Innlent

Rannsókn lögreglu ábótavant

Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði tæplega fimmtugan karlmann af ákæru um tilraun til manndráps. Dómurinn segir rannsókn lögreglu á málinu stórlega ábótavant en þær rannsóknir sem hefði átt að gera í tengslum við málið, en voru ekki gerðar, hefðu ein eða fleiri getað haft úrslitaáhrif á niðurstöðu þess. Maðurinn var ákærður fyrir að skera leigubílstjóra á háls í Reykjavík í júlí á síðasta ári. Hvorki fórnarlambið né annar farþegi í bílnum sáu ákærða skera bílstjórann, en leigubílstjórinn hafði ekið fjórum mönnum um borgina og voru allir handteknir í kjölfarið. Einn þeirra var með hníf á sér en hnífurinn var ekki rannsakaður né fatnaður þriggja af mönnunum fjórum heldur einungis fatnaður ákærða.  Ákærði neitaði sök í málinu þar sem hann mundi ekki atburðarrásina sökum ölvunar. Þar sem rannsókn lögreglu hafi verið svo ábótavant taldi héraðsdómur ekki unnt að sakfella manninn gegn neitun hans og var hann því sýknaður. Í dómnum segir að þær rannsóknir sem hefði átt að gera í tengslum við málið, en voru ekki gerðar, hefðu ein eða fleiri getað haft úrslitaáhrif á niðurstöðu þess.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×