Innlent

Ungur ökumaður lést

Tæplega tvítugur ökumaður lést og þrír jafnaldrar hans slösuðust alvarlega þegar bíll sem þeir voru í lenti í árekstri við jeppa sem kom úr gagnstæðri átt á Suðurlandsvegi á sjöunda tímanum í gærmorgun. Farþegarnir þrír eru þó ekki taldir í lífshættu. Hjón og þrjú börn sem voru í jeppabifreiðinni og fimmti farþeginn í fólksbílnum voru flutt á Landspítala-háskólasjúkrahús í Fossvogi en eru ekki alvarlega slösuð. Tvö barnanna eru tólf ára og eitt þrettán ára. Áreksturinn varð í beygjunni við gatnamót Þrengslavegar og bendir margt til þess að fólksbíllinn hafi runnið yfir á gagnstæða akrein en töluverð hálka var þar í gærmorgun. Ekki er þó hægt að fullyrða um orsakir slyssins þar sem málið er í rannsókn. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð á vettvang en einnig komu að lögregla og sjúkraliðar frá Selfossi, Slökkvilið Hveragerðis og sjúkrabílar og tækjabíll frá Reykjavík.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×