Lög og regla

Fréttamynd

Hæstiréttur ómerkti dóm héraðsdóms

Máli þriggja pólskra verkamanna sem handteknir voru í mars vegna gruns um að þeir störfuðu hér á landi án atvinnuleyfa var vísað aftur til héraðsdóms fyrir Hæstarétti í gær. Höfðu mennirnir verið dæmdir hver um sig til mánaðar fangelsisvistar skilorðsbundið fyrir Héraðsdómi Suðurlands en niðurstaða Hæstaréttar var að sá dómur yrði ómerktur gerður.

Innlent
Fréttamynd

Frekari aðgerðir gegn handrukkurum

Ekki liggur fyrir hvort einhverjir þeirra þrjátíu sem grunaðir eru um handrukkun eða tengsl við handrukkara verði ákærðir. Talið er að hópurinn sem ná þarf til sé mun stærri og eru frekari aðgerðir í undirbúningi.

Innlent
Fréttamynd

Ómálefnalegur dómur segir lögmaður

Tveir erlendir starfsmenn ítalska verktakafyrirtækisins Impregilo við Kárahnjúka voru dæmdir í gær í Héraðsdómi Austurlands til greiðslu 50 þúsund króna sektar auk sakarkostnaðar hvor fyrir að hafa starfað hér að löggiltri iðngrein án viðurkenningar á starfsréttindum. Annar var verkstjóri smíðaverkstæðis og hinn verkstjóri í rafmagnsdeild.

Innlent
Fréttamynd

Tekinn með fíkniefni í bíl

Lögreglan í Kópavogi tók mann með fíkniefni nú undir morgun. Fíkniefnin fundust við reglubundið umferðareftirlit en maðurinn var farþegi í bíl sem lögreglan stöðvaði. Skýrsla var tekin af manninum og telst málið upplýst. Í ljós kom við þetta tækifæri að ökumaður bifreiðarinnar var með útrunnin ökuréttindi.

Innlent
Fréttamynd

Þrjátíu handteknir

Höfð voru afskipti af 30 manns á aðfararnótt laugardags í aðgerðum lögreglu gegn handrukkurum. Enginn þeirra er enn í haldi lögreglu.

Innlent
Fréttamynd

Ummæli Jóns Baldvins ómerkt

Ummæli Jóns Baldvins Hannibalssonar sendiherra sem hann viðhafði í Dagblaðinu um fyrrum tengdason sinn Marco Brancaccia, yfirmann ítölsku fréttaþjónustunnar ANSA í Mið-Ameríku, voru á miðvikudag ómerkt í Héraðsdómi Reykjavíkur.

Innlent
Fréttamynd

Sat fastur undir Höfðabakkabrú

Vörubifreið með tengivagn festist undir Höfðabakkabrú yfir Vesturlandsveg um klukkan tuttugu mínútur fyrir 12 í gærdag. Ökumaður bifreiðarinnar hafði ekki gætt að því að farmur tengivagnsins var hærri en svo að hann kæmist undir brúnna og því fór sem fór.

Innlent
Fréttamynd

Ók inn í malarhrúgu

Malarhrúga varð á vegi ökumanns í Njarðvík í gærkvöldi. Hrúgan stóð við vegarbrúnina og ók maðurinn inn í hana. Hann gaf þá skýringu að hann hefði ekki séð hrúguna en hún hafði ekki dulist fjölda ökumanna enda hafði hún staðið þarna allan daginn án þess að ekið væri á hana. Einhverjar skemmdir urðu á bíl mannsins en hann var þó ökufær á eftir.

Innlent
Fréttamynd

Áfrýjar úrskurði til Hæstaréttar

Englendingurinn Paul Gill sem úrskurðaður var í gæsluvarðhald þar til á mánudag eftir að hafa slett grænum vökva á fundargesti álráðstefnu á Nordica-hótelinu hefur áfrýjað úrskurðinum til Hæstaréttar. Tveir Íslendingar tóku þátt í mótmælunum með honum á hótelinu en var sleppt úr haldi lögreglu.

Innlent
Fréttamynd

Fjárdráttur kærður til lögreglu

Lögreglu verður sent fjárdráttarmál starfsmanns Reykjavíkurborgar til rannsóknar komi í ljós við athugun að hann hafi dregið sér fé frá geðsjúkum.

Innlent
Fréttamynd

Þrír mánuðir fyrir líkamsárás

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag rúmlega þrítugan karlmann í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás með því að hafa í apríl árið 2001 slegið annan mann í andlitið með glasi með þeim afleiðingum að hann hlaut skurð á neðri vör og fimm framtennur brotnuðu. Ákærði neitaði sök en sannað þótti í samræmi við framburð vitna að hann hefði hent glasinu framan í manninn.

Innlent
Fréttamynd

Sprengjugabb í Íslandsbanka

Lögregla var kölluð í útibú Íslandsbanka við Lækjargötu í Reykjavík skömmu fyrir hádegi í gær vegna miða sem starfsmenn bankans töldu vera sprengjuhótun. Reyndist um gabb eða misheppnað spaug að ræða.

Innlent
Fréttamynd

Dómur héraðsdóms staðfestur

Hæstiréttur staðfesti í gær dóm Héraðsdóms Reykjaness frá janúar síðastliðnum um tæplega sjö ára fangelsi til handa Berki Birgissyni sem slasaði mann alvarlega þegar hann réðst á hann á veitingastaðnum A. Hansen í Hafnarfirði vopnaður öxi.

Innlent
Fréttamynd

Töldu sprengjuhótun felast í miða

Lögreglan var kvödd að útibúi Íslandsbanka við Lækjargötu fyrir hádegið vegna grunsamlegs miða. Samkvæmt lögreglu töldu starfsmenn bankans sig geta lesið sprengjuhótun út úr þeim skilaboðum sem á honum voru og var lögregla því kölluð til. Talið er að börn hafi staðið að baki gabbinu en miðinn sem fjaðrafokinu olli er í vörslu lögreglunnar.

Innlent
Fréttamynd

Dæmdur fyrir að taka við þýfi

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag þrítugan karlmann í sjö mánaða fangelsi, þar af fimm mánuði skilorðsbundið í þrjú ár, fyrir að hafa þann 5. janúar síðastliðinn tekið við þremur fartölvum að verðmæti um 700 þúsund krónur úr höndum bróður síns þrátt fyrir að honum hafi mátt vera ljóst að þeim hefði verið stolið úr versluninni Office One um nóttina.

Innlent
Fréttamynd

Sjö og hálft ár fyrir axarárás

Hæstiréttur staðfesti dóm yfir Birki Birgissyni sem hlaut sjö og hálfs árs fangelsisdóm fyrir tilraun til manndráps á veitingastaðnum A. Hansen í Hafnarfirði. Birkir réðst á mann með exi og sló hann í höfuðið. Hann var enn fremur dæmdur fyrir sjö líkamsárásir, brot á vopnalögum og umferðarlögum.

Innlent
Fréttamynd

Urðu bensínlausir eftir innbrot

Tveir menn, 22 og 25 ára gamlir, voru í Héraðsdómi Austurlands í gær dæmdir í mánaðarfangelsi hvor, en báðir eru dómarnir skilorðsbundnir í tvö ár. Þá er þeim gert að greiða hvor um sig Olíuverslun Íslands hf. 51.790 krónur með vöxtum.

Innlent
Fréttamynd

Vatn lak inn í kjallara

Vatnstjón varð í húsi við Fríkirkjuveg í Reykjavík seint á þriðjudagskvöld, en þar hafði garðslanga verið látin ofan í kjallaratröppur þar sem niðurfall var stíflað. Að sögn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins hlaust af þessu nokkuð tjón þegar vatnsyfirborð hækkaði og vatn lak inn í kjallarann.

Innlent
Fréttamynd

Sektir upp á tæpar 100 milljónir

Fjórir forsvarsmenn Lífsstíls ehf. og dótturfyrirtækja voru í gær dæmdir til greiðslu sekta upp á samtals 96,6 milljónir króna. Til vara voru þeim gerðir fangelsisdómar frá 3 upp í 12 mánuði. Fyrrum aðalféhirðir Landssímans var fundinn sýkn saka. Dómar þriggja eru til refsiauka í Landssímamálinu.

Innlent
Fréttamynd

Handteknir fengu bætur

Sættir náðust fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í gær í máli þriggja ungra manna sem sæta máttu handtöku þegar þeir mótmæltu sumarið 2002 við heimsókn Jiang Zemin, forseta Kína, framgöngu kínverskra stjórnvalda í garð Falun Gong hreyfingarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Talinn hafa ekið drukkinn á stöð

Það fór líklega öðruvísi en til stóð hjá ökumanni sem kom á lögreglustöðina í Keflavík í gærkvöldi. Hann mætti á stöðina í þeim tilgangi að láta geyma fyrir sig bíllyklana væntanlega af því að hann hefur metið stöðuna sem svo að hann ætti ekki að aka. Lögreglan virðist hafa verið á sama máli því umræddur maður var handtekinn grunaður um að hafa ekið bíl sínum á stöðina undir áhrifum áfengis.

Innlent
Fréttamynd

Vinnuvél stórskemmdist í bruna

Vinnuvél stórskemmdist eða eyðilagðist í bruna í Kópavogi í gær. Tilkynnt var um eldinn seint í gærkvöldi en vinnuvélin var við Vatnsenda. Engan sakaði.

Innlent
Fréttamynd

Dótturfyrirtæki Össurar fær bætur

Bandaríska stoðtækjafyrirtækið Bledsoe Brace Systems hefur verið dæmt af alríkisdómstól í Seattle í Washington-ríki til að greiða dótturfélagi stoðtækjafyrirtækisins Össurar, Generation Orthotics, tæplega sjö milljónir bandaríkjadala, jafnvirði 455 milljóna íslenskra króna í bætur, fyrir brot á einkaleyfum fyrirtækisins.

Innlent
Fréttamynd

Ráðuneyti og lögregla semja

Björn Bjarnason dómsmálaráðherra og Böðvar Bragason lögreglustjóri skrifuðu síðdegis í gær undir samning um árangursstjórnum og markmið lögreglunnar í Reykjavík. Lögregluembættið kynnti einnig stefnumótun ársins og kynnt var ársskýrsla lögreglunnar fyrir árið 2004.

Innlent
Fréttamynd

Dæmdir fyrir stórfelld skattsvik

Héraðsdómur Reykjavíkur sakfelldi í dag þrjá af fjórum sakborningum í Landssímamálinu fyrir stórfelld skattsvik. Sveinbjörn Kristjánsson, fyrrverandi aðalféhirðir Landssímans, var sýknaður.

Innlent
Fréttamynd

Sakfelldir fyrir skattsvik

Fjórir menn voru í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur dæmdir fyrir að standa ekki skil á tugmilljónum króna í virðisaukaskatt og staðgreiðslu opinberra gjalda. Þrír menn úr Landssímamálinu voru sakfelldir en einn þeirra, Sveinbjörn Kristjánsson, var sýknaður af ákærum.

Innlent
Fréttamynd

Misnotaði þriggja ára stúlku

Reykvískur karlmaður á fertugsaldri sætir nú rannsókn vegna gruns um kynferðisleg brot á fjórum stúlkubörnum. Stúlkurnar voru á aldrinum þriggja til þrettán ára þegar brotin voru framin. Við rannsókn á heimili mannsins fundust tugir barnaklámmynda í tölvu hans. 

Innlent
Fréttamynd

Rússi enn á gjörgæsludeild

Rússneski sjómaðurinn, sem Landhelgisgæslan sótti í togarann Ostrovet frá Dóminíku í fyrrinótt, liggur enn á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi en er þó ekki í lífshættu. Maðurinn hlaut stungusár á kvið við fiskvinnslu um borð og fer ræðismaður sendiráðs Rússlands á Íslandi fyrir máli hans.

Innlent
Fréttamynd

Fá ekki greiðslur úr ríkissjóði

Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag íslenska ríkið af kröfum bænda á bænum Hjallalandi í Sveinsstaðahreppi í Austur-Húnavatnssýslu, en þeir vildu að viðurkennt yrði með dómi að þeir ættu rétt á greiðslum úr ríkissjóði sem handhafar beingreiðslna sauðfjárbúsins á bænum. Þeir töldu sig eiga rétt á skaðabótagreiðslum úr ríkissjóði vegna breytinga á lögum um framleiðslu, verðlagningu og sölu á landbúnaðarafurðum sem tóku gildi árið 2000.

Innlent