Lög og regla Lést í slysi á Suðurlandsvegi Banaslys varð á Suðurlandsvegi við Þrengslaafleggjarann á sjöunda tímanum í morgun þegar fólksbíll og jeppi rákust saman. Annar bíllinn var á leið austur eftir Suðurlandsvegi en hinn á leið inn á Suðurlandsveg af Þrengslavegi. Lögreglan á Selfossi telur að annar ökumaðurinn hafi misst stjórn á bílnum í beygjunni og keyrt í veg fyrir hinn, en talsverð hálka var á veginum. Innlent 13.10.2005 18:52 Alvarlegt slys í Þrengslunum Alvarlegt umferðarslys varð í Þrengslunum um sjöleytið í morgun. Að sögn lögreglunnar á Selfossi skullu tvær bifreiðar saman en tíu manns voru í bílunum, fimm í hvorum. Margir slösuðust, misalvarlega þó, en allir voru fluttir á slysadeild í Reykjavík. Lögreglan getur ekki gefið frekari upplýsingar um slysið eða ástand fólksins að svo stöddu. Bílarnir báðir eru gerónýtir. Innlent 13.10.2005 18:52 Afleysingalöggur fundu dóp 20 grömm af hassi, 10 grömm af amfetamíni og lítilræði af kókaíni fundust í bifreið í Hafnarfirði í fyrrinótt. Tveir menn voru teknir í yfirheyrslur en sleppt að þeim loknum og telst nú málið upplýst. Mennirnir þóttu hegða sér grunsamlega þegar lögreglan hafði afskipti af þeim við hefðbundið eftirlit og var því leitað í bílnum. Innlent 13.10.2005 18:52 Ungur ökumaður lést Tæplega tvítugur ökumaður lést og þrír jafnaldrar hans slösuðust alvarlega þegar bíll sem þeir voru í lenti í árekstri við jeppa sem kom úr gagnstæðri átt á Suðurlandsvegi á sjöunda tímanum í gærmorgun. Farþegarnir þrír eru þó ekki taldir í lífshættu. Innlent 13.10.2005 18:52 Leituðu sannana fyrir skattsvikum Starfsmenn Skattrannsóknastjóra lögðu hald á mikið magn bókhaldsgagna og tölvubúnað þegar þeir gerðu húsleit á fjölda vínveitingahúsa í Reykjavík á föstudags- og fimmtudagskvöld. Flest vínveitingahúsanna, en þó ekki öll, eru í miðbænum. Innlent 13.10.2005 18:52 Skyndihúsleit á veitingastöðum Fíkniefnalögreglan og fulltrúar skattrannsóknarstjóra gerðu fyrirvaralausa húsleit á vel á annan tug vínveitingastaða á höfuðborgarsvæðinu í gær og fyrradag. Almennir lögregluþjónar tóku þátt í aðgerðunum og voru embættismönnum skattrannsóknarstjóra til halds og trausts, bæði til að koma í veg fyrir hugsanlega mótspyrnu og til að tryggja að haldlagning gagna gæti farið fram. Innlent 13.10.2005 18:52 Með ólæti við skemmtistað Drukkinn karlmaður var handtekinn vegna óláta við skemmtistað á Hafnargötunni í Keflavík í nótt. Lögreglumenn handtóku manninn og létu hann sofa úr sér vímuna og æsinginn í fangaklefa á lögreglustöðinni. Lögreglan í Reykjavík segir nóttina hafa verið rólega í miðborginni. Þrír ökumenn voru þó teknir grunaður um ölvun við akstur nú í morgunsárið. Innlent 13.10.2005 18:52 Grunur um skattsvik á stöðunum Skattrannsóknarstjóri gerði fyrirvaralausa húsleit hjá hátt í tuttugu vínveitingastöðum í gær og í fyrradag vegna rökstudds gruns um stórfelld skattsvik og aðra glæpi. Þetta er umfangsmesta aðgerð embættisins síðan húsleit var gerð hjá olíufélögunum. Innlent 13.10.2005 18:52 Segir Sri hafa hótað sér Hákon Eydal segir Sri Rahmawati og fjölskyldu hennar hafa hótað sér og kúgað sig mánuðum saman áður en hann sturlaðist af bræði og banaði henni í fyrrasumar með kúbeini. Réttarhöld í málinu fara fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Innlent 13.10.2005 18:51 Orð skulu standa Ríkisskattstjóri var sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag af kröfum manns sem vildi að ummæli hans um sig yrðu dæmd dauð og ómerk. Maðurinn krafðist fjögurra milljóna króna í skaðabætur. Innlent 13.10.2005 18:51 Flýði brennandi bíl Ökumaður stakk af eftir að hafa ekið utan í tvo staura á Hverfisgötu rétt fyrir klukkan níu í morgun. Eldur kom upp í bílnum sem var fljótt alelda. Slökkviliðið var kvatt á staðinn og tók nokkrar mínútur að ráða niðurlögum eldsins. Vegfarendur gátu gefið lögreglu nokkuð góða lýsingu á ökumanninum sem hljóp af vettvangi og er hans leitað. Innlent 13.10.2005 18:51 Lést í bílslysi nærri Kópaskeri Karlmaður um tvítugt lét lífið í hörðum árekstri tveggja fólksbíla á malarvegi skammt frá Kópaskeri síðdegis í gær. Tveir ungir menn voru í hinum bílnum og slasaðist annar þeirra talsvert. Maðurinn sem lést var í bílbelti og var á leiðinni norður en bíllinn sem hann lenti í árekstri við var á leiðinni suður. Mennirnir sem slösuðust hlutu meðal annars áverka á hálsi og hrygg. Innlent 13.10.2005 18:51 Segir Sri hafa beitt sig fjárkúgun Saksóknari krefst 16 ára fangelsisdóms yfir Hákoni Eydal sem banaði Sri Rahmawati í fyrrasumar. Geðlæknir segist ekki merkja neina iðrun hjá Hákoni sem lýsti fyrir dómurum í morgun að Sri hefði ítrekað reynt að kúga út úr sér fé, bannað sér að umgangast lítið barn þeirra og hótað að myrða það. Hákon segist hafa verið sturlaður þegar hann drap Sri. Innlent 13.10.2005 18:51 Sagði Hákon ekki hafa sýnt iðrun Vitnaleiðslur standa yfir í réttarhöldunum yfir Hákoni Eydal vegna morðsins á Sri Ramawhati í fyrrasumar. Fimm vitni komu fyrir dóminn, þar á meðal geðlæknir sem fullyrti að Hákon hefði enga iðrun sýnt eftir verknaðinn og að honum hefði ekki létt eftir að hafa viðurkennt hann. Innlent 13.10.2005 18:51 Bar fyrir sig stundarbrjálæði "Ég iðrast gerða minna og vildi að þetta hefði aldrei átt sér stað," sagði Hákon Eydal fyrir dómi í Héraðsdómi Reykjavíkur en þar fór fram í gær aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn honum fyrir morðið á Sri Rhamawati í júlí síðastliðnum. Innlent 13.10.2005 18:51 Ók of nálægt lögreglu Maður á fimmtugsaldri hefur verið dæmdur til að greiða fimm þúsund krónur í sekt og 80 þúsund krónur í málskostnað fyrir að hafa ekið of nálægt næsta bíl á undan. Bíllinn sem maðurinn ók á eftir var lögreglubíll og segja lögreglumennirnir að þeir hafi ekki séð ljós bílsins í baksýnisspeglinum á löngum kafla. Innlent 13.10.2005 18:51 Gripinn með fíkniefni á Selfossi Lögreglan á Selfossi handtók mann á Selfossi í nótt fyrir að hafa fíkniefni í fórum sínum. Maðurinn hafði verið á dansleik á Hótel Selfossi og fannst lítilræði af amfetamíni og hassi í fórum hans. Lögreglan segir að hann hafi verið ölvaður og verði yfirheyrður síðar í dag. Innlent 13.10.2005 18:51 Lögregla stöðvar glæfraför Lögreglan á Blönduósi stöðvaði í föstudag hraðferð þriggja Spánverja sem hafa ferðast um landið síðustu daga á jeppling. Innlent 13.10.2005 18:51 Fer fram á 16 ára fangelsi Saksóknari sem flutti mál gegn Hákoni Eydal í dag krafðist þess að hann yrði dæmdur í sextán ára fangelsi fyrir að hafa banað Sri Rahmawati, fyrrverandi sambýliskonu sinni og barnsmóður. Hákon hefur játað á sig morðið en hann segir Sri og fjölskyldu hennar hafa hótað sér og kúgað sig mánuðum saman áður en hann sturlaðist úr bræði og banaði henni. Innlent 13.10.2005 18:51 Tekinn með amfetamín Lögreglan á Selfossi hafði afskipti af ölvuðum manni á dansleik í fyrrinótt og spurði hann hvort hún mætti leita á honum og leyfði hann það. Fannst á honum lítið magn af amfetamíni og var hann því handtekinn og gisti síðan fangageymslur. Innlent 13.10.2005 18:52 Vélsleðamaður slasaðist Þyrla landhelgisgæslunnar var kölluð út um hádegi í gær eftir að tilkynnt hafði verið um að breskur ferðamaður hefði lent í vélsleðaslysi skammt frá Dettifossi. Innlent 13.10.2005 18:52 Bílbruni á Hverfisgötu Vegfarandi sem átti leið um Hverfisgötuna í gærmorgun sá að kviknað hafði í bíl sem lá upp við vegkantinn og tilkynnti hann það Slökkviliðinu sem kom á vettvang innan fárra mínútna. Innlent 13.10.2005 18:52 Þrír dæmdir fyrir líkamsárásir Þrír menn um tvítugt voru í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdir í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárásir. Mennirnir voru sakfelldir fyrir að ráðast að tveimur mönnum í miðbæ Reykjavíkur með spörkum og höggum. Annar þolendanna nefbrotnaði og marðist illa en hinn hlaut heilahristing og tognaði á kjálka, auk annarra áverka. Innlent 13.10.2005 18:51 Gæsluvarðhald framlengt Gæsluvarðhald yfir tveimur mönnum var framlengt í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir stundu. Mennirnir eru báðir grunaðir um aðild að stórum fíkniefnamálum. Innlent 13.10.2005 18:51 Fyrrum framkvæmdastjóri dæmdur Hæstiréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Karli Benediktssyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra lífeyrissjóðsins Framsýnar. Karl er dæmdur í tíu mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa misnotað aðstöðu sína og stefnt fé sjóðsins í stórfellda hættu. Innlent 13.10.2005 18:51 Eldur í íbúðarhúsi á Kirkjubóli Eldur kviknaði í íbúðarhúsinu á Kirkjubóli við Steingrímsfjörð rétt fyrir klukkan sjö í gærkvöldi. Slökkvilið Hólmavíkur var kallað út og tókst að slökkva eldinn á skömmum tíma. Talsverðar skemmdir urðu á innanstokksmunum vegna sóts og vatns. Innlent 13.10.2005 18:51 Tilefnislausar árásir Þrír ungir menn voru í gær dæmdir til fangelsisvistar fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að hafa tvívegis sömu nóttina framið tilefnislausar líkamsárásir í miðbæ Reykjavíkur. Innlent 13.10.2005 18:51 Umferðaróhapp endaði í þremur Þrír árekstrar urðu á Kringlumýrarbraut við Nesti um hálf átta leytið í gærkvöldi. Tveir tveggja bíla árekstrar og einn þriggja bíla. Innlent 13.10.2005 18:51 Dómurinn staðfestur af Hæstarétti Hæstiréttur staðfesti í dag tíu mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir fyrrverandi framkvæmdastjóra Lífeyrissjóðsins Framsýnar. Framkvæmdastjórinn fyrrverandi er sakfelldur fyrir að hafa misnotað aðstöðu sína og sett fé sjóðsins í stórfellda hættu. Innlent 13.10.2005 18:51 Vélaborg stefnt af KB banka KB banki hefur höfðað einkamál á hendur Vélaborg ehf. Er það vegna búvéla sem bankinn telur að fyrirtækið hafi keypt á of lágu verði af Vélum og þjónustu hf. örfáum dögum fyrir gjaldþrot þess í september. Innlent 13.10.2005 18:51 « ‹ 82 83 84 85 86 87 88 89 90 … 120 ›
Lést í slysi á Suðurlandsvegi Banaslys varð á Suðurlandsvegi við Þrengslaafleggjarann á sjöunda tímanum í morgun þegar fólksbíll og jeppi rákust saman. Annar bíllinn var á leið austur eftir Suðurlandsvegi en hinn á leið inn á Suðurlandsveg af Þrengslavegi. Lögreglan á Selfossi telur að annar ökumaðurinn hafi misst stjórn á bílnum í beygjunni og keyrt í veg fyrir hinn, en talsverð hálka var á veginum. Innlent 13.10.2005 18:52
Alvarlegt slys í Þrengslunum Alvarlegt umferðarslys varð í Þrengslunum um sjöleytið í morgun. Að sögn lögreglunnar á Selfossi skullu tvær bifreiðar saman en tíu manns voru í bílunum, fimm í hvorum. Margir slösuðust, misalvarlega þó, en allir voru fluttir á slysadeild í Reykjavík. Lögreglan getur ekki gefið frekari upplýsingar um slysið eða ástand fólksins að svo stöddu. Bílarnir báðir eru gerónýtir. Innlent 13.10.2005 18:52
Afleysingalöggur fundu dóp 20 grömm af hassi, 10 grömm af amfetamíni og lítilræði af kókaíni fundust í bifreið í Hafnarfirði í fyrrinótt. Tveir menn voru teknir í yfirheyrslur en sleppt að þeim loknum og telst nú málið upplýst. Mennirnir þóttu hegða sér grunsamlega þegar lögreglan hafði afskipti af þeim við hefðbundið eftirlit og var því leitað í bílnum. Innlent 13.10.2005 18:52
Ungur ökumaður lést Tæplega tvítugur ökumaður lést og þrír jafnaldrar hans slösuðust alvarlega þegar bíll sem þeir voru í lenti í árekstri við jeppa sem kom úr gagnstæðri átt á Suðurlandsvegi á sjöunda tímanum í gærmorgun. Farþegarnir þrír eru þó ekki taldir í lífshættu. Innlent 13.10.2005 18:52
Leituðu sannana fyrir skattsvikum Starfsmenn Skattrannsóknastjóra lögðu hald á mikið magn bókhaldsgagna og tölvubúnað þegar þeir gerðu húsleit á fjölda vínveitingahúsa í Reykjavík á föstudags- og fimmtudagskvöld. Flest vínveitingahúsanna, en þó ekki öll, eru í miðbænum. Innlent 13.10.2005 18:52
Skyndihúsleit á veitingastöðum Fíkniefnalögreglan og fulltrúar skattrannsóknarstjóra gerðu fyrirvaralausa húsleit á vel á annan tug vínveitingastaða á höfuðborgarsvæðinu í gær og fyrradag. Almennir lögregluþjónar tóku þátt í aðgerðunum og voru embættismönnum skattrannsóknarstjóra til halds og trausts, bæði til að koma í veg fyrir hugsanlega mótspyrnu og til að tryggja að haldlagning gagna gæti farið fram. Innlent 13.10.2005 18:52
Með ólæti við skemmtistað Drukkinn karlmaður var handtekinn vegna óláta við skemmtistað á Hafnargötunni í Keflavík í nótt. Lögreglumenn handtóku manninn og létu hann sofa úr sér vímuna og æsinginn í fangaklefa á lögreglustöðinni. Lögreglan í Reykjavík segir nóttina hafa verið rólega í miðborginni. Þrír ökumenn voru þó teknir grunaður um ölvun við akstur nú í morgunsárið. Innlent 13.10.2005 18:52
Grunur um skattsvik á stöðunum Skattrannsóknarstjóri gerði fyrirvaralausa húsleit hjá hátt í tuttugu vínveitingastöðum í gær og í fyrradag vegna rökstudds gruns um stórfelld skattsvik og aðra glæpi. Þetta er umfangsmesta aðgerð embættisins síðan húsleit var gerð hjá olíufélögunum. Innlent 13.10.2005 18:52
Segir Sri hafa hótað sér Hákon Eydal segir Sri Rahmawati og fjölskyldu hennar hafa hótað sér og kúgað sig mánuðum saman áður en hann sturlaðist af bræði og banaði henni í fyrrasumar með kúbeini. Réttarhöld í málinu fara fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Innlent 13.10.2005 18:51
Orð skulu standa Ríkisskattstjóri var sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag af kröfum manns sem vildi að ummæli hans um sig yrðu dæmd dauð og ómerk. Maðurinn krafðist fjögurra milljóna króna í skaðabætur. Innlent 13.10.2005 18:51
Flýði brennandi bíl Ökumaður stakk af eftir að hafa ekið utan í tvo staura á Hverfisgötu rétt fyrir klukkan níu í morgun. Eldur kom upp í bílnum sem var fljótt alelda. Slökkviliðið var kvatt á staðinn og tók nokkrar mínútur að ráða niðurlögum eldsins. Vegfarendur gátu gefið lögreglu nokkuð góða lýsingu á ökumanninum sem hljóp af vettvangi og er hans leitað. Innlent 13.10.2005 18:51
Lést í bílslysi nærri Kópaskeri Karlmaður um tvítugt lét lífið í hörðum árekstri tveggja fólksbíla á malarvegi skammt frá Kópaskeri síðdegis í gær. Tveir ungir menn voru í hinum bílnum og slasaðist annar þeirra talsvert. Maðurinn sem lést var í bílbelti og var á leiðinni norður en bíllinn sem hann lenti í árekstri við var á leiðinni suður. Mennirnir sem slösuðust hlutu meðal annars áverka á hálsi og hrygg. Innlent 13.10.2005 18:51
Segir Sri hafa beitt sig fjárkúgun Saksóknari krefst 16 ára fangelsisdóms yfir Hákoni Eydal sem banaði Sri Rahmawati í fyrrasumar. Geðlæknir segist ekki merkja neina iðrun hjá Hákoni sem lýsti fyrir dómurum í morgun að Sri hefði ítrekað reynt að kúga út úr sér fé, bannað sér að umgangast lítið barn þeirra og hótað að myrða það. Hákon segist hafa verið sturlaður þegar hann drap Sri. Innlent 13.10.2005 18:51
Sagði Hákon ekki hafa sýnt iðrun Vitnaleiðslur standa yfir í réttarhöldunum yfir Hákoni Eydal vegna morðsins á Sri Ramawhati í fyrrasumar. Fimm vitni komu fyrir dóminn, þar á meðal geðlæknir sem fullyrti að Hákon hefði enga iðrun sýnt eftir verknaðinn og að honum hefði ekki létt eftir að hafa viðurkennt hann. Innlent 13.10.2005 18:51
Bar fyrir sig stundarbrjálæði "Ég iðrast gerða minna og vildi að þetta hefði aldrei átt sér stað," sagði Hákon Eydal fyrir dómi í Héraðsdómi Reykjavíkur en þar fór fram í gær aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn honum fyrir morðið á Sri Rhamawati í júlí síðastliðnum. Innlent 13.10.2005 18:51
Ók of nálægt lögreglu Maður á fimmtugsaldri hefur verið dæmdur til að greiða fimm þúsund krónur í sekt og 80 þúsund krónur í málskostnað fyrir að hafa ekið of nálægt næsta bíl á undan. Bíllinn sem maðurinn ók á eftir var lögreglubíll og segja lögreglumennirnir að þeir hafi ekki séð ljós bílsins í baksýnisspeglinum á löngum kafla. Innlent 13.10.2005 18:51
Gripinn með fíkniefni á Selfossi Lögreglan á Selfossi handtók mann á Selfossi í nótt fyrir að hafa fíkniefni í fórum sínum. Maðurinn hafði verið á dansleik á Hótel Selfossi og fannst lítilræði af amfetamíni og hassi í fórum hans. Lögreglan segir að hann hafi verið ölvaður og verði yfirheyrður síðar í dag. Innlent 13.10.2005 18:51
Lögregla stöðvar glæfraför Lögreglan á Blönduósi stöðvaði í föstudag hraðferð þriggja Spánverja sem hafa ferðast um landið síðustu daga á jeppling. Innlent 13.10.2005 18:51
Fer fram á 16 ára fangelsi Saksóknari sem flutti mál gegn Hákoni Eydal í dag krafðist þess að hann yrði dæmdur í sextán ára fangelsi fyrir að hafa banað Sri Rahmawati, fyrrverandi sambýliskonu sinni og barnsmóður. Hákon hefur játað á sig morðið en hann segir Sri og fjölskyldu hennar hafa hótað sér og kúgað sig mánuðum saman áður en hann sturlaðist úr bræði og banaði henni. Innlent 13.10.2005 18:51
Tekinn með amfetamín Lögreglan á Selfossi hafði afskipti af ölvuðum manni á dansleik í fyrrinótt og spurði hann hvort hún mætti leita á honum og leyfði hann það. Fannst á honum lítið magn af amfetamíni og var hann því handtekinn og gisti síðan fangageymslur. Innlent 13.10.2005 18:52
Vélsleðamaður slasaðist Þyrla landhelgisgæslunnar var kölluð út um hádegi í gær eftir að tilkynnt hafði verið um að breskur ferðamaður hefði lent í vélsleðaslysi skammt frá Dettifossi. Innlent 13.10.2005 18:52
Bílbruni á Hverfisgötu Vegfarandi sem átti leið um Hverfisgötuna í gærmorgun sá að kviknað hafði í bíl sem lá upp við vegkantinn og tilkynnti hann það Slökkviliðinu sem kom á vettvang innan fárra mínútna. Innlent 13.10.2005 18:52
Þrír dæmdir fyrir líkamsárásir Þrír menn um tvítugt voru í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdir í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárásir. Mennirnir voru sakfelldir fyrir að ráðast að tveimur mönnum í miðbæ Reykjavíkur með spörkum og höggum. Annar þolendanna nefbrotnaði og marðist illa en hinn hlaut heilahristing og tognaði á kjálka, auk annarra áverka. Innlent 13.10.2005 18:51
Gæsluvarðhald framlengt Gæsluvarðhald yfir tveimur mönnum var framlengt í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir stundu. Mennirnir eru báðir grunaðir um aðild að stórum fíkniefnamálum. Innlent 13.10.2005 18:51
Fyrrum framkvæmdastjóri dæmdur Hæstiréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Karli Benediktssyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra lífeyrissjóðsins Framsýnar. Karl er dæmdur í tíu mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa misnotað aðstöðu sína og stefnt fé sjóðsins í stórfellda hættu. Innlent 13.10.2005 18:51
Eldur í íbúðarhúsi á Kirkjubóli Eldur kviknaði í íbúðarhúsinu á Kirkjubóli við Steingrímsfjörð rétt fyrir klukkan sjö í gærkvöldi. Slökkvilið Hólmavíkur var kallað út og tókst að slökkva eldinn á skömmum tíma. Talsverðar skemmdir urðu á innanstokksmunum vegna sóts og vatns. Innlent 13.10.2005 18:51
Tilefnislausar árásir Þrír ungir menn voru í gær dæmdir til fangelsisvistar fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að hafa tvívegis sömu nóttina framið tilefnislausar líkamsárásir í miðbæ Reykjavíkur. Innlent 13.10.2005 18:51
Umferðaróhapp endaði í þremur Þrír árekstrar urðu á Kringlumýrarbraut við Nesti um hálf átta leytið í gærkvöldi. Tveir tveggja bíla árekstrar og einn þriggja bíla. Innlent 13.10.2005 18:51
Dómurinn staðfestur af Hæstarétti Hæstiréttur staðfesti í dag tíu mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir fyrrverandi framkvæmdastjóra Lífeyrissjóðsins Framsýnar. Framkvæmdastjórinn fyrrverandi er sakfelldur fyrir að hafa misnotað aðstöðu sína og sett fé sjóðsins í stórfellda hættu. Innlent 13.10.2005 18:51
Vélaborg stefnt af KB banka KB banki hefur höfðað einkamál á hendur Vélaborg ehf. Er það vegna búvéla sem bankinn telur að fyrirtækið hafi keypt á of lágu verði af Vélum og þjónustu hf. örfáum dögum fyrir gjaldþrot þess í september. Innlent 13.10.2005 18:51
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent