Innlent

Orð skulu standa

Ríkisskattstjóri var sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag af kröfum manns sem vildi að ummæli hans um sig yrðu dæmd dauð og ómerk. Maðurinn krafðist fjögurra milljóna króna í skaðabætur. Í grein sem birtist í Morgunblaðinu í desember árið 2003 sagði Indriði H. Þorláksson ríkisskattstjóri manninn þekktan danskan sérfræðing í skattasniðgöngumálum. Eins sagði Indriði að kannski væri ekki svo skrítið að ekki hefði gengið svo vel hjá ráðgjafanum eða ráðgjafafyrirtæki hans því það hefði lent í hremmingum í vegna starfseminnar í Danmörku. Um fyrri ummæli segir dómurinn að ríkisskattstjóri hafi ekki gerst sekur um refsivert athæfi og þá féllst hann ekki á að seinni ummælin færu út fyrir mörk tjáningarfrelsis.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×