Dæmdir fyrir stórfelld skattsvik 15. júní 2005 00:01 Héraðsdómur Reykjavíkur sakfelldi í dag þrjá af fjórum sakborningum í Landssímamálinu fyrir stórfelld skattsvik. Sveinbjörn Kristjánsson, fyrrverandi aðalféhirðir Landssímans, var sýknaður. Sveinbjörn Kristjánsson var einn sakborninga viðstaddur þegar dómur var kveðinn upp í dag en hann var jafnframt sá eini sem var sýknaður. Samtals voru sakborningarnir fimm dæmdir til að greiða um 100 milljónir króna. Þar af var Kristjáni Ragnari Kristjánssyni gert að greiða tæplega 66 milljónir. Mennirnir voru sakfelldir fyrir skattalagabrot við rekstur á fimm hlutafélögum. Málið snerist um vanskil á 56 milljónum króna, en nokkur hluti upphæðarinnar hefur verið greiddur en eftir gjalddaga. Kristján Ragnar Kristjánsson var ákærður og sakfelldur fyrir öll brotin en hinir fyrir hluta þeirra. Kristján Ragnar var dæmdur til að greiða 65,8 milljónir króna í sekt innan fjögurra vikna ella sæta fangelsi í 12 mánuði. Ragnar Orri Benediktsson var dæmdur til að greiða 15,2 milljónir króna innan fjögurra vikna ella sæta fangelsi í átta mánuði og Árna Þór Vigfússyni var gert að greiða 8,6 milljónir innan fjögurra vikna ella sæta fangelsi í fimm mánuði. Þá var fyrrverandi framkvæmdastjóri Japis dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi. Eins var honum gert að greiða sjö milljónir króna í sekt innan fjögurra vikna ella sæta fangelsi í fjóra mánuði. Brynjar Níelsson, verjandi Kristjáns Ragnars, segir dóminn í samræmi við dómaframkvæmdir en hann segir lögin aftur á móti vera slæm. Niðurstaðan sé í eðli sínu ósanngjörn en það sé ekki við dómarana að sakast heldur lögin eins og þau séu í dag. Brynjari finnst ósanngjarnt að Kristján skuli fá þessa refsingu þar sem hann hafi aðeins komið að þremur fyrirtækjanna til að ganga frá og standa skil á skuldum. Það hafi hins vegar verið eftir gjalddaga og því telst brotið fullframið. Brynjar segir að sjálfsagt hefði Kristján fengið sama dóm hefði hann stungið öllu fénu í eigin vasa og ekki borgað neitt. Að þessu leyti séu lögin ósanngjörn, en þau bindi dómarana með ákveðna lágmarksrefsingu og þá skipti engu máli hvernig málið sé tilkomið eða hvað sé gert við peningana og hvort greitt sé til baka eða ekki. Þessu þurfi að breyta og það hafi verið hugmyndir um það en þær hafi ekki náðst í gegn á þingi. Páll Kr. Pálsson, fyrrverandi stjórnarformaður Japis, og Eyþór Arnalds, fyrrverandi framkvæmdarstjóri Lífsstíls, voru ekki ákærðir þar sem þeir þóttu ekki bera ábyrgð eða ekki þótti hægt að sanna að þeir hafi vitað hvernig málin stæðu. Þetta gagnrýndu verjendur í málflutningi sínum og segja að þar hafi mönnum í sömu stöðu verið mismunað. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur sakfelldi í dag þrjá af fjórum sakborningum í Landssímamálinu fyrir stórfelld skattsvik. Sveinbjörn Kristjánsson, fyrrverandi aðalféhirðir Landssímans, var sýknaður. Sveinbjörn Kristjánsson var einn sakborninga viðstaddur þegar dómur var kveðinn upp í dag en hann var jafnframt sá eini sem var sýknaður. Samtals voru sakborningarnir fimm dæmdir til að greiða um 100 milljónir króna. Þar af var Kristjáni Ragnari Kristjánssyni gert að greiða tæplega 66 milljónir. Mennirnir voru sakfelldir fyrir skattalagabrot við rekstur á fimm hlutafélögum. Málið snerist um vanskil á 56 milljónum króna, en nokkur hluti upphæðarinnar hefur verið greiddur en eftir gjalddaga. Kristján Ragnar Kristjánsson var ákærður og sakfelldur fyrir öll brotin en hinir fyrir hluta þeirra. Kristján Ragnar var dæmdur til að greiða 65,8 milljónir króna í sekt innan fjögurra vikna ella sæta fangelsi í 12 mánuði. Ragnar Orri Benediktsson var dæmdur til að greiða 15,2 milljónir króna innan fjögurra vikna ella sæta fangelsi í átta mánuði og Árna Þór Vigfússyni var gert að greiða 8,6 milljónir innan fjögurra vikna ella sæta fangelsi í fimm mánuði. Þá var fyrrverandi framkvæmdastjóri Japis dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi. Eins var honum gert að greiða sjö milljónir króna í sekt innan fjögurra vikna ella sæta fangelsi í fjóra mánuði. Brynjar Níelsson, verjandi Kristjáns Ragnars, segir dóminn í samræmi við dómaframkvæmdir en hann segir lögin aftur á móti vera slæm. Niðurstaðan sé í eðli sínu ósanngjörn en það sé ekki við dómarana að sakast heldur lögin eins og þau séu í dag. Brynjari finnst ósanngjarnt að Kristján skuli fá þessa refsingu þar sem hann hafi aðeins komið að þremur fyrirtækjanna til að ganga frá og standa skil á skuldum. Það hafi hins vegar verið eftir gjalddaga og því telst brotið fullframið. Brynjar segir að sjálfsagt hefði Kristján fengið sama dóm hefði hann stungið öllu fénu í eigin vasa og ekki borgað neitt. Að þessu leyti séu lögin ósanngjörn, en þau bindi dómarana með ákveðna lágmarksrefsingu og þá skipti engu máli hvernig málið sé tilkomið eða hvað sé gert við peningana og hvort greitt sé til baka eða ekki. Þessu þurfi að breyta og það hafi verið hugmyndir um það en þær hafi ekki náðst í gegn á þingi. Páll Kr. Pálsson, fyrrverandi stjórnarformaður Japis, og Eyþór Arnalds, fyrrverandi framkvæmdarstjóri Lífsstíls, voru ekki ákærðir þar sem þeir þóttu ekki bera ábyrgð eða ekki þótti hægt að sanna að þeir hafi vitað hvernig málin stæðu. Þetta gagnrýndu verjendur í málflutningi sínum og segja að þar hafi mönnum í sömu stöðu verið mismunað.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent