilorði sem hann rauf með þessu broti og var ekki talið tilefni til að skilorðsbinda refsinguna.

Innlent
Fréttamynd

Ölvun ógildir ekki bótarétt

Þótt fólk sé drukkið þegar það verður fyrir óhappi missir það ekki sjálfkrafa rétt til slysa- eða dánarbóta. Hæstiréttur tók af öll tvímæli um þetta þegar Tryggingamiðstöðin var dæmd til að greiða sjö milljónir í dánarbætur vegna konu sem lést þegar henni var ýtt fram af svölum á Kanaríeyjum.

Innlent
Fréttamynd

Tvö rán framin í gærkvöld

Tvö rán voru framin á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og eru vísbendingar um að sami maður hafi verið á ferð í báðum tilvikum. Rétt fyrir klukkan tíu hótaði maður með hulið andlit afgreiðslustúlku í söluturni við Borgarholtsbraut og sprautaði á hana úr meisúðabrúsa, en úði úr þeim hálfblindar fólk. Síðan hrifsaði hann peninga úr peningakassanum og hljóp á brott.

Innlent
Fréttamynd

Birtingin gæti verið lögbrot

Svo virðist sem birting myndbands á netinu þar sem ungur maður verður fyrir banvænni líkamsárás samrýmist ekki lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga.

Innlent
Fréttamynd

Hass og smygl á Reyðarfirði

Lögreglan á Eskifirði lagði í gær hald á fíkniefni og smyglvarning í vöruskemmu á Reyðarfirði um hádegisbilið í gær.

Innlent
Fréttamynd

Með falsað vegabréf

Rúmlega þrítugur útlendingur sótti um pólitískt hæli þegar hann kom úr ferjunni Norrænu á þriðjudagsmorgun. Við komuna til landsins hafði hann framvísað ungversku vegabréfi sem grunur lék á að væri falsað. Hann viðurkenndi að svo væri og óskaði hælis hér á landi sem pólitískur flóttamaður.

Innlent
Fréttamynd

Fjölmargir árekstrar í gær

Fjöldi árekstra varð í Reykjavík í gærdag en engin slasaðist alvarlega þrátt fyrir talsvert eignatjón í sumum þeirra. Lögregla kann enga skýringu á þessu því þótt þoka hafi verið í borginni var hún ekki svo svört að hún hafi átt að byrgja ökumönnum sýn.

Innlent
Fréttamynd

Orðlaus yfir sýknudómi

Leigubílstjóri sem var skorinn á háls í lok júlí í fyrra sagðist hafa orðið gjörsamlega orðlaus þegar maðurinn sem var ákærður fyrir árásina var sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Einn af þremur dómurunum taldi manninn sekan og vildi dæma hann í fimm ára fangelsi fyrir þessa stórhættulegu árás.

Innlent
Fréttamynd

Skólastjórinn fann drenginn

Fjórtán ára pilturinn, sem leitað hefur verið að undanfarna viku, er fundinn. Skólastjórinn hans fann hann í gærmorgun

Innlent
Fréttamynd

Lögmaður dæmdur fyrir auðgunarbrot

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag starfandi lögmann í átta mánaða fangelsi fyrir auðgunarbrot þegar hann reyndi að skerða rétt þrotabús. Maðurinn bjó til kröfu og falsaði dagsetningu til að koma í veg fyrir að þrotabú gæti gert kröfu í eign skjólstæðinga hans.

Innlent
Fréttamynd

Rannsókn lögreglu ábótavant

Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði tæplega fimmtugan karlmann af ákæru um tilraun til manndráps. Dómurinn segir rannsókn lögreglu á málinu stórlega ábótavant en þær rannsóknir sem hefði átt að gera í tengslum við málið, en voru ekki gerðar, hefðu ein eða fleiri getað haft úrslitaáhrif á niðurstöðu þess.

Innlent
Fréttamynd

Ákærður fyrir bílbrennur

Ríkissaksóknari hefur ákært 22 ára gamlan mann fyrir að kveikja í bílum og að hafa með því stofnað lífi níu manna í hættu. Maðurinn er einnig ákærður fyrir vopnalagabrot og akstur undir áhrifum deyfandi lyfja.

Innlent
Fréttamynd

Neitar klámfengnum skilaboðum

Fyrrum kennari í Grunnskólanum í Stykkishólmi er ákærður af ríkissaksóknara fyrir kynferðisbrot gegn tveimur nemendum sínum. Aðalmeðferð málsins er lokið og verður dómur kveðinn upp þann 28. febrúar næstkomandi.

Innlent
Fréttamynd

Mistök í útkalli

Bæjarstjórinn í Bolungarvík og forsvarsmenn Heilbrigðisstofnunar Bolungarvíkur voru meðal þeirra sem funduðu með Ólafi Þórhallssyni, forstjóra Neyðarlínunnar, á mánudag.

Innlent
Fréttamynd

Voru með ófullnægjandi skilríki

Fimm Portúgalar sem lögreglan á Selfossi stöðvaði síðdegis í gær eftir að bíll þeirra hafði mælst á of miklum hraða reyndust vera með ófullnægjandi skilríki. Tveir þeirra höfðu engin skilríki, þrír höfðu aðeins dvalarleyfi og aðeins einn hafði atvinnuleyfi þótt þeir væru allir í fullri vinnu sem smiðir austur í Rangárvallasýslu.

Innlent
Fréttamynd

Sektuð vegna samráðs

Samkeppnisráð dæmdi í dag þrjú tryggingafélög til að greiða 60,5 milljónir króna í sekt vegna ólögmæts verðsamráðs. Félögin sem um ræðir eru Sjóvá-Almennar, Tryggingamiðstöðin og VÍS.

Innlent
Fréttamynd

Sektuð um 60,5 milljónir

Tryggingafélögin voru í gær sektuð um 60,5 milljónir af samkeppnisráði vegna ólöglegs verðsamráðs. Tryggingamiðstöðin hefur fallist á að greiða 18,5 milljónir í sekt og VÍS hefur fallist á að greiða 15 milljónir. Sjóvá-Almennar tryggingar eru sektuð um 27 milljónir, en tryggingafélagið hyggst áfrýja niðurstöðunni.

Innlent
Fréttamynd

Beitti úðavopni á afgreiðslukonu

Eigandi Bettís við Borgarholtsbraut í Kópavogi var að vinna í fyrrakvöld þegar dökkklæddur ræningi með úðavopn ruddist inn og heimtaði peninga. Hann spreyjaði úðanum í andlit hennar. Sami ræninginn er talinn hafa verið verki í söluturninum Videospólunni við Holtsgötu í Reykjavík.

Innlent
Fréttamynd

Ræningi enn ófundinn

Tvö rán voru framin á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og eru vísbendingar um að sami maður hafi verið á ferð í báðum tilvikum. Hann er ófundinn þrátt fyrir mikla leit.

Innlent
Fréttamynd

Segir sönnunarbyrði óeðlilega

Klúður í rannsókn lögreglu varð til þess að maður, sem sakaður var um manndrápstilraun var sýknaður í dag. Óeðlileg sönnunarbyrði, segir varalögreglustjóri.

Innlent
Fréttamynd

Höfðu samráð í nýju tjónakerfi

Tryggingafélögin höfðu með sér ólögmætt verðsamráð þegar þau tóku í notkun samræmt kerfi til að meta tjón. Samkeppnisráð sektar félögin um sextíu milljónir króna.

Innlent
Fréttamynd

Sjö króna sekt fyrir grammið

Bannað er með lögum að flytja inn munntóbak sem engu að síður margir nota. Allt munntóbak sem finnst er gert upptækt á Keflavíkurflugvelli og er sjö króna sekt á hvert gramm sem næst. Heildsali sem blaðið veit um selur um 125 kíló af munntóbaki á tveggja vikna fresti. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Ökumaður virtist látinn

Lögreglan og sjúkrabíll voru send með hraði á Vogastapa um hádegisbil eftir að tilkynnt var um kyrrstæða bifreið þar sem ökumaðurinn virtist ekki vera með lífsmarki. Því var neyðarlið sent á staðinn í flýti. Í þann mund er hjálpin barst varð vart við lífsmark í bílnum.

Innlent
Fréttamynd

Endurupptaka ekki útilokuð

Í dag eru 25 ár síðan Hæstiréttur kvað upp dóm sinn í Guðmundar- og Geirfinnsmálum, en þá héldu margir að lokið væri einhverju umtalaðasta sakamáli Íslandssögunnar. Sex sakborningar voru dæmdir í fangelsi allt frá einu ári og upp í sautján ár. Sú var þó ekki raunin. Gerð var árið 1997 tilraun til endurupptöku, sem var hafnað. Síðan hafa verið gerðar lagabreytingar og enn eru uppi ráðagerðir um að fá málin tekin upp.

Innlent
Fréttamynd

Götueftirlit komið til að vera

32 fíkniefnamál hafa komið upp í götueftirliti fíkniefnalögreglunnar í Reykjavík frá 1. febrúar og hafa 35 verið kærðir í kjölfarið.

Innlent