Innlent

Hass og smygl á Reyðarfirði

Lögreglan á Eskifirði lagði í gær hald á fíkniefni og smyglvarning í vöruskemmu á Reyðarfirði um hádegisbilið í gær. Húsleitin var í samvinnu við deildarstjóra tollgæslunnar á Eskifirði, en lögreglunni hafði borist ábendingar um að ólögleg efni væru í húsinu. Við leit fundust fimm grömm af hassi, þrettán flöskur af sterku áfengi, níu kassar af bjór og tæki til fíkniefnaneyslu. Allt var þetta smyglvarningur. Fjórir menn á fertugsaldri búa í skemmunni sem er ólöglegt húsnæði til búsetu. Þeir hafa allir gengist við að eiga varninginn og telst málið upplýst.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×